Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Smá saga

Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 43 ára:

Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast
kærasta.

Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða.
Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir
lífinu og tilverunni.

Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of
tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og
hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri
traustur og jarðbundinn.

Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var
leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur
yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að
finna mér mann sem að væri spennandi.

Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn
haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á
sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem
honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði
við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur. Þannig að
ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.

Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var
með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur
að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu
vinkonu minni.



Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.

 


Rúgbrauð

RÚGBRAUÐ

2 bollar hveiti

2 bollar heilhveiti

2 bollar rúgmjöl

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. matarsóti

2 tsk. salt

500 gr sýróp ( 1 lítil dós gold 450gr.)

1 L súrmjólk

Sett í dós eða fernur (macinthos dósir eru fínar 2 kg+)

Bakað í 3 klt 15 mín á 160°C en fer auðvitað eftir ofninum

foods_117


Myndir

DSC02913

Sonur minn á þessa og fékk s.s. flekkótta gimbur.

DSC02910

Kallinn á þessa.

DSC02943

Hlessa er hlessa á því að við búum í húsinu. (tekið útum gluggann)

góður vinur er


Einfallt og hrikalega gott.

JÆJA ætla að skella inn smá af uppskriftum af hinu blogginu mínu. Vona að einhverjir hafi ánægju af. 

Eplapæja Möggu.

125 gr. smjörlíki

125 gr. hveiti

125 gr. sykur

3-5 epli

kanelsykur

                                   

Eplin hreinsuð og brytjuð smátt í eldfast mót. Kanelsykur settur yfir og blandað saman. Smjörlíki - hveiti og sykur handfjatlað saman og sett yfir. Bakað á 180-200 °C í 20-30 mín eða þar til það er tilbúið Wink  Þetta er svo gott að bera fram með þeyttum rjóma eða ís. InLove

Baka

Góð lausn

rúm á hæðinni

súper


Morgunganga

c_users_asdis_pictures_att00001_501470

 

Funny_Pictures_Animated_Dancing_Cat


Samlíf hjóna.

ELSKULEG EIGINKONA MÍN.
Á síðstliðnu ári hef ég reynt að hafa mök við þig 365 sinnum .
Hefur heppnast 36 sinnum sem er að meðaltali 1 sinni á 10 daga fresti .

Fylgjandi listi útskýrir afhverju ekki oftar.

54 skipti voru rúmfötin hrein,
17 var orðið of framorðið,
49 skipti varstu of þreytt,
20 skipti of heitt,
15 skipti þóttistu sofa,
22 skipti höfuðverkur,
17 skipti hrædd um að vekja barnið.
16 skipti varstu of sár.
12 skipti ekki rétti tími mánaðarins..
19 skipti þurftir ÞÚ of snemma á fætur.
9 skipti varstu ekki í stuði..
7 skipti sólbrennd..
6 skipti að horfa á mynd seint.
5 skipti vildiru ekki rugla nýja hárgreiðsluna.
3 skipti sagðiru að nágrannarnir gætu heyrt í okkur ..
9 skipti, sagðir að mamma þín gæti heyrt..

Af þeim 36 skiptum sem ég hafði árangur sem erfiði var hann ekki sérlega fullnægjandi því að :

6 skipti þá lástu bara "þarna"
8 skipti minntir þú mig á sprunguna í loftinu
4 skipti sagðir þú mér að drífa það af
7 sinnum varð ég að vekja þig til að segja þér að ég væri "búinn"
1 skipti var ég hræddur um að ég hefði meitt þig því að ég varð var við hreyfingu.

HÉR ER SVO SVAR EIGINKONUNNAR...

Elskulegi eiginmaður:
Ég held að þú hafir ruglast svolítið.
Hér eru ástæðurnar fyrir því að þú fékkst ekki meira en þú gerðir:

5 sinnum komstu fullur heim og reyndir að r... kettinum
36 sinnum komstu ekkert heim
21 skipti "fékkstu" það ekki.
33 skipti "fékkstu" það of snemma.
38 skipti varstu að vinna yfirvinnu
19 skipti linaðist hann áður en hann komst inn.
10 skipti fékkstu krampa í tærnar.
29 sinnum þurftir þú snemma á fætur til að fara í golf.
2 sinnum hafðir þú lent í slag og verið sparkað í "kúlurnar"..
4 sinnum lenti "greyið" í rennilásnum og festist.
3 sinnum varstu með kvef og lak úr nefinu á þér.
2 sinnum varstu með flís í fingri..
20 sinnum var löngunin horfin þegar þú komst heim eftir að vera búinn að langa allan daginn.
6 sinnum "fékkstu" það við að lesa dirty bók.
98 skipti varstu upptekinn við að horfa á fótbolta, körfubolta og fleira í þessum dúr í TV .

