Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Þið spurjið og ég svara þá bara.

Spurt er:

Ertu á fésbókinni ?

Svar:

Já ég er það.

Er nú ekki vön að blaðra mikið um mitt prívat en nú er ég máluð út í horn svo að þið sem viljið Fésast við mig þá sendið mér bara prívat póst (pp) og ég veiti ykkur upplýsingar.

bcsendinglove0610


Undir þér komið.

n1194127024_14061_5600

 

 


Klukk á mig

Ég var víst klukkuð af Guðrúnu Önnu bloggvinkonu.........


Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Þjóðgarðurinn Þingvöllum
  • Pósturinn
  • Hagkaup
  • Veitingaskálinn Brú

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  • Titanic
  • Dalalíf
  • Forest Gump
  • Stella í orlofi

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Reykjavík
  • Mosfellsbær
  • Kjalarnes
  • Hrútafjörður

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • So you thinck you can daince
  • Grace Amatony
  • Ameican Idol
  • Amacing race

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Þýskaland
  • Hringinn um Ísland
  • Heimaslóðir
  • Vinir á Íslandi

 Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • Fiskaspjall.is
  • Visir.is
  • Facebook.com
  • Barnaland.is

Fernt sem ég held uppá matarkynnis

  • Grillað lambakjöt
  • Kjúklingur margskonar
  • Pasta í geggjaðri ostarjómasósu og gúmmulaði
  • Sjávarréttasúpan mín (illa matarmikil)

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Fjárbókin
  • Prjónablöðin mín
  • Gestgjafinn
  • Les ekki bækur oftar en 1x

Fjórir bloggarar sem ég klukka  

  • Tína
  • Sigrún Fjóla
  • María í DK
  • Anna Guðný

       

animated13


Þar sem það er svo hollt að hlæja.......

Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra ritgerðarefni fyrir nemendum sínum. Allir ættu að skila á réttum tíma, og engar afsakanir væru teknar gildar. Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:”En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf?” Kennarinn leit ekki einu sinni upp og svaraði:
“Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni.”

hægrihendi


Hvern dreymir ekki um svona Sunnudag?

000y000vual

Notalegt nudd.

c_users_rosa_pictures_chickenbreasts

Kjúklingabringur í matinn.

gormar_m

Skríða snemma í bólið.

lovdog

Og kúra.

good-night_3


Kannski ....


                             


Þesssi saga heitir kannski ....

Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.
 
Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.
 
Kannski er bestu vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.
 
Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það. Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.
 
Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.
 
Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.
 
Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.

Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

Það er mikið til í þessari sögu.
Skjáumstum sæta fólk.


Ekkert merkilegt bara sulta.

Þar sem að ekkert merkilegt er að gerast .....get ég ekki skrifað um það.

Þar sem enginn kemur í heimsókn þessa dagana ......get ég ekki skrifað um það.

Þar sem ég fer ekkert .....get ég ekki skrifað um það.

Og þar sem ég er með bilaðan nennir þessa dagana .....nenni ég ekki að skrfa um það.

En ég er að sulta á fullu þar sem búið er að tína fleira ber.

Búin að gara 2 tegundir af sultu og er bara rétt að byrja.

Vantar bara slatta af rigningu og svo helling af sól svo rifsið drattist til að roðna.  Og þá verður gaman sko því þá get ég sultað meira.

með rauðvín


Ææjjj það er svo gott að hlæja.

Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana spurði hann “Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera?”

Mamman alveg vandræðaleg og ekki tilbúinn að útskýra þetta fyrir Nonna. “Já”, segir hún, “Þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga… og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður!”

“Það er algjör tímasóun hjá þér”, sagði Nonni litli, alltaf þegar þú ferð í Kringluna á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!”

hegirúm kisa


Læknisferðin.

Kona kemur til læknisins með 16 ára dóttur sína.

“Jæja, frú Rósa,” segir læknirinn, “hvert er vandamálið?”

“Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana.”

Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir:

“Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið.”

“Ófrísk?!” svarar móðirin, “það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?”

“Nei, mamma,” svarar Dagga. “Ég hef ekki einu sinni kysst karlmann!”

Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segi nokkuð, svo móðirin spyr:

“Er eitthvað að þarna úti, læknir?”

“Nei, í rauninni ekki,” svarar hann. “Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því núna!”

hlæjandi pooh


Prjónamont.

Já um daginn var ég að grobba mig á prjónaskap sem ég þurfti svo hjálp við vegna óviðráðanlegra anna og ómyndarskapar  sem orsakaði það að ég féll á tíma með að prjóna þessa 5 kjóla sem ég var búin að ætla mér.  En ég á svo yndislega tengdamömmu að hún hljóp undir bagga eða öllu heldur dokku hjá mér og prjónaði 2 kjóla.

DSC03248

Ég gerði þessa stóru.

DSC03274

Tengdó gerði þennann.

DSC03335

Og svo var ég aðeins á eftir áætlun með þennann en kláraði þó fyrir rest.

prjóna


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband