Færsluflokkur: Bloggar

Handverkskaffi

Handverkskaffi.

Kæru  handverksmenn og konur í nágrenni Borðeyrar og víðar.

Fimmtudaginn  14. Oktober mun verða opið hús í Tangahúsi á Borðeyri kl. 20:00 og fram eftir kvöldi.  Verður þetta vonandi fyrsta kvöldið af mörgum þar sem við getum komið saman og grúskað í handverki af ýmsu tagi og spjallað um daginn og veginn ....já og veðrið líka.

Vonum að sem flestir/flestar sjái sér fært að mæta og vera með. 

Kveðja nefndin


Prjónafár.....!

  Jæja þá er loksins búið að komast að því hvað var að stríða mér ....!  Það var greinilgega of mikið mál fyrir blogghönnuðinn að setja inn meldingu um að láta athugasemd koma á skjáinn um að myndplássið væri fullt og til að setja inn fleirri gæti ég keypt meira pláss.......Devil   En alla vega þá datt mér þetta einhverra hluta vegna í hug og reyndist grunur minn réttur......þó svo ég væri nú ekki búin að vera eitthvað að dæla inn myndum.  En ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga var einmitt sú að ég gat ekki sett inn myndir .....en nú hef ég ekki þá afsökun lengur :) *hóst* svo nú skal bloggað....allavega smá. 

En þar sem ég fór að prjóna fyrir jólin ......já jólagjafirnar sko ....þá var ekki hægt að ætla bara að hætta svo fyrst maður  var kominn í gírinn og prjónapúkinn kominn heim :)   Nei það gékk ekki .....svo mín fór suður að versla garn .....því það var nú ekki ýkja mikið til nema eitthvað smávegis af hinu og þessu ....aðalega afgangar....sem btw getur verið gott að eiga :)  Og þar sem ég er ekki mikið fyrir að pannta garn sem ég ekki þekki nákvæmlega þá ákvað ég bara að skjótast ....þurfti hvort eð er í búðina og sonna :)   Að þessu sinni var ákveðið að fjárfesta í Lopa ....þar sem hann er jú ódýrastur en þar sem ég er jú alltaf dáldið spes þá varð ég að auka kostnaðinn með því að ákveða að vilja prjóna úr 1földum plötulopa og eingirni ....sem er sosum ekkert að.  Nú þá var komið að því að fylla vel á forðabúrið og var tekinn slatti af þessu og slatti af hinu :)  

dsc05210_972833.jpg

 Já svona leit þetta út þegar búið var að vinda saman band og lopa.....eða "binda" eins og Guðveig sagði :) 

dsc05212.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Nú næsta mál var að ákveða hvað ætti að prjóna......og eftir miklar pælingar var þetta niðurstaðan.......

dsc05213.jpg

  dsc05214.jpgPils á Guðveigu og það urðu sko að vera blóm og ekkert múður takk.

 

 

 

dsc05217.jpg Déskoti flott bara :)

Annars fjárfesti ég mér í Knit Pro prjónasetti um daginn ......jább nú ætlar maður að þykjast vera alvöru prjónari.....en ég ætlaði nú ekki að kaupa slíkt strax þar sem þau kosta nú smá pening.....en ég bara gat ekki sleppt því þegar það var á tilboði :) .....það hefði bara verið skandall.  Og nú er ég að prjóna Magic Loop aðferðina .....en bara með 1 stk ......en þau verða 2 tekin í einu ......bara ætla að byrja með einfaldar stikki en stúkur með úrtöku hægri vinstri :)  Allavega ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér á þetta prjónasett ......þetta er snilld.....að þetta skuli ekki hafa verið lööööööngu komið í tísku :) Jæja nóg að sinni.

 


Er ekki kominn tími til ...?

Jú það er sko örugglega orðið lööööööngu tímabært ......að blogga.  Málið er bara að það er eitthvað svo miklu þægilegra að eiga þessi Féssamskipti.  Ég er t.d. búin að trassa í heilt ár að setja inn myndir á myndasíðuna....svo það kostar hellings vinnu að safna saman úr myndasafninu og henda inn á síðuna svona "best off" myndum.....en hver veit nema að maður láti nú verða af því .....?  Anars hefur nú voða lítð verið um að vera annað en þetta venjulega .....jól og áramót.....svo afmæli.  Já frumburðurinn varð 10 ára 9. febrúar og fékk hann að bjóða til sín strákum í næturgistingu....þeir voru s.s. 4 hressir strákar hér (minn og 3 aðrir) og þar sem þetta var svo gaman var auðvitað ekki mikið sofið.  En partýið byrjaði á þvi að þeir fengu sér afmælisköku....því það er jú ekkert afmæli nema að það sé kaka.  En óskin var að fá Manchester köku og meikaði ég þvi eina slíka.  Svo var pizzaveisla um kvöldið.

Nú í samræmi við allt og alla ......eða sko þjóðarandann var ákveðið að gefa ódýrar jólagjafir....og var jólagjöf ársins fyrir valinu handa flestum....."jákvæð upplifun" svo mín fór að prjóna eins og enginn væri morgundagurinn .....eða allavega mjög fáir morgundagar eftir....sem þeir voru .....sko á því árinu :) og var síðasta jólagjöfin sem fór á prjónana ekki fitjuð upp fyrr en á annan í jólum og reddý 5. jan.  Enda varð hún nú að klárast áður en jólin yrðu búin :) Nú og síðan eru prjónarnir varla búnir að kólna ......jæja ég ýki nú smá alla vega prjóna ég nú í samræmi við fjölda daga :) því það eru heilmargir morgundagar framundan og ennþá er langt í jólin :)

Ég ætlaði að setja inn myndir en þetta helv....ansk....djöf.... blogg er farið að vera með stæla við mig og neitar að keyra inn myndirnar ;(  svo ég set bara link hér ef forvitnir hafa áhuga á að kíkja ....eins ef einhver veit afhverju myndirnar vilja ekki hlaðast inn þá endilega tjá sig.  Svo fór ég á námskeið í febrúar :) já bara skellti mér á námskeið :) en það var námskeið í vinnslu Horna og Beina og var það sko hverrar krónu virði :)  alveg hrikalega gaman :) Afraksturinn er hér. Nú svo til að gera langa sögu stutta þá er bara verið að safna fyrir tækjum og tólum því hráefnið er til og eftirspurnin næg.....en ferlið tekur tíma svo það borgar sig að byrja að vinna í hráefninu meðan safnað er :) Jæja látum þetta næja í bili. 

Þar til næst :)

 



Jólin

Gleðileg jól

kæru vinir og vandamenn.

Og munið að njóta :)


7 %

Auðveld leið til að deila :)

 

Hin 90 ára gamla Regina Brett frá Ohio – skrifaði þessi 45 atriði um það sem lífið hafði kennt henni:
1. Lífið er ekki sanngjarnt, en það er samt ljúft
2. Þegar þú ert í vafa, taktu þá bara lítið skref
3. Lífið er of stutt til að eyða tíma í að hata einhvern
4. Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik(ur). Vinir þínir og fjölskylda munu gera það. Vertu því í sambandi við þau.
5. Greiddu kreditkortareikninginn þinn í hverjum mánuði
6. Þú þarft ekki að vinna öll deilumál – samþykktu að vera ósammála
7. Gráttu með einhverjum. Það er betra en að gráta einn
8. Það er allt í lagi að reiðast út í guð.- - - Hann þolir það
9. Safnaðu fyrir elliárunum og byrjaðu með fyrsta launaseðlinum
10. Þegar kemur að súkkulaði, þá er mótstaða árangurslaus
11. Semdu frið um fortíðina, þannig að hún eyðileggi ekki samtíðina
12. Það er í lagi að láta börnin þín sjá þig gráta
13. Berðu ekki þitt líf saman við annarra. Þú hefur ekki hugmynd um hvernig þeirra líf er
14. Ef samband þarf að vera leynilegt, þá áttu ekki að vera í því
15. Allt getur breyst á augabragði. En hafðu ekki áhyggjur
16. Dragðu andann djúpt að þér – það róar hugann
17. Losaðu þig við allt sem ekki er nýtilegt, fallegt eða skemmtilegt
18. Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari
19. Það er aldrei of seint að hafa skemmtilega barnæsku. En sú seinni er alveg undir þér komin og engum öðrum
20. Þegar kemur að því að sækjast eftir því sem þú elskar við lífið, taktu þá aldrei Nei sem svar
21. Brenndu kertin, notaðu fínu rúmfötin, farðu í fínu nærfötin. - - - Sparaðu þetta ekki fyrir sérstök tilefni – Í dag er sérstakt tilefni
22. Undirbúðu þig ávallt vel – láttu svo strauminn taka þig
23. Vertu óvenjuleg(ur) í dag - - - Bíddu ekki eftir gamals aldri til að klæða þig í fjólubláan lit !
24. Mundu að mest áríðandi kynfærið er heilinn
25. Enginn ræður yfir hamingju þinni nema þú
26. Rammaðu inn allar svokallaðar þjáningar með orðunum . . . . „Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5 ár“ ?
27. Hafðu lífið alltaf að leiðarljósi
28. Fyrirgefðu öðrum allt
29. Það sem aðrir hugsa um þig kemur þér alls ekki vð
30. Tíminn læknar svo til allt. . . . Gefðu tímanum tíma
31. Hversu gott eða slæmt sem ástandið er,. . . þá mun það breytast
32. Taktu þig ekki of hátíðlega, . . . enginn annar gerir það
33. Trúðu á kraftaverk
34. Guð elskar þig vegna þess hver hann er, ekki vegna þess sem þú gerðir eða gerðir ekki
35. Endurskoðaðu ekki lífið, . . Vertu til staðar og taktu þátt í því
36. Að verða gamall er betra en hinn kosturinn - - - að deyja ungur
37. Börnin þín fá bara eina barnæsku
38. Allt sem skiptir máli í lokin er að þú hafir elskað
39. Farðu út á hverjum degi , - - kraftaverk bíða alls staðar
40. Ef við myndum öll kasta áhyggjum okkar í stafla og sæjum stafla hinna, . . þá myndum við hrifsa okkar til baka
41. Öfund er tímasóun.- - - Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast
42. Það besta er ef til vill einnig ókomið
43. Það skiptir ekki máli hvernig þér líður, - - - farðu á fætur, klæddu þig og sýndu þig.
44. Láttu undan
45. Lífið er ekki skreytt með slaufum, - - en samt er það gjöf
Áætlað er að 93% móttakenda muni ekki senda þetta áfram, en ef til vill ert þú hins vegar ein(n) af þeim 7% sem gera það


Ef grínið vantar ....vantar mikið.

Ekki reyna að plata mömmu !!?!?
Frú Bacciagalupe var boðin í kvöldverð til Tony sonar síns og
herbergisfélaga hans Maríu. Á meðan á máltíðinni stóð tók mamma eftir því
hve falleg María var. Eftir því sem leið á kvöldið varð mamma sannfærðari
og sannfærðari um að eitthvað væri meira á milli Tony og Maríu en bara
vinskapur.

Tony áttaði sig á hugsunargangi móður sinnar og sagði; "Mamma, ég veit
alveg hvað þú ert að hugsa, en það er ekkert á milli okkar Maríu, við erum
bara
herbergisfélagar."

Viku síðar og eftir mikla leit sagði María við Tony: "Ég hef verið að leita
að sykurkarinu í marga daga en ég hef ekki séð það síðan mamma þín var hjá
okkur. Heldurðu nokkuð að hún hafi tekið það?".

"Ég efa það, en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja", sagði Tony.

"Elsku mamma, ég er ekki að segja að þú hafir tekið sykurkarið þegar þú
varst í heimsókn og ég er ekki að segja að þú hafir ekki tekið það. En
staðreyndin er sú að við höfum ekki fundið sykurkarið síðan þú varst hjá
okkur í mat."

Kveðja, Tony

Nokkrum dögum síðar barst Tony svar frá mömmu.

"Elsku sonur, ég er ekki að segja að þú sért að sofa hjá Maríu og ég er
heldur ekki að segja að þú sofir ekki hjá Maríu. En staðreyndin er sú að ef
María svæfi í sínu eigin rúmi, hefði hún fundið sykurkarið."

Kveðja, mamma.

 

th_HugsandKissesLittleAngel


Spark í rassinn....!

Jæja er ekki rétt að blogga áður allir verða alveg brjál.  Hrökk bara alveg úr blogggírnum því það varð skyndilega alveg OFFF  að blogga og INNN að vera bara á Fésinu.

En eins og flestir vita þá er alltaf eitthvað um að vera í sveitinni og maður hefur sosoum ekki verið alveg með tærnar uppí loft.  Ekkert var farið í bejamó þetta árið enda var sultað og saftað yfir sig í fyrra og á maður enn byrgðir.  Rifsberjarunninn gaf þokkalega af sér og var sultað úr því öllu......þó maður þyrfti að bíða helvíti lengi eftir að berin roðnuðu en sólarleysið tafði verulega og var ég farin að óttast að berin myndu hreinlega frjósa áður en þau næðu að roðna að ráði.  Nú til að vera frumlegur þá purfaði ég 2 sultuuppskirftir úr Gestgjafanum með góðum árangri og laumar maður krukku af Ananassultu og Gulrótar-appelsínumarmelaði að fólkinu sem allt á og ekkert vantar :)  Því það er jú alltaf gaman að gefa eitthvað sem ekki fæst í búðinni. 

Haustverktíðin gékk vel og voru heimtur svipaðar og undanfarin ár.  Flokkun betri en meðalviktin aðeins lakari.  Meira var af lélegum lömbun en undanfarin ár og kvarta flestir undan þessu og kenna þurrkunum um en það er alveg ótrúlegt hvað veðráttan hefur með þetta allt að gera.  Búið er að senda og slátra ....lesa af og merkja við hverjar eru komnar af fjalli.  Haldið var uppá 5 ára afmælið hjá Jónasi eftir aðalfjárragið ......já ég var ekki eins flott á því og í fyrra að gera það á milli sláturbíla + að kallinn var á spítala. 

Svo er bara næst á dagskrá að fara að undirbúa reykingu á jólahangikjötinu :) 

Set inn uppskriftir af sultunum við tækifæri :)

 


Alltaf gott að hafa þetta í huga :)

Vinarkveðja!


Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleið þinni,

en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í þínu hjarta..

Til að geta stjórnað sjálfum þér, notaðu hugvitið;

Til að stjórna öðrum, notaðu hjartað.



Gáfaðar persónur tala um hugmyndir.

Minna gáfaðar persónur tala um hvað gerðist.

Illa innrættar persónur tala illa um aðra.



Sá sem tapar peningum missir mikið.

Sá sem missir vin tapar miklu meira.

En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt.



Við erum vinir þú og ég, ef þú tekur vin þinn með erum við þrjú.

Við getum stofnað lítinn vinahóp.

Það er jú ekkert upphaf og enginn endir,

njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið er svo stutt

þrátt fyrir allt og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala
illa um aðra.



Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir og við mannverurnar
í okkar frumskógi freistinga lífsins viljum líka vera Vinir og góð
hvort við annað.



Dagurinn í gær er liðinn.

Morgundagurinn er óvænt ánægja.

Dagurinn í dag er gjöf.



Þetta er alþjóða vinakeðja.

Sýndu vinum þínum að þér þyki vænt um þá.

Sendu bréfið til vina þinna

og þegar það kemur loksins aftur til þín þá veistu að þú hefur

skapað vinakeðju.



Þegar þú færð þetta bréf

þá sendu það til vina þinna

en um leið eitt bréf til þess sem sendi þér þetta bréf.

ros005


Lífið er ótrúlegt :)

Eddi ákveður loksins að fara í frí. Hann bókar sig á skemmtiferðaskip um karabíska hafið og skemmtir sér alveg konunglega, þar til að skipið sekkur og honum skolar upp á nálæga eyðieyju, með ekkert sér til aðstoðar.

Ekkert annað fólk, engar birgðir, ekkert… bara bananar og kókoshnetur.

Eftir um það  bil fjóra mánuði liggur hann á ströndinni að mygla úr leiðindum þegar gullfalleg  kona kemur á árabát upp að ströndinni.

Hissa spyr hann: “Hvaðan kemur þú? Og  hvernig komst þú hingað?”

“Ég réri frá hinum enda eyjarinnar,” segir hún, “ég lenti þar þegar skemmtiferðaskipið sem ég var á sökk.”

“Magnað,” segir hann, “heppin varstu að finna þennan árabát óskemmdan.”

“Ó, þetta?” segir hún. “Ég byggði hann bara úr efni sem ég fann á eyjunni. Árarnar eru úr Gúmmítré. Ég fléttaði botn úr pálmatrágreinum, en hliðarnar og stefnið tálgaði ég út úr Tröllatré.”

“En, það er ómögulegt,” stynur Eddi upp. “Þú hefur varla verið með nein verkfæri. Hvernig fórstu að?”

“Það var ekkert mál,” segir konan. “Á suðurhluta eyjunnar berst óvenjuleg bergtegund niður með ánni. Ég  komst að því að ef ég hitaði bergið upp í ákveðið hitastig í brennsluofni, þá bráðnaði það niður í mjög meðfæranlegan málm sem ég gat notað til að smíða ýmis verkfæri.”

Eddi er orðlaus.

“Róum yfir á minn helming eyjunnar,” segir hún.

Eftir nokkrar mínútur af róðri, koma þau að lítilli bryggju.

Þegar Eddi lítur upp eftir ströndinni, dettur hann nærri því úr bátnum. Frá bryggjunni er hellulagður gangstígur upp að fallegu einlyftu, bláu og hvítu einbýlishúsi.

Á meðan konan bindur bátinn með heimavöfðum kaðli, gat Eddi ekki komið upp orði.

Þegar þau ganga inn í húsið, segir konan ósköp hógvær: “Þetta er nú svo sem ekki merkilegt, en ég er farin að kalla það heimili. Sestu, ekki bjóða þér drykk?”

“Nei, nei… takk samt,” segir hann, vandræðalega. “Get ekki hugsað mér að drekka meiri kókosmjólk í dag. Ég er  kominn með rosa leiða á henni.”

“Þetta er ekki kókosmjólk,” segir konan, “má ekki bjóða þér Pina Colada eftirlíkingu sem ég bruggaði?”

Eddi reynir að  fela hvað hann er gjörsamlega gáttaður og þiggur drykkinn.

Þau setjast því  næst niður og skiptast á sögum. Þegar farið er að svífa vel á þau af Pina Colada  segir konan:

 “Ég ætla að bregða mér í eitthvað þægilegra. Viltu ekki skreppa í sturtu og raka þig? Það er rakvél í baðherbergisskápnum uppi.”

Eddi er hættur að spyrja, heldur fer bara beint upp. Í skápnum er haganlega smíðuð rakvél, með skaft úr beini og á beinið er búið að koma fyrir  flugbeittum skeljum, sem snúast fyrir tilstilli seguls inni í skaftinu.

“Vá,” stynur hann, “þessi kona er mögnuð! Hvað næst?”

Þegar  hann kemur niður aftur, tekur hún á móti honum í engu nema nærfötum saumuðum úr  vínviðarblöðum, ilmandi af heimalöguðu ilmvatni sem minnir á ferskan  sumarblæ.

“Segðu mér,” byrjar hún og færir sig ögrandi nær honum, “við  höfum verið hérna í margar vikur. Ég er viss um að það er eitthvað sem þig langar virkilega að gera núna. Eitthvað sem þú hefur ekki getað gert lengi… þú  veist…” Hún starir æsandi í augu hans.

Hann trúir ekki því sem hann er  að heyra: “Þú meinar að..,” hann kyngir spenntur, “ég geti tékkað á  tölvupóstinum mínum?!”

 


Ég ætla ekki að versla í þessari búð :) Þori ekki að taka sénsinnn á að lenda ekki á þessum afgreiðslumanni .....ég á 3 börn sko :)

Mjög hávær, óaðlaðandi (ljót og feit) og hreinlega brussuleg kona kom inn í Hagkaup einn daginn með börnin sín tvö, dró þau sitt í hvorri hönd, skammaðist í þeim og var hin versta um leið og hún gekk inn ganginn.

Strákur í kerrunum sá hana og heilsaði: “Góðan daginn frú og velkomin í Hagkaup. En yndisleg börn sem þú átt. Eru þetta tvíburar?”

Forljóta konan hætti að öskra á börnin og sagði við strákinn: “Held nú síður. Sá eldri er 9 ára og hitt er að verða 7. Hvers vegna í fjandanum heldurðu það. Ertu blindur eða bara svona heimskur!?”

“Ég er nú hvorugt, frú mín.” segir strákurinn. “Ég get bara ekki ímyndað mér að þú hafir fengið að sofa hjá tvisvar!!

Hafðu það gott í dag og takk fyrir að versla í Hagkaup”

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband