27.5.2008 | 17:39
Einfallt og hrikalega gott.
JÆJA ætla að skella inn smá af uppskriftum af hinu blogginu mínu. Vona að einhverjir hafi ánægju af.
Eplapæja Möggu.
125 gr. smjörlíki
125 gr. hveiti
125 gr. sykur
3-5 epli
kanelsykur
Eplin hreinsuð og brytjuð smátt í eldfast mót. Kanelsykur settur yfir og blandað saman. Smjörlíki - hveiti og sykur handfjatlað saman og sett yfir. Bakað á 180-200 °C í 20-30 mín eða þar til það er tilbúið Þetta er svo gott að bera fram með þeyttum rjóma eða ís.
Athugasemdir
Grrrr .. hljómar bara girnilegt. Ég er hrifinn af öllu sem er með kanel - kanelsnúðar, kanelvínarbrauð eða eplakökur með miklum kanel. Verð að prufa þessa líka.. takk fyrir mig hérna sko! Knúsa þig í kanelsnúð ...
Tiger, 27.5.2008 kl. 17:45
Hey, takk fyrir þetta. Ætla reyndar ekki að nota þessa uppskrift þar sem ég borða eigi sykur...en var sko búin að hugsa og hugsa hvaða köku ég ætti að gera til að taka með í vinnuna (ætla sko að taka köku með á fimmtudaginn...) og datt ekkert í hug...fyrr en ég sá þetta hjá þér, og þá mundi ég eftir ÞESSARI.
Takk og knús...
SigrúnSveitó, 27.5.2008 kl. 19:24
Já þessi er eflaust góð ( ég borða bara ekki eldaðar rúsínur) kannski að maður prófi hana við gott tækifæri (svona þegar sumarið er skollið á fyrir alvöru og sauðburður búinn)
Já það er alltaf gaman að mæta með glaðning í vinnuna. Helvíti ert þú mögnuð að borða ekki sykur úfff ég á nú langt í land með það hehehe....... er eiginlega út á ballarhafi bara hvað það varðar.
Knús á ykkur sælkerar.
JEG, 27.5.2008 kl. 20:09
Takk fyrir þetta ljúfustkannski að maður prófi þetta um helgina með dætrumknús knús og þúsund kossar yfir til ykkar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:14
Ég er svo mikill sykurfíkill að ég hef ekki val...ég bara verð að sleppa sykrinum...annars er hausinn á mér í of miklu fokki...
SigrúnSveitó, 28.5.2008 kl. 07:34
hehehe..... já oki minn haus þolir alveg sykurinn en..... það hefur kannski frekar áhrif á aðra líkamsparta. Held að ég gæti frekar hætt að drekka kaffi en borða sykur svei mér þá. En hver veit nema að einn daginn snúi maður blaðinu við og gerist hollustu gúrú. Það er bara svo ekki ég hihihi..... Enda er hér í sveitinni mikið borðað kjöt og lítið af fisk og kjúlla enda verið að reyna að spara á þessum síðustu og verstu tímum sko.....
En vildi að ég væri eins töff og þú að geta sleppt þessum "óþarfa" Knús á þig.
JEG, 28.5.2008 kl. 09:56
Takk fyrir þetta. Prófa þetta pottþétt
Þórhildur Daðadóttir, 28.5.2008 kl. 11:44
Sniðugt, ætlaði einmitt að losa mig við epli heima hjá okkur....Hef svipuð uppskrift frá James Oliver, þegar hann var ennþá ungur og sætur og rétt byrjaður með þætti í TV. En það á að steikja pínulitið epli í smjöri og púðursykri, svo ofan á er sett blanda í réttum hlutföllum hveiti, sykur og smjörlíki, bætt 2 egg , smá salt, vanilluduft og lyftuduft og bakað. Best með ís.
Renata, 28.5.2008 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.