Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Update.....!

Jæja kannski maður fari nú að blogga eitthvað misgáfulegt ?  Sko annað en hrukkuvaldara.  Þó það sé nú ósköp hollt að hlæja af og til. 

Nú eins og kom fram fyrir nokkrum bloggum síðan fór ég ásamt börnum í fremingu um daginn og gékk sú ferð vel þó svo að veðrið hafi reynt að hræða okkur á heimleiðinni.  En þar sem maður er jú alinn upp í vetrarríki þá þarf nú dáldið meira til að hræða mig.  Og komumst við heim án teljandi vandræða.  Fermingarbarnið.......eða stúlkan .....því hún telst jú ekki barn lengur.....var gullfalleg hin prúðasta stúlka.  Ánægð með daginn sinn svo best ég veit.  En eins og allir vita eru þessi blessuð börn orðin æði kröfuhörð á þessum degi því miður.  Verð að lauma hér inn mynd af henni.

DSC04566 Myndar fólk :)

Nú svo er yfirstaðin Árshátíðin í skólanum á Borðeyri.  Tókst hún mjög vel og var virkilega vönduð og vel æfð atriði.  Fá og góð.  Krakkarnir tóku rómann úr Kardimommubænum og svo var Mamma Mía show.  Já það dugar nú ekkert minna í sveitinni sko.

DSC04597Tobías í turninum.

DSC04594Hópsöngur.

DSC03867Þá er búið að ræna Soffíu frænku.

DSC03860Hvar er ..... mín? Hvar er ..... mitt? Og hitt?

DSC04607Já nei Soffía vill ekkert aftur heim.

DSC03894Minn maður var nú ekki á því að taka þátt í þessum söng þar sem honum fer illa að bíða og dagvistunarbörnin voru á milli stóru atriðanna.  Og púkinn náði yfirhöndinni.

DSC04615Abbashow.

DSC04619all over....

DSC04624allir.

Látum þetta duga.

Ciao.

 

 


Sæðisprufan.

85 ára gamall  maður fór til læknisins til að láta taka sáðprufu.
Læknirinn lét manninn hafa glas með sér heim og bað hann um að koma til baka daginn eftir með prufuna.
Næsta dag kemur sá gamli til læknisins og lét lækninn hafa tómt glasið eins og hann fékk það deginum áður.
Læknirinn spurði karlinn þá hverju þetta sætti og bað hann um útskýringar.
“Já doksi, þetta gerðist  svona – fyrst reyndi ég með hægri hendinni og svo reyndi ég vinstri en ekkert gerðist.”
“Þá bað ég konuna að hjálpa mér. Hún reyndi fyrst með hægri og síðan vinstri hendinni eins og ég hafði gert en án árangurs.”
“Hún reyndi einnig með munninum, fyrst án tanna og svo með  tönnunum en ekkert gerðist.”
“Við ákváðum  þá að tala við nágrannann hana Önnu, hún reyndi þetta líka fyrst með báðum höndum í einu og svo reyndi hún meira að segja líka að kreista á milli hnjánna en ekkert gerðist.”
Lækninum var mjög brugðið ”Spurðir þú virkilega nágrannann?”
”Jebb” svaraði sá gamli, “og sama hvað við reyndum tókst okkur ekki að opna glasið!” 
gamlasettið i rúmi

Gardínur

Ljóska  nokkur kom í í vefnaðarvöruverslun þar sem seld eru gluggatjöld.

 Hún segir við afgreiðslukonuna: ” Ég ætla að fá bleik gluggatjöld sem myndu passa fyrir skjáinn á tölvunni minni .

Afgreiðslukonan varð hissa og svaraði: “En þú þarft ekki gluggatjöld á tölvuna”

Þá svaraði ljóskan:  

” Halló ……… Ég er með  Windows !!!”

ljóskan


Grái fiðringurinn.

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:

 “Heyrðu elskan – fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum

á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju

kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.”

“Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og

50 tommu flatskjá – en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið

með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !

Ég verð samt að játa að ég á skynsama konu”.

Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:

“Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !

Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !”

 

Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!

rofl


Blómlegur gluggi !

Svo sannarlega er gaman að hafa svona blómlegt í glugganum.  Líka þar sem það er jú vetur.

  DSC04467

DSC04485Þessi 3ji er nú ekkert að flýta sér að springa út.

DSC04473Nennir sko ekki að vera kyrr.   Og fór því bara.

DSC04484Blómlegur :)

Nú svo verður farið á flakk um helgina en það stendur til að skreppa í fermingu.......já dáldið snemmt að mínu mati en svona er þetta bara í hinni stóru Rvík ......margir krakkar og tíminn því langur sem fer í fermingar.  Ég er nú meira fyrir að þetta sé um páskana en það er bara ég.   Nú eða þá bara eftir sauðburð.

Ciao


Allt í blóma.

Nú eru blómstrandi dagar í kotinu.  Smá montmyndir .....því það blómstrar venjulega ekki neitt í glugganum hjá mér.  Virkar ekki fyrir mig að hafa fulla glugga af flottum blómum því þau bara deyja.  En nú er eitthvað að gerast.  búin að eiga þennan kaktus í 2 ár og þegar ég keypti hann var hann að byrja að blómstra en hætti auðvitað við.  Amarillisinn er nú bara í fóstri hjá mér en mútta á hann og hann blómstrar nú alltaf af og til blessaður.  Er með 3 og þessi er hvítur.

DSC04464 Dóttirin var farin að pilla af honum þessi flottu rauðu kúlur og endaði hann í gólfinu nokkrum sinnum en lét það nú ekki á sig fá.  Setti hann í stærri pott og þyngri og hann dafnar svona líka ekkert smá.

DSC04461Þessi verður flottur á morgun :)


Snjór og alvara.

Jæja það kom að því að maður fengi alvöru vetur.....en hvað skyldi hann stoppa lengi í þetta skiptið ?  Þriðjudagurinn byrjaði ósköp sakleysislega ......eða því sem næst. Hér var jú farið snemma á fætur því von var á "frænda" til að fósturvísatelja rollurnar.  Skömmu eftir að strákarnir fóru í skólann og byrjað var að telja fór veðrið að setja í brýrnar og uppúr hádegi var bara kominn þreifandi bylur takk.  Sá vart á milli húsanna hér á hlaðinu.  Nú um kl. 14:00 var farið að koma stress í skólann og var því hugað að koma börnunum fyrr heim sem var nú ekki mikið fyrr því það tók jú tíma að þvælast í engu skyggni og ófærð.  En svo bara eins og hendi væri veifað þá datt þetta niður ......já rétt eftir að skólabíllinn kom.  Maður var nú vanur svona veðraköstum sem krakki og ekki var svona mikið stress þá er eitthvað var.  En síðan eru jú liðin mörg ár hehehehe......   En strákarnir fagna þessum mikla snjó sem stoppar og virðist ekki vera á förum heldur virðist hann vaxa og dafna vel.  Snjóhúsið sem þeir grófu fylltist nú reyndar af snjó í bylnum en mig grunar nú að það standi til að gera það upp.  Enda er hrúgan sem grafið var í orðin enn stærri ......já ætli þetta flokkist bara ekki sem blokk hér eftir svo stór er hrúgan orðin.  En nú er svooooo flott veður ......bara kalt.  En sólin er sko ekki að spara sig og dauðlangar mann af setjast á sleðann og bruna bara.

talningAllar í röð.

DSC04422 Og svo fá sumar lit sko.....t.d. þær sem eru bara með 1 eða þær sem eru með 3.  Og svo þær sem ekki eru með neitt Devil

DSC04428Svo kíktum við á gobbana.

DSC04419Guðveig var nú ekki að nenna að hanga inní fjárhúsi sko.  Vildi ekki myndatöku.  Vildi bara fara út að labba í snjónum takk.

DSC04438Nú snjórinn vex og hrúgurnar með.  Gaman að leika á þeim og vera á stærð við CASE.

DSC04437Og þarna er hrúgan sem hýsir snjóhúsið.  Orðin c.a. helmingi stærri en þegar þeir byrjuðu.

DSC04445Dágóður slatti kominn í garðinn.

DSC04448Og þessi heldur að það sé Nóvember.

DSC04450

Ciao.


Dánartilkynning

Prestur einn var að keyra eftir þjóðvegi einum þegar hann sér hvar dauður asni liggur á veginum, hann hringir í lögregluna og kynnir sig sem séra Jón og að það sé dauður asni á veginum, lögreglumaðurinn hlær og segir við prestinn hvort hann sjái ekki um þessa dauðu, jú jú segir prestur rólega, en ég vildi bara tilkynna nánast ættingja það fyrst……
DSC04411

Dýr eru líka findin


Sumir ættu ekki að keyra né eiga bíl.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband