4.5.2008 | 13:56
Á barnum
Hræðilega ljótur maður sat á barnum og drakk þegar kunningja hans drífur þar að.
Kunninginn er algjör andstæða við þann ljóta, hefur leikið í fjöldanum öllum af undirfataauglýsingum og er almennt
sjálfsöruggur vegna útlitsins.
Hann sest hjá þeim ljóta og þeir byrja að spjalla.
Fjótlega koma þeir auga á eina gullfallega við barinn.
Sá myndarlegi segir: Djöfull væri ég til í þessa maður!
Láttu vaða, segir sá ljóti.
Ekki séns, segir hann, ég er búinn að margreyna, en hún fer ekki heim með neinum.
Sá ljóti segir þá: Ég hugsa að ég fengi hana með mér heim ef ég reyndi.
Hinn fer að hlæja: Af hverju heldurðu að hún vilji fara heim með þér þegar hún hefur neitað nánast öllum hérna í bænum?
Þar á meðal mér.
Veðjum. 5000 kall að hún fer með mér heim, segir ljóti gaurinn.
Tek því.
Flott. Skildu bara peninginn eftir hjá barþjóninum. Ég sæki hann seinna. Svo gengur hann upp að þeirri fallegu, talar við
hana í nokkrar sekúndur og fyrr en varir er hann á leiðinni út af barnum og hún fylgir fast á eftir.
Hinn trúir þessu ekki, fer til barþjónsins og spyr: Hvað sagði hann eiginlega við hana?
Hann sagði nú ekki mikið, segir barþjóninn. Hann sagði eitthvað um að það væri fallegt veður til að fara út að labba .
Svo sleikti hann á sér augabrúnina og gekk út.
~~~~~~
Athugasemdir
SigrúnSveitó, 4.5.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.