Hvenær verða börn gelgjur?

Ég er búin að pæla örlítið í þessu með á hvaða aldri börn verða "gelgjur" en það virðist vera að það sé ekki nokkur regla þar á. Gunnar sem er 8 ára er sko fyrir lööööööngu síðan farinn að taka takta sem minna á "gelgjutakta"
HALLÓ hann er bara 8 ára.
En svona þegar maður kannar málið nánar kemur í ljós að það er bara "normal" já takk normal  (ekki man ég til þess að þetta byrjaði fyrr en í gaggó þegar ég var ung)  En svona breitast tímarnir.
En svona til að kóróna allt þá tekur sá litli sko "gelgju takkta líka eins og stóri bróðir. Já flótur að læra blessaður.

Niðurstaðan er því sú að hann verður þá kannski búinn með "gelgjutaktana" um fermingu. 
FRÁBÆRT.

Gunnar flotti 
Gunnar Þorgeir.


me sólgelraugu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já Sigrún við erum ríkar   Minn vill ólmur enn svona myndastígvél. En það eru gelgjustælarnir sem eru farnir að verða dáldið áberandi. Nenni ekki gírinn og þannig sko. Minnir óneitanlega á ungling stundum hehehe......

Knús til þín.

JEG, 5.7.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: JEG

Hahahaha..... Já þeir eiga eftir að þurfa að kingja stórum bita blessaðir. Minn er nú líka alltaf að tala um að ég sé svooooo vond en ja sko svo er það bara bull og hann étur það með bestu list. Bitarnir eru nú ekki orðnir ofvaxnir enn. En stækka.

Minn vill oft bara far til pabba síns en samt er hann ekki tilbúinn að fórna því sem hann hefur.

Knús á þig.

JEG, 5.7.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: SigrúnSveitó

úff, minn eldri gaur fór alvarlega á gelgjuna alveg í kringum 6 ára afmælid sitt og er enn mega-gelgja núna tegar hann er ad verda 8 ára...

Yngra stelpuskottid hins vegar...fædd gelgja...og ég sé fram á nokkur ár í vidbót...svona midad vid reynslu af eldri stelpunni...

Gangi ykkur allt í haginn í sveitinni.

Luv...

SigrúnSveitó, 5.7.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Renata

Hef ekki hjálpað þér við þessa pælingu, átti dóttir til 11 ára, eftir það vaknaði ég við að nú hef ég einhverskonar púka og hún er orðin 15 ára, og ekkert á leiðinni að breytast í góða mömmustelpu sem bakaði með mér.

Renata, 5.7.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Anna Guðný

Unglingurinn minn byrjaði á gelgjunni 3.ára. Skellti hurðum , kom svo fram nokkru seinna og sagði: Ég var að jafna mig. Svo er þetta búið að vera af og til síðan. Er ekki frá því að það sé að minnka núna þegar hún er 13. En litla valkirjan, ja við skulum bara segja að það er ekki að ástæðulausu sem ég kalla hana valkirju. Gaurinn er farinn að hafa áhuga á fötum og það finnst mér bara fínt. Hann vill að vísu hneppa öllum skyrtum og troða bolum niður í buxnastrenginn. Annars erum við nokkuð sammála.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 5.7.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er til eitthvað sem kallast fyrra gelgjuskeið..... hélt að eitt væri nóg

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband