Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Prjónafár.....!

  Jæja þá er loksins búið að komast að því hvað var að stríða mér ....!  Það var greinilgega of mikið mál fyrir blogghönnuðinn að setja inn meldingu um að láta athugasemd koma á skjáinn um að myndplássið væri fullt og til að setja inn fleirri gæti ég keypt meira pláss.......Devil   En alla vega þá datt mér þetta einhverra hluta vegna í hug og reyndist grunur minn réttur......þó svo ég væri nú ekki búin að vera eitthvað að dæla inn myndum.  En ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga var einmitt sú að ég gat ekki sett inn myndir .....en nú hef ég ekki þá afsökun lengur :) *hóst* svo nú skal bloggað....allavega smá. 

En þar sem ég fór að prjóna fyrir jólin ......já jólagjafirnar sko ....þá var ekki hægt að ætla bara að hætta svo fyrst maður  var kominn í gírinn og prjónapúkinn kominn heim :)   Nei það gékk ekki .....svo mín fór suður að versla garn .....því það var nú ekki ýkja mikið til nema eitthvað smávegis af hinu og þessu ....aðalega afgangar....sem btw getur verið gott að eiga :)  Og þar sem ég er ekki mikið fyrir að pannta garn sem ég ekki þekki nákvæmlega þá ákvað ég bara að skjótast ....þurfti hvort eð er í búðina og sonna :)   Að þessu sinni var ákveðið að fjárfesta í Lopa ....þar sem hann er jú ódýrastur en þar sem ég er jú alltaf dáldið spes þá varð ég að auka kostnaðinn með því að ákveða að vilja prjóna úr 1földum plötulopa og eingirni ....sem er sosum ekkert að.  Nú þá var komið að því að fylla vel á forðabúrið og var tekinn slatti af þessu og slatti af hinu :)  

dsc05210_972833.jpg

 Já svona leit þetta út þegar búið var að vinda saman band og lopa.....eða "binda" eins og Guðveig sagði :) 

dsc05212.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Nú næsta mál var að ákveða hvað ætti að prjóna......og eftir miklar pælingar var þetta niðurstaðan.......

dsc05213.jpg

  dsc05214.jpgPils á Guðveigu og það urðu sko að vera blóm og ekkert múður takk.

 

 

 

dsc05217.jpg Déskoti flott bara :)

Annars fjárfesti ég mér í Knit Pro prjónasetti um daginn ......jább nú ætlar maður að þykjast vera alvöru prjónari.....en ég ætlaði nú ekki að kaupa slíkt strax þar sem þau kosta nú smá pening.....en ég bara gat ekki sleppt því þegar það var á tilboði :) .....það hefði bara verið skandall.  Og nú er ég að prjóna Magic Loop aðferðina .....en bara með 1 stk ......en þau verða 2 tekin í einu ......bara ætla að byrja með einfaldar stikki en stúkur með úrtöku hægri vinstri :)  Allavega ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér á þetta prjónasett ......þetta er snilld.....að þetta skuli ekki hafa verið lööööööngu komið í tísku :) Jæja nóg að sinni.

 


Er ekki kominn tími til ...?

Jú það er sko örugglega orðið lööööööngu tímabært ......að blogga.  Málið er bara að það er eitthvað svo miklu þægilegra að eiga þessi Féssamskipti.  Ég er t.d. búin að trassa í heilt ár að setja inn myndir á myndasíðuna....svo það kostar hellings vinnu að safna saman úr myndasafninu og henda inn á síðuna svona "best off" myndum.....en hver veit nema að maður láti nú verða af því .....?  Anars hefur nú voða lítð verið um að vera annað en þetta venjulega .....jól og áramót.....svo afmæli.  Já frumburðurinn varð 10 ára 9. febrúar og fékk hann að bjóða til sín strákum í næturgistingu....þeir voru s.s. 4 hressir strákar hér (minn og 3 aðrir) og þar sem þetta var svo gaman var auðvitað ekki mikið sofið.  En partýið byrjaði á þvi að þeir fengu sér afmælisköku....því það er jú ekkert afmæli nema að það sé kaka.  En óskin var að fá Manchester köku og meikaði ég þvi eina slíka.  Svo var pizzaveisla um kvöldið.

Nú í samræmi við allt og alla ......eða sko þjóðarandann var ákveðið að gefa ódýrar jólagjafir....og var jólagjöf ársins fyrir valinu handa flestum....."jákvæð upplifun" svo mín fór að prjóna eins og enginn væri morgundagurinn .....eða allavega mjög fáir morgundagar eftir....sem þeir voru .....sko á því árinu :) og var síðasta jólagjöfin sem fór á prjónana ekki fitjuð upp fyrr en á annan í jólum og reddý 5. jan.  Enda varð hún nú að klárast áður en jólin yrðu búin :) Nú og síðan eru prjónarnir varla búnir að kólna ......jæja ég ýki nú smá alla vega prjóna ég nú í samræmi við fjölda daga :) því það eru heilmargir morgundagar framundan og ennþá er langt í jólin :)

Ég ætlaði að setja inn myndir en þetta helv....ansk....djöf.... blogg er farið að vera með stæla við mig og neitar að keyra inn myndirnar ;(  svo ég set bara link hér ef forvitnir hafa áhuga á að kíkja ....eins ef einhver veit afhverju myndirnar vilja ekki hlaðast inn þá endilega tjá sig.  Svo fór ég á námskeið í febrúar :) já bara skellti mér á námskeið :) en það var námskeið í vinnslu Horna og Beina og var það sko hverrar krónu virði :)  alveg hrikalega gaman :) Afraksturinn er hér. Nú svo til að gera langa sögu stutta þá er bara verið að safna fyrir tækjum og tólum því hráefnið er til og eftirspurnin næg.....en ferlið tekur tíma svo það borgar sig að byrja að vinna í hráefninu meðan safnað er :) Jæja látum þetta næja í bili. 

Þar til næst :)

 



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband