Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Þá er það búið.....

Þá er þetta afmæli afstaðið og heppnaðist bara vel.  En lætin maður minn ......hólý mólý.  Það heyrðist ekki hvað nokkur maður sagði og manni leið eins og maður væri staddur í fuglabjargi á varptíma nú eða í fjárhúsi á gjafatíma.  Litli maðurinn var sæll og glaður með daginn og pakkana sína.  Enda ekki á hverjum degi sem krakkar koma í heimsókn til hans.  Þessir koma allavega ekki nema 1x - 2x á ári svo það er stuð þegar það gerist.

DSC03658

Kökurnar.

DSC03662

Afmælisdrengurinn.

Svo er kallinn bara að koma heim.  Já hann er víst svo leiðinlegur sjúklingur að þeir ákváðu að útskrifa hann þó það væir sunnudagur en það er ekki gert öllu jöfnu á sunnudögum.  Nei nei málið er að hann fær ekki þessa verki sem allir eru að bíða eftir svo þetta lítur betur út en talið var í upphafi.  Svo nú verður brátt kátt í höllinni sérstaklega hjá krökkunum sem farin eru að sakna kallsins verulega. 

thumbnail 2


Uppstoppaður kall......

Já nú má segja að kallinn sé uppstoppaður eða þannig því búið er að hengja upp lærvöðvann með skrúfum og sauma og Guð má vita hvað.  En vöðvinn var nánast allur rifinn frá s.s. mjög slæmt tilfelli en aðgerðin heppnaðist vel að talið er.  Svo nú er bara að bíða og sjá hvernig allt þróast því það er nú betra að hafa allt í góðu áður en hugsað er um að fá að fara heim.  En þar sem deifingin er ekki enn farin alveg úr kallinum veit hann í raun ekki alveg hvernig málin standa.  Svo er hann jú briðjandi verkjatöflur hægri vinstri.  Eina sem er að hrjá hann er að eftir að vera búinn að lyggja í rúminu í sólahring þá er skrokkurinn að kvarta undan þreytu enda hefur hann alltaf átt erfitt með að lyggja lengi.  En það verður ljúft að fá kallinn heim þó ósjálfbjarga verði fyrst um sinn.  En nú er ég farin að sofa því það verður að hafa orku í að halda þetta barnaafmæli á morgun.  Á eftir að græja smá og taka til en það reddast.

súkkulaði kaka


Í vondum málum......

Já nú er kallinn í vondum málum blessaður.  Búið að leggja hann inn og bíður þess að vera skorinn upp og lagaður.  Sem þýðir 3-4 mánuðir sem hann má ekkert gera.  Ekki einu sinni passa ......úfffff.  Svo nú þarf að fara að finna lausn á haustverkunum.  En nú þarf að halda áfram að ragast svo bless í bili.

15_10_7á hækjum

Nú er slæmt ástand.

Þar sem gékk frekar illa að smala vegna veðurs var farið upp í 3ja sinn á mánudagsmorguninn til að reka inn það sem eftir stóð í myrkrinu um kvöldið.  Nú jæja það gékk vel og svo var rekið inn úr hrossagirðingunni sem gékk líka vel þar til allt stökk í hornið og braut niður girðinguna.  Nú jæja það var látið rúlla þar yfir og átti að rúlla fínt ja nema 4 lömb sem ákváðu að rúlla ekki yfir svo það var rekið til baka og átti að fara í gegnum hliðið en nei takk ekki smuga að hlíða enda vitlaus lömb.  Nú svo þegar staðan var þannig að hægt var að nálgast þau verulega ætlaði kallinn að grípa í þau en ekki vildi betur til en að hann rann eitthvað og *krass* sleit eða reif eitthvað í lærinu og er núna staddur á Akureyri í myndatöku og gerir ekkert meira þetta haustið.  Rétt hæfur til að passa svo það er slatti erfiður tími framundan.  Takk og er maður bara búinn að fara í gegnum hluta af fénu enda mannskapur af skornum skammti og þarf að reyna að vanda valið svo ekki sé nú verið að senda það besta og hald í það versta.

En ætla núna aðeins að slappa af fyrir næstu törn en það fara 400 stk. næsta þriðjudag svo maður má halda áfram að þukla og draga.

afmæli 2

Svo er litli gaurinn minn 4ra ára í dag.  Já fyrir 4 árum var ég stödd á Akranesi að unga honum út.  *eða þannig* Já tíminn líður hratt úffff....

Farin að slaka á. 


Ekkert grín að eldast.......


Sunnudagur ......annar í smölun

Jæja þar sem veðrið var drepleiðinlegt í gær var ekki hægt að smala nema tæpan helminginn og gékk það vel þar sem 5 hjól voru á ferðinni.  Nú kallinn lenti í því að þurfa næstum að skilja hjólið eftir uppá fjalli þar sem stýrið fór næstum úr sambandi .....já þetta hjól er greinilega ekki hrifið af því að smala þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem eithvað klikkar í aðalsmalamennsku.  En í morgun var nú svo mikil rigning að hér var dæst í hverju horni en svo virðist sem útlit sé betra og stendur til að kíkja upp og reyna eins og hægt er að ná niður sem flestu.  En það verður eflaust pínu snúið þar sem smalarnir er farnir heim og ekki nema 2 hjól til að fara á en kunningji kallsins fékst til að koma og hjálpa svo það verða 3 hjól og kannski einhver sjánalegur árangur.

Súpan kláraðist enda voru menn kaldir en furðanlega þurrir og því svangir þó þeir hefðu fengið slatta af nesti með sér og tíminn ekki neitt svaklega langur ......ja allavega styttri en venjulega.

Í dag verður bara boðið uppá Hangikjöt með uppstúf og kartöflum og grænum baunum og rauðkáli.  Enda alltaf sígillt.

Svo verður farið að vaða drullu og bleytu ástamt því að kássast í blautu fé næstu daga en það er frekar óspennandi að ragast í fé sem er rennandi blautt.  En bara verður að gerast ........ekkert elsku mamma og hvað þá amma með það.

Jæja ætla að hætta í bili enda nóg annað að dunda.

regn

th_Happiness


Laugardagur ...... Smaladagur.

Ekki er nú blíðunni fyrir að fara í dag en smala þarf nú samt.  Göngum var frestað í Dölunum vegna vatnavaxtar í ám.  En þegar mikið er í ánum er ekki fært að reka fé yfir og hafa menn nú þegar misst margt fé í ár og eins hafa ár flætt upp og menn misst sláturfé í hólfum við ár í Dölunum og eflaust víðar.

Vona það besta en hér þarf að smala varlega til að varast að féð stökkvið í árnar.

En nú er það súpan sem krefst athygli svo ég kveð að sinni.  Jamm ég er farin að græja réttarsúpuna.

rolla ad elda


En sú mæða......

veit ekki

Hvernig í ósköpunum verður þetta alltaf svona ???

Alveg sama hvað maður reynir þá gerist þetta ekki sjálft.  Ég er mikið búin að sýna þessu leirtaui ferlið og eins er búið að virkja krakkana eins og kostur er en allt kemur fyrir ekki neitt.   Þetta hrúgast bara upp eins og maður sé með heilan her í mat alla daga.

Nei nei nú er ég nú aðeins að ýkja en það er nú gaman að því líka hahahahahaha............................

En nú er veðrið þannig að kallinn er illa pirraður því hann ætlaði sér að ýta við fénu í dag til að létta morgundaginn.  En það verður að koma í ljós hvernig það fer.   Ef það fer í bið verður bara að smala á sunnudaginn líka.  Við sleppum sosum vel þar sem við þurfum ekki að fara extra vel í gegnum féð ef við föllum á tíma.  Það fara ekki nema 300 lömb núna og svo jú þarf að hafa augun opin fyrir ókunnugu fé.

Ekki er skóli í dag hjá Gunnari þar sem Haustþing kennara stendur yfir í dag.  En Litli maðurinn var keyrður í skólann en það var enginn skólabíll þar sem það var jú enginn skóli. 

En nú ætla ég að fara að pirra mig  á því að vera í vanda með skottuna litlu en það er engan vegin veður til að láta hana sofa úti því það er hávaðarok og rigning.  Sem þýðir að þó ég sé með vind/regnsegl á vagninum verður allt blautt.  En kannski lægir  og styttir upp á næsta klukkutíma hver veit.

Og svo er það alltaf sama málið ................................hvað á að hafa í matinn?

c_documents_and_settings_isleifur_desktop_allar_myndir_leifi_heimasida_signfriendsp_607091


Og maður hamast.....

.......við að græja allt fyrir smalamennskurnar.  

Græjað í fjárhúsunum og gerðið tekið í gegn.....já sko ekki neitt slor núna því það eru komin alvöru hlið.  Nú svo er kallinn að yfirfara sexhjólið ......já svona ekki misskilja mig eftir allt dónaflóðið.  En það er eitt og annað sem þarf að laga og smyrja ......svona nú ekki þennan misskilning..... en fákur kallsins þarf jú að vera í sínu besta formi á fjallinu/heiðinni.  Nú ég er aðeins búin að moka út og skúra og baka maður minn já skellti í Rúgbrauð og steikti Parta en þetta er sko étið hratt upp .....já eins og sumir fái borgað í gulli fyrir.

Ekki verður nú margt um manninn af hjálparliði frekar en vant er því það eru allir svo uppteknir af sjálfum sér og að láta fara vel um sig því spáð er fýluveðri þ.e. leiðindarveður til samlamennsku .....já einmitt rok og rigning.  En einhverjir koma þó sem gagn gera.  En eins og veðrið er búið að láta undanfarna daga þá hefur það þau áhrif að féð hefur sreymt niður af fjallinu/heiðinni og eru hlíðarnar/brekkurnar vel hvítar af fé sem ætti þá að gera þetta ómak allt mun einfaldara og fljótlegra........vona ég.  Svo á sunnudaginn tekur við 3ja daga fjárrag .......úff maður minn og vinir hans.  

En nú er ég farin að elda kjúlla.

augnprof


Gróf uppskera.......

unknown3

Dónaepli......

unknown4

hangandi......

unknown-5

pipar.

hólý mólý


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband