Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Sá tíundi...

Tíundi var Símaníðir,
sá herjar oft á mann.
Seint, er tók að dimma,
hann tækifæri fann.

Símasölu á kvöldin,
- úr sófa reif mann upp,
á lífeyri og kaskó,
svo könnun frá Gallup


Sá níundi

Níundi var Tyggjóklínir,
sem tyggur dag og nótt.
Hann gildrur setur oft,
svo manni er ei rótt.

Bak við hluti og undir,
bæði borð og stóla.
Fara tyggjó blettir
í buxur, skó og kjóla


Sá áttundi

Græjuglamur, sá áttundi,
með garg sem allir heyra.
Hann bassa og læti hækkar,
svo blæðir út úr eyra.

Hann rúntar alla götur
og gellur kallar á.
En bara fær þær tómu,
Sem bílinn vilja sjá.


Sjöundi...

Sjöundi var Hurðadældir,
sá fór úr bíl í æði.
Svo fólk fékk slæman glaðning,
er fór það út á stæði.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó vandamanna bíla
var kominn rispa í.


Sá sjötti.

Sá sjötti, Reykjablæsir,
er svaka siðlaus.
Hann rétt sér út úr augum,
því reykský hylur haus.

Nær aska hans víða,
nema í öskubakkann.
Hann strompar kringum alla
og hóstar beint á krakkann
.


Sá fimmti.

 

Fann þessar skemmtilegu "nýju" jólasveinavísur.  Hér er sá fimmti en ég set svo allar vísurnar inn að lokum.

Sá fimmti, Veggjaníður,
er veruleikafirrtur,
Yngstur af öllum sveinum
og oftast illa girtur.

Hann spreyjar alla fleti
með speki sinni og visku.
Trúir með skemmdaverkum,
tolli hann í tísku.


Sjáðu mamma.....

 Sjáðu mamma!” kallaði Danni litli, “Það er hreindýr í bakgarðinum!”

Mamma Danna leit út um gluggann og sagði, “Heyrðu mig nú Danni, þú veist fullkomlega að þetta er hundurinn hans herra Jósefs.” Nokkrum mínútum seinna kallaði Danni litli aftur upp, “Sjáðu mamma! Það er Jólasveininn!” Mamma Danna leit út um gluggan og svaraði nú ergilega, “Danni, þú VEIST að þetta er herra Jósef! Farðu nú inn í herbergið þitt og biddu til Guðs að fyrirgefa þér fyrir þessar lygar!” Leiður, fór Danni upp í herbergið sitt.

Nokkrum mínútum seinna kom hann hlaupandi niður stigann og kallaði: “Sjáðu mamma! Það snjóar!” Mamma Danna varð verulega pirruð núna “Daníel! Þú VEIST að það er ekki að snjóa! Það er miður júlí! Farðu nú og biddu Guð að fyrirgefa þér lygarnar!” Þegar hún fylgdi syni sínum aftur upp, varð henni óvart litið út um gluggann - og það var satt! Það var í raun og veru snjókoma! “Ég trúi þessu ekki!” hrópaði hú upp yfir sig, “Það er í raun snjókoma í júlí!” Þá svaraði sonur hennar: “Ég veit! Þegar ég var að biðja til Guðs vegna herra Jósefs og hundsins hans, varð Guði litið á þá og hélt að það væru komin Jól!”


Snjókorn falla.....

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_634733404_1219539534_beautiful_day_wishes

Ekki hætt að blogga bara busy woman.....:)

Rétt svona til að láta ykkur vita þá er ég ekki hætt að blogga sko ......sleppið nú ekki við það neitt..... GetLost

En eins og síðasta færsla bar með sér þá skrapp ég suður að versla og jú gékk það vel.  Gat reddað svo til öllu en sumt var bara hreinlega ekki til svo það reddast síðar.  Hefði viljað hafa meiri tíma en það var ekki  í boði svo ég gaf mér ekki tíma í neitt auka stúss eins og kaffiheimsóknir sem alltaf er verið að krefja mann um.  En svona er lífið .....eintóm kapphlaup við klukkuna.  Ég er svo viss um það að hún gengur hraðar þarna fyrir sunnan en hér í sveitinni .....allavega þegar ég er í bænum.  Maður er varla kominn inn í einhverja verslun þegar maður sér að maður ætlaði að vera kominn í þá næstu.  Að loknu verslunarflækinginum á miðvikudaginn var farið heim til systu og gist.  Nú svo var mætt niður á BSÍ kl 11:00 til að sækja pakka með "hrútasæði" sem var verið að panta sérstaklega af Suðurlandinu og ferðin meðalannars gerð út á.  Brunað svo með smá stoppi hér og þar að pikka upp eitt og annað sem vantaði í viðbót á leiðinni heim.  Rétt skreið heim á undan strákunum úr skólanum.  Rústaði öllu út úr bílunum sem ég hafði notaben helling fyrir að raða inn svo færi sem best um allt.  Þrumaði í fjárhúsin .....skipti auðvitað um föt .....maður fer jú ekki í betrigallanum í húsin..... og hjálpaði gamla að hlaða sæðingabyssuna.  Og svo þurfti að ganga frá öllum herlegheitunum sem ég var búin að handfjatla hvað eftir annað ....í körfuna...í poka....í bílinn ....úr bílnum og halló líka í skápa og hillur takk því þetta bara gerist ekki sjálft.  Nú svo í dag er allt búið að vera á fullu í að flokka rollurassa svo og hleypa til en það hafðist að koma 5 hrútum í í dag.  Og heldur brjálæðið áfram á morgun.  Ættum að ná að klára það sem þarf svona í fyrstu lotu.  Þannig að nú ætla ég að fara og skoða tilboðin í draumalandi ....góða nótt allir.  

2e7d359218055f5ba4477bcd6c179e67


Farin....!

Í bæinn að spreða peningum......eða þannig.   Nei nei farin suður að versla inn fyrir jólin og svo þarf jú að kaupa jólagjafir handa liðinu.  Ekki má láta það fara í jólaköttinn.

Skjáumst síðar.

pakka kall


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband