Er ekki kominn tími til ...?

Jú það er sko örugglega orðið lööööööngu tímabært ......að blogga.  Málið er bara að það er eitthvað svo miklu þægilegra að eiga þessi Féssamskipti.  Ég er t.d. búin að trassa í heilt ár að setja inn myndir á myndasíðuna....svo það kostar hellings vinnu að safna saman úr myndasafninu og henda inn á síðuna svona "best off" myndum.....en hver veit nema að maður láti nú verða af því .....?  Anars hefur nú voða lítð verið um að vera annað en þetta venjulega .....jól og áramót.....svo afmæli.  Já frumburðurinn varð 10 ára 9. febrúar og fékk hann að bjóða til sín strákum í næturgistingu....þeir voru s.s. 4 hressir strákar hér (minn og 3 aðrir) og þar sem þetta var svo gaman var auðvitað ekki mikið sofið.  En partýið byrjaði á þvi að þeir fengu sér afmælisköku....því það er jú ekkert afmæli nema að það sé kaka.  En óskin var að fá Manchester köku og meikaði ég þvi eina slíka.  Svo var pizzaveisla um kvöldið.

Nú í samræmi við allt og alla ......eða sko þjóðarandann var ákveðið að gefa ódýrar jólagjafir....og var jólagjöf ársins fyrir valinu handa flestum....."jákvæð upplifun" svo mín fór að prjóna eins og enginn væri morgundagurinn .....eða allavega mjög fáir morgundagar eftir....sem þeir voru .....sko á því árinu :) og var síðasta jólagjöfin sem fór á prjónana ekki fitjuð upp fyrr en á annan í jólum og reddý 5. jan.  Enda varð hún nú að klárast áður en jólin yrðu búin :) Nú og síðan eru prjónarnir varla búnir að kólna ......jæja ég ýki nú smá alla vega prjóna ég nú í samræmi við fjölda daga :) því það eru heilmargir morgundagar framundan og ennþá er langt í jólin :)

Ég ætlaði að setja inn myndir en þetta helv....ansk....djöf.... blogg er farið að vera með stæla við mig og neitar að keyra inn myndirnar ;(  svo ég set bara link hér ef forvitnir hafa áhuga á að kíkja ....eins ef einhver veit afhverju myndirnar vilja ekki hlaðast inn þá endilega tjá sig.  Svo fór ég á námskeið í febrúar :) já bara skellti mér á námskeið :) en það var námskeið í vinnslu Horna og Beina og var það sko hverrar krónu virði :)  alveg hrikalega gaman :) Afraksturinn er hér. Nú svo til að gera langa sögu stutta þá er bara verið að safna fyrir tækjum og tólum því hráefnið er til og eftirspurnin næg.....en ferlið tekur tíma svo það borgar sig að byrja að vinna í hráefninu meðan safnað er :) Jæja látum þetta næja í bili. 

Þar til næst :)

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki skil ég af hverju myndirnar hlaðast ekki inn krútta. En shit hvað þú ert búin að prjóna margt fallegt og þetta beinadót er örugglega hrikalega skemmtilegt. Næst á dagsskrá hjá mér er að læra að spinna. Stefni á það í næstu viku ;)

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 20:05

2 Smámynd: JEG

Já spinna .....held það hennti mér ekki .....en gæti hugsað mér að læra að þæfa .....þó svo ég fýli alls ekki þæfðan fatnað nema þá bara hvað er hægt að gera flott því það eru til svo flotta samkembur í öllum regnboganslitum.  En mér hefur alltaf þótt þæft ljótt og í raun "ónýtt" en svona kemur þetta gamla í tísku aftur ......nú er prjónað og sett viljandi í þvottavélina til að "skemma" flíkina eða hvað það er nú.

En svona horna og beina"föndur" er meira svona eins og smíði en handavinna.....já Handverk.  Maður er vopnaður sög og pússigræjum og borvélum ásamt sanpappír og þjöl.  En maður situr líka ekki inn í stofu við þetta.

Garn og prjónar á þig sæta mín. 

JEG, 5.3.2010 kl. 23:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra í þér aftur JEG mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta "beinadót" er æðislegt og örugglega skemmtilegt.

gott að sjá þig aftur á blogginu

Sigrún Óskars, 8.3.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband