Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Tannlæknaferð.

Farið var suður í gær með drengina til .  Gekk það vel og stóð sá litli sig með sóma meðan Tannsi skoðaði og hreinsaði tennurnar.  Sá stóri fékk "mega" hreinsun .....því nú er hann orðinn svo stór.  Laga þurfti smá í einum barnajaxli svo ekki yrði meira.  En holan var svo lítil að hún var greinilegt merki þess að kreppan hefur stöðvað Karíus og Baktus í því að flytja inn.  Enda húsnæði "dýrt" í dag og verða menn bara að sætta sig við það sem þeir hafa.  Svo fór sá stóri til pabba síns .....já ég gaf honum bara frí í skólanum enda prófin búin svo það er varla neitt sérstakt í gangi.  Allavega hefur mér ekki verið sagt það.  Svo fórum við Jónas um víðan bæ en það virtist vera sama hvert ég fór það kostaði mig bara tíma og vesen.  Svo ég er grútspæld bara.  Litli maðurinn rak á eftir manni og vildi drífa sig í Bónus svo hægt væri að klára að versla en hann vissi að það yrði farið á McDonald´s á eftir áður en lagt yrði af stað heim.

Jæja best að fara og gera eitthvað af viti eins og undirbúa bjúgnagerðina sem til stendur að fari í um helgina.  Já og kjötfars maður minn ummmm....... Tími til kominn enda farsið löngu uppselt í kistum heimilisins.

Caio.

vid jonas


Gobblingar.

Nú er búið að taka undan merunum .....eða þeim sem komnar eru af fjalli.  En það vantar nokkur hross ennþá sem eru einhverstaðar lengst í rassgati.  Og þar eru 2 folöld.  Greyin er nú dáldið hnjúskótt þar sem veðráttan hefur ekki verið hin besta í haust og vetur .....endalausir umhleypingar og það fer jú illa í hrossin. 

Núna voru kallarnir að fara upp á sleðum til að svipast um eftir þessu hrossum sem vantar.  Það er nú vonandi að þeir finni allt á lífi sem vantar því það sást til 4 trippa efst í girðingunni við ánna og það er aldrei að vita hvað þessum kjánum dettur í hug.  En girðingin er jú svo stór að það er nóg pláss til að dvelja á.

Von

Þessi hefur fengið nafnið Von og er undan aðalmerinni sem kallinn á. 


Hver stal.....

Prjónapúkanum mínum ?

Ég er mikið búin að leita en finn hann ekki.  Þó svo ég hafi tekið til bæði fyrir og eftir jól.  Grunar þó helst að hann hafi sloppið út og einhver hafi nappað honum eða gefið honum far eitthvert þar sem meiri vinnu var að fá.  Ef þið hafið orðið vör við hann vinsamlegast látið mig vita.  Þarf orðið að á honum að halda.

prjóna


Hahahaha... eða !

Ég sem vandaði mig svo.......við að setja saman texta sem væri "tvíræður" ......og það tókst .....eða ?  Veit ekki en þó voru nokkrir sem skildu mig en enn fleiri sem hristu bara hausinn og hugsuð já oki hún er alveg klikkuð þessi ........þetta skilur ekki nokkur maður. 

En mér er sama ég hafði gaman af hihihihih.....enda svo klikkuð að hálfa væri víst stóðhestur .....?  Eða nálægt því.....!   Kannski er það bara skammdegið sem fer svona í mann ?  Nú eða það að ég hef ekki komist á Útsölurnar ?  Já sennilega er það málið.  En það verður kannski eitthvað eftir þegar ég kemst suður .......sko í búðarráp.  Nú ef ekki þá fer ég bara og nota inneignarnótuna sem ég fékk í afmælisgjöf.  Annars er maður bara góður. 

thumbnail 4


Fjármál......!

Jæja þá er maður orðinn skrambi vel að sér í fjármálunum og ef maður talar í tvískiljanlegu máli þá er önnin hálfnuð eða námskeiðið í þessum lestri.  En útkoman á þessum fjárlestir  var bara nokkuð bærilegur þó svo að útséð sé að það vanti nokkra rassa af fjalli.  Sem útlegst sem hreint "tap"  En það eru jú alltaf afskirftir á hverju ári en það jafnast upp með ásetningi.  Skipin eru jú venjulega jöfn inn og út.  En svo á sér jú alltaf stað þessi óviðráðanlegi þáttu.....tap af óviðráðanlegum orsökum og stuldur náttúrunnar.   Fjárbókhaldið er enn ekki klárað enda þarf jú að klára aflestur fjármuna fyrst og yfirfara alla lista úr haustslátruninni til að allt stemmi nú.

Annars er bara svona þessi venjulegi Janúar fílingur .......biðin eftir vorinu og bjartari dögum. Gott í bili .....!

18122008_015

Hér eru Jónas og Gutti en hann er nýji villingurinn á heimilinu ......sem kallin á btw.  En hann er Border Collie vel ættaður og fæddur um miðjan október.


Hversdagsleikinn allsráðandi...

Nú þegar jólin eru komin ofan í kassa og bíða spennt við tröppurnar að komast upp á háaloftið í sitt langa frí er ekki laust við að allt sé dáldið drungalegt og dimmt.  Fyrir utan hvað allir gluggar og veggir virðast tómir.  Þessu fylgdi reyndar fjandans hellingur af rusli þegar upp var staðið en það er með jóladótið eins og kettina ........þeir fara úr hárum en jólaskrautið fer úr .....skrauti ?!  Svo það þarf enn eina hreingerninguna og þá er búið að "afjóla" húsið eins og ein góð kona talaði um. 

Mikið var nú étið síðasta dag jóla eins og venjulega.  Maður gæti haldið að það yrði ekki eldað aftur fyrr en um páska hehehehe..... En ég græjaði 2 kökulufsur og salat með kaffinu og svo var jú auðvitað steik um kvöldið svona í tilefni dagsins.  Ætli maður detti svo ekki bara í pasta og fisk þar til næsta át hefst svona rétt til að ná upp líkamsfitunni fyrir sauðburðinn !

Mest lítið er annars um að vera.  Nema nú þarf að drullast til að skrásetja rollurassana sem eru að dilla sér með hrútunum svo maður hafi þetta nú allt undir kontról.  Og vitið eitthvað um uppruna steikanna sem líta dagsins ljós .....vonandi í vor.

maedgur

Ég og Guðveig skvísa alsæl í Dórunáttfötunum frá Sigrúnu Fjólu.  Takk kærlega fyrir.  Kissing


Þessi fallegi dagur........!

95932754_825604

Piparpúkar.....

Nú langar mig að spyrja ykkur sem lesið hér og kvittið ......já líka ykkur sem nennið ekki að kvitta ........og kvittið þá núna - s.s. svar óskast.  En þannig er mál með verki .....eða var það með vexti ????   Breytir litlu því ég er farin að hafa pínu verki með þessu vandamáli.  Svo ég komi mér nú að vanda málsins eða er það kjarni málsins .....?  Þá hætti Nói Síríus framleiðslu á Piparpúkum fyrir ca. 2 árum síðan og hvarf þá af markaði með vinsælli vörum sem keyptar voru í vegasjoppum landsins.  Sem og annarstaðar.  En ein af mínum uppáhalds marenstertum er einmitt Partýterta Púkanna.  Hrikalega góð.  Og í hana þarf einmitt Piparpúka til að fá rétta bragðið í karamelluna. 

Er til eitthvað sem maður getur notað í staðinn ??  Sem bragðast eins og Piparpúkar.

Ef svo er hvað er það og hvar fæst það ???????

Ég er ekki sú eina hér í sveit sem er illa spæld yfir þessum missi á Piparpúkunum.

En ég veit þó að það eru sennilega fleirri sem vilja Bláan Opal aftur !

n1409186302_70304_3256 


2009 komið.

Jæja þá er komið nýtt ár ekki ber á öðru.  Síðasta ár flaug framhjá eins og á kappakstursbíl í góðu standi.  Manni finnst eins og því hafi bara rétt brugðið fyrir því hraðinn var dáldið  mikill.  Börnin stækkað svo um munar og hefur maður ekki undan að taka upp stærri föt og þvo og pakka niður þeim sem orðin eru of lítil.  Verst er að að það er of langt á milli til að það geti bara gengið að skipta um kommóður.  Áramótin voru extra róleg enda ekki lagt upp með að hafa partýfýling hér heldur bara að borða EXTRA velhepnaða sjávarréttarsúpu ......í þykkari og matarmeirkanntinum ........bara geggjað gott sko.  Enda er maður orðinn svo uppfullur af kjéti að þetta er kærkomin tilbreyting.  Svo var auðvitað snakkað aðeins seinna um kvöldið.  Engin brenna ........því það þarf að sækja um leyfi .......bara vesen svo maður nennir því ekki.  Sprengdar voru 2 fragettur .......gamlar síðan í fyrrra.  En það var nóg til þess að hrossin tóku til fótanna svo það borgaði sig ekki að vera að sprengjast meira og láta þau hlaupa niður girðinguna og til fjalla.  Brennd voru líka stjörnuljós......líka síðan í fyrra.....en bara nokkur.  Litla konan var logandi hrædd við fyrstu gettuna og svo þá næstu þá var hún svo hissa á að hún hvarf bara upp í loftið.  Ekki var reynt að halda krökkunum vakandi þar sem þau eru ekki að fatta þetta áramótakerfi svo þau voru sofnuð fyrir kl. 22.00 sem var bara næs.  Sá stóri er hjá pabba sínum eins og venjulega á þessum tíma og upplifir brennur og skothríðina eins og borgarbörnin.  Ætlaði maður sko að hafa það bara hugglegt og horfa á imbann en nei ekki var það nú í boði þar sem dagskráin var "bara" leiðinleg og það á báðum stöðvum takk.  Skaupið fékk ekki háa einkunn hjá mér en það voru góðir punktar inn á milli en kannski það besta var hversu mikið var lagt í að ná karakterunum hjá fólkinu.  Annars var þetta nú ekki merkilegt.  Svo þessi áramótakveðja  "já sæll" uppfullur þáttur af endursýndu efni.  Og bíómyndirnar úffffff.......bara endursýnt gamalt stuff.  Og það sko marg sýnt.  Svo maður fór snemma að sofa bara og hefði betur horft bara á morgunsjónvarpið því þar var þó sýnt nýtt efni ......allavega barnamyndir sem við ekki eigum en var of sein að fatta það því ég kíkti ekki á dagskránna .........en ég lifi það af.  Veðrið var hið besta sem gerist á áramótum eða logn og föl yfir landinu.  En nú í nótt þá var sko séð fyrir því að það yrði blautt aftur já takk það ringdi sko í alla nótt.

Jæja ein steikin enn í ofninum en nú er lambasteik svona til að afreykja bragðlaukana hahahah........ Meira síðar.

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_678340233_1217759103_Take_Care_my_friend


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband