Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jólin fuku burt......

Arrrggg.... var búin að skrifa ekkert smá flotta og langa færslu en nei takk þá fraus á blogginu bara og draslið vistaðist ekki.

Ég nenni ekki að pikka þetta allt inn aftur enda man ég það ekki sko.  En jólin voru fín fyrir utan veðrið ......rok og rigning.  Sem er nú alveg nýtt fyrir mig að upplifa "blaut jól" hér er venjulega hvítt um jólin.  Allavega hrímað sko.  Krakkarnir voru voða góð og fín þar til búið var að borða og þá var sko rekið á eftir manni úfffff...... drífa pakkana undir tréð ......en það er ekki séns að hafa þá undir trénu í friði svo það var ekki raðað undir fyrr en eftir matinn.  Nú svo mátt maður bara drífa sig í að opna þá já miðjan rak sko liðið áfram enda alveg að tapa sér í spenningi.  Litla konan var svo pollróleg við að rífa upp að við höfum nú ekki séð annað eins en það var rifið smá og sett í ruslakassann og svo haldið áfram.  Þegar allt bréf var komið og í kassann þá var gjöfin tekin og skoðuð/mátuð eða what ever.  Ef þetta var bók þá settist sú stutta í stólinn sinn og skoðaði hana smá og kom svo að kíkja á gjafir bræðra sinna.  Börin voru sátt við gjafir þessa árs enda voru þetta bóka og dvd jól.  Í fyrra var dáldið mikið um mjúka pakka og það féll nú ekki vel í kramið hjá þeim stóra, honum fannst það nú ekki jólalegt heheh.....  Núna var hann sennilega sáttastur með úr sem hann fékk "fullorðins" sko.  Jónas var nokkuð sáttur kannski einna helst með stólinn sinn og ætlaði sko að sofa í honum á jólanótt en það var nú ekki í boði.  Guðveig var heldur betur sátt við skrifplötuna sem við gáfum henni en hún vill alltaf fá að skrifa og var þetta því góð lausn .......ja nema þetta var vinsælt hjá strákunum líka og var nánast rifist  um skriftöfluna. 

Eitthvað hefur verið mikið af fjörefni í jólasteikinni því krakkarnir eru búnir að vera alveg upptjúnnuð eftir pakkaflóðið en kannski maður geti skotið því upp um áramótin.  Gunnar er reyndar hjá pabba sínum þar til skólinn byrjar aftur.  En hann er venjulega hjá honum um áramótin.  Ekki var farið í nein jólaboð enda enginn tími þar sem verið vara að klára að hleypa til.   En það er gert í nokkrum hollum svo ekki verið maður kaffærður á einni viku í vor.

Eitt gleymdist í öllum æsinginum á aðfangadagskvöld en það var að mynda krakkana við tréð en það skemmir ekkert stemminguna sem var.  En hér eru nokkrar myndir.

DSC04131Guðveig vaknaði seint á Þorláksmessukvöld og fékk að skreyta tréð með stóra bróa.

DSC04132Hann var á svo miklum þönum að ég bara náði honum ekki með á mynd.

braedur jol2008Beðið eftir matnum.

gudv jol2008Jólaskvísa.

systk jol2008Flott saman.


Hamingja......

Læknir var á morgungöngu sinni og tók eftir mjög fallegri gamalli konu sem sat fyrir framan húsið sitt og reykti stórsígar.
Hann gekk að henni og sagði: “Ég tók eftir því að þú ert svo hamingjusöm og ánægð á svipinn. Hvað er Leyndarmálið þitt? Hvernig heldurðu þér svona vel?”

“Ég reyki tíu vindla á dag” sagði hún “áður en ég fer að sofa reyki ég eina jónu, stóra og góða. Þar að auki drekk ég eina pottflösku af Jack Daniels á viku og ég ét ekkert nema skyndibita, franskar og kleinuhringi. Um helgar fer ég á 800 BAR, næ mér í gæja og berhátta hann heima í rúmi. tek reglulega vel á honum en það er líka eina hreyfingin sem ég fæ.

“Þetta er ótrúlegt! Hvað ertu eiginlega gömul?” spurði læknirinn agndofa.
 
“Tuttugu og fjögra” svaraði hún.

 

 


Það sem uppávantaði í jólasveinalotunni :)

Fjórði jóli.

Fjórði, Fjarstýringafelir,
með fíkn frá græjum góðum.
Hann tekur allt með tökkum,
og týnir því jafnóðum.

Hann setur þær í sófann,
skáp eða verri svæði.
Svo allri sem að leita
enda í miklu bræði.

Þriðji jóli.

 

Lagstúfur hét sá þriðji
sem raular lög í dúr.
Þau æða beint í heilann,
þú aldrei nærð þeim úr
Gömul lög og glötuð,
þau gerast ekki verri.
Stef úr auglýsingum,
eða eftir Stormsker, Sverri
 

Annar jóli.

 

        
Gemsagaur er annar,
grallari og dóni.
Hann einkennist af síma
með slæmum hringitóni.
  
Lengi er hann að svara
og lætur síman hringja.
Í bíó tekur gemsann
og beint í tól mun syngja

Nýju jólasveinarnir....Fyrstur er

 

Gekk-á-staur er fyrstur,
með fíflalæti og bögg.
Eftir snafs og öl
og ótal jólaglögg.
Vill hann tæma flöskur,
Það veitir mikla sælu
Loks stoppar jóla gleðin,
Í stórum poll af ælu.

 


Gleðileg jólin

Gleðileg jól.
Og vona að þið eigið ljúfa daga framundan.
Þakka ykkur kvittin.....þið sem kvittið.
Þið hin...........
Svo mörg voru þau orð.
Borðið nú ekki á ykkur óþrif og vona að þið sleppið við pestir sem enginn vill fá á svona veislutímum.
En umfram allt njótið samvista með ykkar nánustu.

disneyjol


Sá þrettándi var svo ......

Þrettándi, kom Snúruflækir,
þó ekki bara um Jól.
Skimast um allt húsið,
skoðar tæki og tól.

Hann tekur alla víra
og vindur þeim saman.
Bindur fasta hnúta,
þá finnst honum gaman.


Snjókastið.....


Lítill drengur kemur rennandi blautur og útataður í snjó inn í húsið. “Hvað kom fyrir þig?” spurði móðir hans.
“Þessir íllkvitnu strákar hinu megin við götuna, komu og hentu í mig snjóboltum í allavegana tuttugu mínútur!” svaraði drengurinn.
“Elskan mín” sagði móðir hans full samúðar, “af hverju komstu ekki inn og náðir í mig þegar þetta byrjaði?”
Strákurinn setti hendur á mjaðmir sér, leit á hana og svaraði: “Til hvers hefði það verið, það vita allir að þú myndir ekki hitta kú með snóbolta, þó þú héldir í halann á henni!”


Sá tólfti

Vírus-sendir, sá tólfti,
vill þér ekki vel.
Tölvupóst dreifir,
sem drepur þína vél.

Þú opnar póstinn óvart,
þá er tíðin erfið.
Það hendist allt úr minni,
og hrynur tölvukerfið.


Ellefti....

Ellefti var Svitaþefur,
erfitt er að stöðva.
Í ræktinni er mest
að massa uppá vöðva.

Risa bringa og herðar,
handleggi eins og skinkur.
En sturtu fer hann aldrei,
svo myndast mikill stynkur.


Bréfið....

Ární fékk loforð frá jólasveininum:

 

Ef þú verður stilltur í heilt ár þá máttu
senda Jesúsi bréf og segja hvað þig langar í jólagjöf. Um jólin tekur Árni
Pappír og penna og byrjar svo að skrifa:

Kæri Jesús. Mig langar rosalega mikið í fjallahjól í jólagjöf og útaf því að ég var svo stillturá árinu þá… en svo stoppar hann því hann veit að hann var ekkert of þægur á árinu. Hann hendir bréfinu í ruslið og byrjar á öðru:

Góði Jesús, mig langar í fjallahjól í jólagjöf. Ég var svolítið óþægur.. en
hann stoppar og segir við sjálfan sig að hann var ROSALEGA ÓÞÆGUR á árinu. Hann nennir ekki að skrifa meira og fær sér því göngutúr. Þegar hann er búinn að labba drjúgan spöl stendur hann hjá kirkjunni og ákveður að fara inn. Presturinn er að tala við kirkjuvörðinn en þá sér Árni litla styttu af Maríu Mey, grípur hana og hleypur út. Þegar heim er komið skrifar hann bréf:

Kæri Jesús, Ég er með mömmu þína í fangelsi heima hjá mér. Ef þú gefur mér ekki fjallahjól þá fer illa fyrir henni, Virðingarfyllst Árni.

 


Bráðum koma....

Blessuð jólin......  Já ekki ber á öðru sko...... allt og allir að fara yfirum af stressi og streði.  Eitthvað er nú um að vera og fréttir sem mann langar að deila með fólki. 
Allavega þá voru Litlu jólin haldin í skólnaum á föstudaginn og tókst það með sóma.  Ein bestu litlujól sem ég hef mætt á í þessum skóla.  Jólaballið sjálft var 2fallt en kvennfélagið hélt ballið sitt með skólanum .....sennilega svo góður sparnaður enda færri sem mæta.  Ekki veitir af að spara á þessum tímum ha.  Það sem gerði þessi litlu jól kannski eftirminnilegust var að hann sr. Sigurður á Hvammstanga kom og átti þarna ljúfa stund með krökkunum og svo söng hann fyrir okkur lag sem hann samdi sjálfur og já þetta er eitt það besta jólalag sem ég hef heyrt.  Mig langar í það í spilarann minn sko.  Nú svo mætti Jólasveinn á stolnum bíl......!  En taka ber fram að aldrei hefur verið jólasveinn á Litlujólunum hjá skólanum .....ekki spyrja mig hvers vegna ekki en þetta var nú alltaf í minni sveit (skóla)  Og hef ég lengi verið ósátt við þetta því þetta er jú allt fyrir börnin.  Nú krakkarnir voru auðvitað með helgileikinn eins og alltaf.  Svo var jólasveinavísurnar sungnar með leiksýningu.  Bara gaman.  Og svo var skólastjóralaust þar sem hann lá veikur heima.  En það er jú endalaust einhverjar pestir að ganga og verður bara að taka því.  En það var jú fyrir vikið allt annað andrúmsloft á þessari samkomu þess vegna.  Betra ef eitthvað er.  Litla konan skemmti sér vel og rak á eftir söng og dansi þar til jólasveinninn ætlaði að tala við hana en þá vildi hún nú bara fara í bílinn og heim.  En sömu sögu er ekki að segja af Jónasi en hann varð logandi hræddur þegar þjófavörnin í dráttarbílnum söng fyrir utan skólann og ljóst var að jóli var mættur.  Katrín tók hann upp á sína arma og var hann farinn að dansa með fyrir rest.  Og tók sveinka nokkuð í sátt eftir að hann útdeildi glaðning.
Engar myndir þar sem vélin varð eftir heima og maður hefði nú sosum ekki fengið næði til að mynda neitt svo það hefði ekki skipt neinu.
En nóg í bili.

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_665756673_1216900339_27


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband