8.5.2008 | 14:31
Betra að hugas áður en maður talar
Ósköp venjulegt samtal við morgunverðarborðið:
Hún: Hvað myndirðu gera ef ég yrði skyndilega bráðkvödd
Hann: Ég myndi syrgja þig mjög mikið
Hún: Hvað lengi?
Hann: Mjögt lengi!
Hún: Af hverju?
Hann: (Mjög alvarlegur á svipinn) Af því að ég elska þig mjög mikið og að missa þig yrði mjög sárt, þessvegna!
Hún: (með smábros á vörum) Æ en sætt. Mundirðu gifta þig aftur?
Hann: (svarar hiklaust) Nei.
Hún: (móðguð, nei er nefnilega ekki alveg rétt svar, maður þarf að hugsa sig um og segja svo nei)
Af hverju ekki? Hefurðu almennt eitthvað á móti hjónaböndum?
Hann: Á engan hátt. Við erum gift ekki satt?
Hún: Þú meinar sem sagt að þú mundir gifta þig aftur?
Hann: (Skynjar að samtalið er á leið í ógöngur, ræskir sig lítilsháttar) Hmm, Þegar ég er búinn að syrgja þig lengi og lífið er að öðlast merkingu að nýju þá gæti það kannski hugsast.
Hún: Mundirðu sofa með henni í rúminu okkar?
Hann: Það gæti svo sem verið.
Hún: Mundirðu þá hafa mynd af henni á náttborðinu í staðinn fyrir mynd af mér?
Hann: Ætli ég myndi ekki bara hafa mynd af ykkur báðum.
Hún: Þú myndir þá væntanlega gera það með henni í rúminu okkar
Hann: (sýpur á kaffibollan greinilega hálfóstyrkur, samtalið er greinilega komið í verulegar ógöngur)
Það myndi líklega enda með því, já.
Hún: Mundirðu líka spila golf með henni?
Hann: Ja, það gæti svo sem alveg verið
Hún: Fengi hún þá að nota kylfurnar mínar?
Hann: Nei, Hún er örfhent.
Hún: ??????
ÚPS!
Athugasemdir
Hahaha ... jamm stundum er nú betra að segja bara sem minnst sko! Knús í nóttina ...
Tiger, 9.5.2008 kl. 03:16
SigrúnSveitó, 9.5.2008 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.