6.7.2008 | 00:50
Gott að trúa.
Gott að trúa
Gömlu hjónin Gummi og Sigga sátu í ruggustólunum á veröndinni
og voru að hlusta á séra Jón í útvarpinu. Séra Jón sagði:
Leggið vinstri höndina á þann hluta líkamans sem þið viljið láta lækna,
réttið hægri höndina upp í loftið og segið: ég trúi, ég trúi og þið munuð læknuð verða.
Nú Sigga lagði vinstri höndina inn undir blússuna, yfir gamla, þreytta hjartað og lungun
, lyfti hægri hendinni upp og hróðaði: ég trúi, ég trúi.
Gummi horfði á hana eins og hún væri eitthvað skrýtin en sjá:
Sigga gamla fór að eiga mun auðveldara með andardrátt,
hjartslátturinn varð hraustlegri,
hún fékk lit í kinnarnar og fór að rugga sér tvisvar sinnum hraðar en áður.
Gummi yppti öxlum og hugsaði svo: því ekki? Svo hann lagði
vinstri höndina niður í klofið á buxunum sínum.
Þegar hann var svo að lyfta hægri hendinni sagði Sigga.
Gummi, hann sagði lækna, ekki reisa upp frá dauðum.!!!
Athugasemdir
Þessi er nú með eim betri sem ég hef lengi.
Anna Guðný , 6.7.2008 kl. 12:46
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.