Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Dansi dans á Öskudag.

Eins og venja er þá mætti Jón Pétur til að kenna dans í skólanum á Sprengidag og Öskudag.  Svo héldu börnin grímudansleik fyrir okkur foreldrana.  Svaka flott hjá þeim.  Gunnar hannaði sér persónu sem við köllum "Tannman" og Jónas fór sem nútíma "Emil í Kattholti"

DSC04250Emil nútímans.

DSC04259Tannman með gulltennurnar.

DSC04271Hliðar saman hliðar.  Stórir leiða litla.

DSC04321Efnilegur dansari.

DSC04337Hópdans.

DSC04362Hópmynd ....allir með nema Emil hann var í fýlu.

DSC04350Emil reyndi við köttinn í kassanum.  Gunnar rétt missti af honum því hann datt ekki úr fyrr en næsti sló.

Myndi setja inn myndbrot ef ég kynni það en er ekki svo fær enn því miður.  Því það er jú lítið gaman að sjá dans bara á mynd maður þarf að sjá allan pakkann á hreifingu.

Nóg í bili.

 


Matarþörf drengja.

Þessar elskur eru oft hjálplegar við raða í ísskápinn.  Nú eða bara að bjarga sér þegar hugnrið kallar.

!cid_1F3B6821-BC3A-4C15-B830-74FDE2DBFCE5@local Þeir kalla nú ekki alltaf á hjálp.


Matarvenjur drengja !

Varast skal að leyfa þessum elskum að borða hálfnaktir.  Því það skiptir máli á hvorum endanum þeir eru naktir.

!cid_35E8E53E-98C0-4A0F-812D-FFAD6761EF27@local


Morgunverður fyrir stráka....!

Fyrst ég er nú byrjuð á þessu strákaþema þá er tilvalið að benda á að þessar elskur hafa frjótt ímyndunarafl.  Svo höfum þetta í huga.

!cid_FA33A188-84E8-4E64-837C-0F6E09CEA504@local

 


Strákamömmur.....!

Hafið þið lent í þessu ?

Þessar elskur skilja jú ekki tilgang þess að nota innlegg.   En þó ég eigi nú 2 gaura hef ég sloppið enn.

!cid_0E48ACFD-C429-4F99-ACF0-B8D6AE1998A1@localFlottur :)


Tíkarbarandari :)

Þau voru nýkomin inn á hótelið í brúðkaupsferðinni og eftir yndislegan kvöldverð með kertaljósum og öllu tilheyrandi var kominn timi til að fara upp í flottu hjónasvítuna.

Um leið og þau gengu þangað inn, sagði brúðurin:

„Ég veit þú verður nærgætinn við mig ástin mín þvi enn er ég hrein mey!

Hann var hreint ekki með á nótunum:

„Hvað segirðu kona? Þetta er ótrúlegt þar sem þú  giftir þig í dag í annað sinn!!

„Jú, alveg rétt, sagði hún.

„En minn fyrrverandi er í Sjálfstæðisflokknum og hann eyddi þessum tíu árum sem við vorum gift í að segja mér hversu kynmök séu holl, góð og nauðsynleg en aldrei kom hann sér að verki,           blessaður.

hahaha


Frumburðurinn 9 ára í dag.

Jæja þá eru komin 9 ár síðan maður neyddist að leggjast inn á Landspítalann.  Kl. 19:27 fæddist hann.  3.208 gr. og 47,5 cm.  En hefur ekki gert annað en að stækka síðan þessi elska.

Við héldum afmælisveislu í gær.  Fámenna og góðmenna enda er það oftast best.  Og var gauinn sáttur og glaður með daginn.  Svo verður pizzaveisla í kvöld .....en auðvitað fékk afmælisbarnið að velja hvað yrði í matinn.....W00t

DSC04213Brauðtertan.

DSC04216Veisluborðið.

DSC04220Verið að syngja fyrir afmælisbarnið.

DSC04218

En jæja þá er best að fara að undirbúa pizzapartýið.

Caio.


Afmæli framundan.

Jæja þá líður að því að frumburðurinn verði 9 ára eða þann 9 feb. og stendur til að halda smá teiti á sunnudaginn fyrir hann.  Ekki ætla ég nú að keppa við kellurnar í sveitinni með hlaðborðið .......enda á ég bara lítið borð fyrir veitingarnar svo það setur manni smá línur hvað varðar úrval og magn.  Var drengurinn því spurður hvað hann vildi hafa af veitingum í sínu afmæli ......þetta er jú hans dagur og til hvers að hafa fullt af tertum sem krakkarnir ekki borða.......?  Þetta er krakkaafmæli og því bera að stíla inn á þeirra smekk ekki satt.  En allavega þá valdi hann nkl það sama og ég hafði hugsað mér að hafa.  Þannig ég slepp vel hvað varðar bakstur.  Þarf ekki að baka nema 1 köku ....afmæliskökuna sjálfa hitt verður allt kalt, sætt eða heitt.  Það sem þarf þá bara að einbeita sér að í staðinn er að taka til og þrífa ........hummmm eins og það sé eitthvað skemmtilegra hahahahaha.....ónei.  En verður að gera engu að síður.  Svo nú skal bretta upp ermar.......eða þannig .......slepp vel alltaf í stutterma hihihihihi...... En einn gamall og góður til að lesa þar til næst.

Ætli það geti verið að þetta eigi við "fjárglæframenn" Íslands?

Að bera fé: Afklæða kind

Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap

Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur

Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur

Fégirnd: Afbrigðileg kynhneigð ( Að girnast sauðfé)

Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket

Féhirðir: Smali

Félag: Lag sem samið er um sauðfé

Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé

Félegur: Eins og sauður

Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki

Fjárdráttur: Samræði við kind

Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé

Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé

Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé

Fjármagn: Þegar margar ær koma saman

Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm- Tóndæmi

Fjármálaráðherra : Yfir smali

Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda

Fjárnám: Skóli fyrir kindur

Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beitt fyrir plóg

Fjársöfnun: Smalamennska

Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin

Fjárvarsla: Það að geyma kindur

Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum

Fjáröflun : Smalamennska


 Lifið heil og njótið.

DSC00868

Afmælisbarnið.

(ekki ný mynd)


Jæja bara kominn febrúar.

Ekki ber á öðru.  Mikið búið að vera að gera í matar og kjötstússi.  Eins hefur maður verið að grípa í blessað fjárbókhaldið en því átti að skila fyrir 1. feb.  Og það tókst.  En um síðustu helgi var loksins farið í að gera kjötfarsið og bjúgun en ekki vannst tími til að klára það fyrir jól enda nóg annað að gera.  Gerði líka smávegis af kjötbúðing líka.  Nú svo var keikt undir þessu í kofa nágrannans og skelltum við nokkrum sviðahausum í reykinn líka ummmm.... reykt svið eru ótrúlega góð.  Nú svo þar sem folöldin voru komin heim þá var ekki seinna vænna en að græja þau.  Og er maður búinn að vera á haus í að græja gúllas, snitzel og steikur.  En folaldakjötið slær flest út.  Svo verður 1 jálkur settur í tunnu og bjúgu.  Já meiri bjúgu.  En þar sem það er jú kreppa þá er um að gera að reyna að nýta þetta.  Og það kreppir að líka í heyforðanum svo það er ekki gáfulegt að vera að ala hross sem ekki eru nothæf.  Svo er næsta mál á dagskrá að taka hrútapjakkana úr svo ekki verði frjálsar ástir fram á vor.  Og ómerkingar í kippuvís sem koma af fjalli í haust.

Afmælisalda gengur yfir en það var farið í afmæli síðasta sunnudag.....um leið og Gunnar kom heim var leikskólaafmæli og það 2falt ......voða fjör og Guðveig sko alveg að fýla sig að fara í afmæli.  Nú svo var annað afmæli í gær en bara fyrir skólakrakkana.  Og var víst voða fjör en ég reddaði fari fyrir Gunnar svo gæti klárað kjöt og bókhaldsbaslið.  Svo líður að því að hér verið haldið afmæli.  Stóri gaurinn að verða 9 ára svo það þarf að halda smá teiti. 

Ææjjj svo er maður bara eitthvað svo andlaus hvað blogg varðar þessa dagana enda eins og allir þá er jú Fésið svo sniðugt og hentugt samskiptaform að maður hefur lítið verið að bloggast.  En ég er ekki hætt neitt að blogg svo hvort sem ykkur líkar betur eða verr þá held ég áfram.  En jæja best að fara og gera eitthvað af viti.

Ciao.

01012009_003


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband