Prjónafár.....!

  Jæja þá er loksins búið að komast að því hvað var að stríða mér ....!  Það var greinilgega of mikið mál fyrir blogghönnuðinn að setja inn meldingu um að láta athugasemd koma á skjáinn um að myndplássið væri fullt og til að setja inn fleirri gæti ég keypt meira pláss.......Devil   En alla vega þá datt mér þetta einhverra hluta vegna í hug og reyndist grunur minn réttur......þó svo ég væri nú ekki búin að vera eitthvað að dæla inn myndum.  En ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga var einmitt sú að ég gat ekki sett inn myndir .....en nú hef ég ekki þá afsökun lengur :) *hóst* svo nú skal bloggað....allavega smá. 

En þar sem ég fór að prjóna fyrir jólin ......já jólagjafirnar sko ....þá var ekki hægt að ætla bara að hætta svo fyrst maður  var kominn í gírinn og prjónapúkinn kominn heim :)   Nei það gékk ekki .....svo mín fór suður að versla garn .....því það var nú ekki ýkja mikið til nema eitthvað smávegis af hinu og þessu ....aðalega afgangar....sem btw getur verið gott að eiga :)  Og þar sem ég er ekki mikið fyrir að pannta garn sem ég ekki þekki nákvæmlega þá ákvað ég bara að skjótast ....þurfti hvort eð er í búðina og sonna :)   Að þessu sinni var ákveðið að fjárfesta í Lopa ....þar sem hann er jú ódýrastur en þar sem ég er jú alltaf dáldið spes þá varð ég að auka kostnaðinn með því að ákveða að vilja prjóna úr 1földum plötulopa og eingirni ....sem er sosum ekkert að.  Nú þá var komið að því að fylla vel á forðabúrið og var tekinn slatti af þessu og slatti af hinu :)  

dsc05210_972833.jpg

 Já svona leit þetta út þegar búið var að vinda saman band og lopa.....eða "binda" eins og Guðveig sagði :) 

dsc05212.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Nú næsta mál var að ákveða hvað ætti að prjóna......og eftir miklar pælingar var þetta niðurstaðan.......

dsc05213.jpg

  dsc05214.jpgPils á Guðveigu og það urðu sko að vera blóm og ekkert múður takk.

 

 

 

dsc05217.jpg Déskoti flott bara :)

Annars fjárfesti ég mér í Knit Pro prjónasetti um daginn ......jább nú ætlar maður að þykjast vera alvöru prjónari.....en ég ætlaði nú ekki að kaupa slíkt strax þar sem þau kosta nú smá pening.....en ég bara gat ekki sleppt því þegar það var á tilboði :) .....það hefði bara verið skandall.  Og nú er ég að prjóna Magic Loop aðferðina .....en bara með 1 stk ......en þau verða 2 tekin í einu ......bara ætla að byrja með einfaldar stikki en stúkur með úrtöku hægri vinstri :)  Allavega ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér á þetta prjónasett ......þetta er snilld.....að þetta skuli ekki hafa verið lööööööngu komið í tísku :) Jæja nóg að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geggjað flott hjá þér vinkona. Og hvernig finnst þér svo prjónarnir? Ertu sammála mér að þeir séu vel þess virði?

Knús áþig snillingur

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: JEG

Takk sæta.  Heyrðu já ég er sko alveg að fýla þessa prjóna.....hef aldrei átt né prjónað með tréprjónum en þeir eru æði.  Það sem ég elska mest eru snúrurnar :) og þó það sé ókostur að missa þessi skil sem koma á 5prjónum .....svo gott að nota það sem merki :) .....að þá er ég fljótari með MagicLoop aðferðinni en ætla að purfa eitthvað einfalt til að byrja á með 2stk í einu :) ....bara svo ég klúðri ekki miklu :)

S.s. hverrar krónu virði :)

Knús back to you.

JEG, 22.3.2010 kl. 14:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rosalega er þetta flott JEG mín.  Fallegir litir líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:52

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Flott pils! Snilli :)

SigrúnSveitó, 30.3.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband