12.6.2008 | 10:02
Hika er sama og að tapa
Þetta fær mann svo sannalega til að hugsa og pæla.
Gríptu tækifærið.
Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír:
"þetta er engin venjulegur pakki." Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru.
Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8eða 9 árum síðan.
Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund. Eða.... ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkann hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfarastofuna, konan hans var nýlátin.
Hann snéri sér að mér og sagði: "það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund." Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu. Núna les ég meira og þríf minna. Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu. Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni. Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi. Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina ef mig langar til þess. Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til. Orðin "einhverntímann" og "einhverndaginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá, hlusta og gera það núna. Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur engin vitað.Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini. Hún gæti jafnvel hafað kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur. Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn. Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf.....bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa....."einhverntímann." Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess að ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau. Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar. Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstakur dagur. Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök. Ef þú færð þetta bréf þá er það vegna þess að einhverjum þykir vænt um þig og vegna þess, sennilega, að þarna úti er einhver sem þér þykir líka vænt um. Ef þú ert of upptekin til að senda þetta til annarra og segir við sjálfa þig að þú munir "senda þetta við tækifæri" mundu að "einhverndaginn" er langt í burtu......eða kemur kannski aldrei.......
Það er svo mikið til í þessari sögu og maður ætti að taka hana alvarlega og pæla í henni. Ég pældi töluvert í henni og það má segja að ég lifi fyrir daginn í dag eins og alkarnir gera, þó ég sé engin alki.
Þú lifðir daginn í gær og hann tilheyrir fortíðinni þar sem hann er liðinn. Þú átt daginn í dag og farðu vel með hann og gerðu það sem þig langar. Þú átt ekki daginn á morgun því hann er ekki kominn og tilheyrir framtíðinni, og veist ekkert hvort hann kemur.
Ég þarf svo sem ekkert að bollaleggja þetta meir.
Njótið lífsins á meðan þið getið það. Því það getur verið of seint á morgun.
Skjáumstum sæta fólk.
Gríptu tækifærið.
Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír:
"þetta er engin venjulegur pakki." Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru.
Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8eða 9 árum síðan.
Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund. Eða.... ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkann hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfarastofuna, konan hans var nýlátin.
Hann snéri sér að mér og sagði: "það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund." Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu. Núna les ég meira og þríf minna. Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu. Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni. Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi. Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina ef mig langar til þess. Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til. Orðin "einhverntímann" og "einhverndaginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá, hlusta og gera það núna. Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur engin vitað.Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini. Hún gæti jafnvel hafað kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur. Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn. Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf.....bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa....."einhverntímann." Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess að ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau. Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar. Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstakur dagur. Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök. Ef þú færð þetta bréf þá er það vegna þess að einhverjum þykir vænt um þig og vegna þess, sennilega, að þarna úti er einhver sem þér þykir líka vænt um. Ef þú ert of upptekin til að senda þetta til annarra og segir við sjálfa þig að þú munir "senda þetta við tækifæri" mundu að "einhverndaginn" er langt í burtu......eða kemur kannski aldrei.......
Það er svo mikið til í þessari sögu og maður ætti að taka hana alvarlega og pæla í henni. Ég pældi töluvert í henni og það má segja að ég lifi fyrir daginn í dag eins og alkarnir gera, þó ég sé engin alki.
Þú lifðir daginn í gær og hann tilheyrir fortíðinni þar sem hann er liðinn. Þú átt daginn í dag og farðu vel með hann og gerðu það sem þig langar. Þú átt ekki daginn á morgun því hann er ekki kominn og tilheyrir framtíðinni, og veist ekkert hvort hann kemur.
Ég þarf svo sem ekkert að bollaleggja þetta meir.
Njótið lífsins á meðan þið getið það. Því það getur verið of seint á morgun.
Skjáumstum sæta fólk.
Athugasemdir
Flott lesning og mikið rétt.Örugglega margir eftirlifandi makar sem finna "eitthvað sem á að geyma til sérstaks tíma" þegar verið er að ganga frá eftir hinn látna.
Hafðu það annars gott í dag.
Keyrði ég ekki framhjá þér á leið norður úr fríinu?
Anna Guðný , 12.6.2008 kl. 10:18
Jú þú kemst víst ekki hjá því að keyra framhjá mér á leið norður *hóst* eða næstum því. Veð bráðum við "Þjóðveg 1"
Jammm.... svo er nú það...... Knús á þig líka og njóttu dagsins.
JEG, 12.6.2008 kl. 10:36
fyrir thessa gódu og thørfu áminningu. Held ad thessi verdi aldrei threyttur..madur er alltof oft ad flýta sér gegnum dagana og nýtur í raun einskins kvedja i daginn thinn
María Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:53
Yndislegt að minna okkur á þetta, en kæra JEG, ég er reyndar löngu farin að lifa eftir þessu, er líka búin að bursta, henda og gefa allt sem er ekki að gera neitt fyrir mig lengur. takk fyrir mig
Knús Milla.
Ps. getur þú sagt okkur hvar við þjóðveg eitt þú verður.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 17:01
Það er verið að gera nýjan kafla á þjóðvegi 1. Sem kostar að 2 brýr detta út, 2 veitingaskálar detta út og nýr skáli rís í staðinn.
Set inn mynd síðar sem sýnir ykkur kannski aðeins meira af þeim stað sem ég bý á en ætla ekki að nefna neitt svona til að hafa smá spennu í þessu
Knús á þig Milla mín og takk fyrir innlitið.
JEG, 12.6.2008 kl. 17:16
Æi þú ert nú algjört yndi
Heiða Þórðar, 12.6.2008 kl. 21:28
Hm... Nýr N1 skáli að koma sem sagt. Man hver önnur brúin er, en hver er hin??
Bíddu, eru þær tvær þarna? Ótrúlegt var þarna fyrir 2 dögum og man það ekki.
Anna Guðný , 12.6.2008 kl. 22:02
Þú býrð sem sagt í Hrútafirðinum, ekki erfitt að sjá það af myndunum þínum af börnunum með hana ljúfu.
maður verður nú lengi að venjast því að geta ekki stoppað á brú, þar hef ég stoppað síðan ég var barn, þá var brú bara lítill skúr.
Á meðan konurnar í sveitinni sáu um brú var ekki hægt annað en að stoppa og fá sér heimatilbúin mat er við vorum á leið í Víðidalinn.
Í dag stoppar maður helst hvergi því það er bara óæti sem maður fær, eða sko það sem mér finnst.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.