6.5.2008 | 23:41
Valið!
Ég átti þrjár vinkonur, en ég var ekki viss um hverri þeirra ég ætti að giftast. Til að auðvelda mér valið gaf ég þeim 500 þús. hvorri til að sjá í hvað þær eyddu þeim.
Sú fyrsta fór út og fór í algera yfirhalningu. Keypti sér ný föt, fór á hárgreiðslustofu, handsnyrtingu og fótsnyrtingu semsagt allann pakkann.
Þegar hún kom aftur sagði hún: Ég eyddi öllum peningunum í mig þannig að þú yrðir ánægður með mig af því að ég elska þig svo heitt.
Ég varð mjög hrifinn og æstur og við áttum saman yndislegt kynlíf alla nóttina.
Næsta fór út og keypti golfsett, DVD geislaspilara, flatsjónvarp og heimabíó.
Þessi yndislega kona horfði í augun á mér og sagði: Ég keypti þetta fyrir þig af því að ég elska þig svo mikið.
Við áttum síðan saman yndislegt kvöld og horðum á nýju græjurnar.
Sú þriðja fór út og keypti hlutabréf fyrir alla peningana og tvöfaldaði verðgildi þeirra. endurgreiddi mér og fjárfesti aftur fyrir afganginn.
Hún sagði: Ég fjárfesti aftur af því að ég elska þig og vil tryggja okkur örugga framtíð.
Hún er vel efnuð og hún getur gefið mér lystisnekkju.
Ég velti því fyrir mér vel og vandlega hvernig þær hefðu varið peningunum og ákvað síðan að giftast þeirri sem hafði stærstu brjóstin.
Athugasemdir
Þetta er alveg það sama og ég geri, best að velja flottasta mjólkurbúið.. hehaha!
Ótrúlegt hvernig mennirnir hugsa og framkvæma hlutina stundum, en svona er þetta - við erum eins misjöfn og við erum mörg. Ég hefði reyndar bara tekið þær allar mér fyrir eiginkonur.. *sælubros*.
Tiger, 7.5.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.