Þau skipti sem að okkur "tókst" það, bara svo þú vitir :

Ástæðan að ég lá hreyfingarlaus var vegna þess að þú" hittir" ekki og varst á fullu í lakinu
ég var ekki að tala um sprunguna í loftinu heldur að spyrja hvort þú vildir að ég væri á bakinu eða krjúpandi
það skipti sem þú fannst hreyfingu var vegna þess að þú rakst við og ég var að reyna að ná andanum.

Jájá...ætti maður að taka þessa til fyrirmyndar og halda uppi bókahald???
hmmm.... njjjeeeee held ekki sko....

erjur


OMG hahaha......


Þessi blessuð börn.

Af munni sakleysingjanna heyrið þér sannleikann - gullkorn frá börnum um hjónabandið.
Þetta er svak fyndið en samt um leið svolítið sorglegt hvernig sumir krakkar á þessum aldri svara.

Hvernig á að viðhalda ástinni í hjónabandinu?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg , jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.
Jónas 10 ára

Hvernig veit maður hverjum maður á að giftast?
Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður sjálfur. Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og ídýfuna.
Jóhann 10 ára

Það ákveður enginn áður en hann er fullorðin hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.
Kristín 10 ára

Á hvaða aldri er best að ganga í hjónaband?
Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð.
Kamilla 10 ára

Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri maður þarf bara að vera bjáni.
Friðrik 6 ára

Hvernig sér maður hvort ókunnugt fólk sé gift?
Maður verður bara að giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana.
Daníel 8 ára

Hvað eiga foleldrar þínir sameiginlegt?
Bæði vilja ekki eignast fleiri börn?
Lára 8 ára

Hvað gerir fólk á stefnumótum?
Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Linda 8 ára

Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara að hvort öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Marteinn 10 ára

Hvað myndirðu gera ef þú færir á stefnumót sem endaði illa?
Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég svo hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttum.
Georg 9 ára

Hvenær er óhætt að kyssa einhvern?
Þegar hann er nógu ríkur.
Thelma 7 ára

Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn 18 ára og það er ekkert sniðugt að lenda í veseni út af því.
Karl Grétar 7 ára

Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og eignast með honum börn. Þannig á maður að gera.
Hermann 8 ára

Hvort er betra að vera einhleyp(ur) eða í hjónabandi?
Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir strákana. Því það þarf einhver að taka til eftir þá.
Aníta 8 ára

Hvernig væri heimurinn ef enginn giftist?
Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.
Krummi 8 ára.

 

hlæjandi pooh


Blessuð blíðan og bæjirnir allt í kring......

Aðeins ringdi nú á mann þó að það væri búið að skrúfa fyrir en nú er búið að vera ljómandi gott veður og sól á lofti. Norðangjólan dillar sér glaðlega á túnunum og reynir að kitla burt snjódulurnar sem eftir eru.

Í gærkvöldi sást til versta nágranna fjárbóndans. Lágfótu. En minn maður stóð einmitt í útidyrunum og var að tala við sveitunga okkar sem kom við til að ná í stíla fyrir litla prinsinn á heimilinu sem vildi til að ég átti til að lána. Þá verður honum litið upp í brekkur og viti menn þar skokkaði einn hvítur rebbi. Sennilega "Nappi refur" því að greinilegt var að hann var að leita að hreiðrum litlu spörfuglanna til að nappa úr. Minn kall varð alveg spól og tætti af stað með kíkir og riffil en helv... rebbi slapp en var svo æstur í að nappa að hann var kominn niður strax aftur um leið og minn kall var kominn niður í hús. En enn tókst rebbaling að sleppa. animated13

 

Einn í lokin.

framhjahald 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband