20.7.2008 | 15:47
Sló í gegn.
Á föstudaginn kíkti við hjá mér ein bloggvinkona mín. Óvænt og skemmtilegt. En það er jú þannig að þegar maður er búinn að lesa blogg hjá einhverjum og sjá myndir af börnunum og sonna þá finnst manni maður þekkja viðkomandi þó maður þekki hann ekki neitt. Allavega þá var tekið smá stopp og sötrað kaffi. Nú þar sem ég gerist stundum svo myndarleg að baka þá bakaði ég jú einmitt með kaffinu Skonsur sem er eitt það vinsælasta hér á bæ. Fengu börnin svo skonsur í nesti og er mikið búið að tala um ágæti þeirra. Þannig að Anna mín nú er bara að fara að æfa sig að baka skonsur þegar maður kemur heim og set ég því uppskriftina hér fyrir þig.
SKONSUR
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsóti
1/2 bolli sykur
2 egg
súrmjólk eða mjólk
Deigið á að vera svipað og vöffludeig að þykkt.(alls ekki þynnra)
Steikt eins og pönnukökur nema á minni hita og hafa frekar þykkar.
Verði ykkur að góðu.
Ég nota aldrei nema 1/2 bolla af sykri þó ég 2faldi uppskriftina eins er ég farin að setja smá matarolíu í deigið.
Athugasemdir
Já ég á einmitt kremuppskrift sem er með kanel og það er sko hrikalega gott. Skelli henni inn síðar. Kannski ég purfi þetta með kanel í skonsurnar.
Ég blanda saman bragðkaffi og venjulegu og finnst það fínt. Fínt að nota kanelinn þegar allt klárast. Sem kemur fyrir þar sem búðin er ekki á horninu.
JEG, 20.7.2008 kl. 17:33
oh vid bara elskum skonsur hér á bæ og ég sem er hundløt ad baka...en thá sjaldan ég lyfti upp sleifinni thá er thad fyrir skonsur.. klikkar ekki med kaffinu sko..og já,i nestid lika.
Eigdu gott sunnudagskvøld i sveitinni kvedja hédan frá mørkinni.
María Guðmundsdóttir, 20.7.2008 kl. 17:52
...ooo... öfund!
sátt segir þú þegar maður er búin að lesa blogg daglega og svona finnst manni að við þekjumst, hihihi...
hafðu gott kvöld í sveitinni
Renata, 20.7.2008 kl. 18:37
Hæ dúllan mín. Takk fyrir móttökurnar. Skonsurnar voru rosa góðar og kaffið maður nammi namm. Eiginmaðurinn er ekki eins mikið fyrir bragðið, vill hafa venjulegt. En mér finnst það alveg æðislegt. En svo kom ég ekki bara við á föstudaginn. Hafði nú vit á að gleyma einhverju svo ég gæti allavega litið við á heimleiðinni líka. En gott að koma heim, þó hafi líka verið gaman í ferðinni.
Unglingurinn fær að prófa að baka á morgun, læt þig vita hvernig gengur
Farin að hvíla mig
Anna Guðný , 21.7.2008 kl. 00:20
Myndarskapur er þetta Maðurinn minn er skonsumeistarinn á þessum bæ og gerir bestu skonsur í heimi. Það væri gaman að smakka þínar líka
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:26
Knús á þig elskulegust
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:59
Þórhildur Daðadóttir, 21.7.2008 kl. 17:00
Hljómar vel með skonnsur, myndi reyndar alveg sleppa sykrinum...kannski prófa hunang í staðinn...en ætla sannarlega að prófa þessa uppskrift. Takk, mín kæra.
Knús...
SigrúnSveitó, 21.7.2008 kl. 18:18
Góða nóttina elsku vinkona mín og megi allar góðar vættir yfir þér vaka og vernda elskan mínþú ert bara æðisleg og ég vil þakka þér fyrir öll hlý og falleg orð elskan mín,þú ert einstök vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 01:32
Jummý sko - ég dýrka skonsur! En, þó ég elski kanelsnúða þá myndi ég aldrei nota kanel í skonsur - en kannski maður prufi að setja smá í kaffið..
Gott að vita að maður fær kannski skonsur með kaffinu sem maður fær kannski í framtíðinni ef maður kíkir kannski í heimsókn til þín - svona áður en maður verður hundraðára eða svo ... er haggi?
Knús á þig gullið mitt og hafðu ljúfa nótt ..
Tiger, 22.7.2008 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.