18.6.2008 | 23:37
Ef karlrembur réðu heiminum.
1. Það yrði margfalt auðveldara fyrir pör að hætta saman.. mar myndi klappa henni á rassinn og segja "gangi þér betur næst"...
2. Ófrjósemispillur myndu fylgja með bjórkippum
3. Valentínusardagurinn yrði færður til 29. Febrúar.
4. Ruslið færi með sig sjálft út.
5. Verzlunarmannahelgin yrði 4 sinnum á ári.
6. Fólkið sem sér um þáttinn "milli himins og jarðar" yrði allt bundið aftaní steypubíl og keyrt framaf bryggju í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu
7. Einu þættirnir aðrir en "Ensku mörkin" yrðu "Ensku mörkin - frá öðru sjónarhorni"
8. Í staðinn fyrir bjórbvömb fengir þú bjórvöðva
9. Það yrði ekkert mál að leigja sér skriðdreka.
10. Kvenfólk yrði alltaf nakið þegar það kæmi fram í sjónvarpi
11. Þegar löggan myndi stoppa þig til að sekta þig þá yrði það svona.. Lögga: Veistu hversu hratt þú keyrðir? Þú: Úff... það eina sem ég veit að ég sullaði bjórnum mínum útum allt. Lögga: Góður! 75% afsláttur fyrir þig!
12. Allir karlmenn fengu 4 sjénsa áður enn þeir yrðu dæmdir í fangelsi fyrir nokkurn hlut.
13. Það myndi sjálfvirkt slitna sambandið í símum eftir 30 sekúndur.
14. Allir vinningshafar í öllu myndu fá að drepa og éta alla keppinautana sem töpuðu!
15. Það yrði fullkomlega löglegt að stela sportbílum ef þú bara skilar þeim fullum af bensíni daginn eftir
16. Ef kærastan þín þyrfti virkilega að tala við þig á meðan það er leikur í sjónvarpinu, þá myndi birtast lítil mynd af henni neðst í horninu á sjónvarpinu í hálfleik.
17. Að kinka kolli og líta á úrið myndi gilda sama og að segja "ég elska þig"
Sjitt! Ég vona að þeir nái aldrei yfirráðum!!!
Athugasemdir
Hehe
Anna Guðný , 19.6.2008 kl. 01:47
hahahaha
hafðu það gott í sveitinni í dag!!!
Renata, 19.6.2008 kl. 08:13
Æ, já ég vona það líka.
Knús og kveðjur
Þórhildur Daðadóttir, 19.6.2008 kl. 11:19
Þessi er góður með fullt af staðreindum........ knús úr kefló
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 19.6.2008 kl. 13:21
hahahahahaha,nokkud til i thessu sko!!
eigdu gódan dag knus i sveitina.
María Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.