6.7.2008 | 23:17
Bloggvinaflug
Það má eginlega segja sem svo að ég hafi fengið bloggvinahitting en þó ekki um helgina. En einn af mínum bloggvinum kíkti á mig en þó ekki. Jú sko það er nefnilega þannig að hann stundar ansi skemmtilegann ferðamáta og svífur yfir landið á "flugdreka" eða "fisi" og tekur magnaðar myndir svo að maður gersamlega situr dáleiddur við tölvuna og skoðar landið frá sjónarhorni sem hinn almenni landi sér ekki. Magnað alveg hreint. En hann og félagar hans stoppuðu einmitt í Brú til að taka bensín og rétta úr sér. Vissi ég að hans væri von þar sem ég fékk svar í kommenti á hans bloggi um að hann væri að leggja í hann.
Svakalega væri ég til í að ferðast svona.
Veit ekki hvort þetta er akkurat hann en allavega einn af þeim.
Athugasemdir
fæ nú bara i magann ad horfa á svona er svo suddalega lofthrædd...myndi bara gera i buxurnar sko...
en hafdu gódan mánudag i sveitinni og góda viku bara
María Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 10:16
..kannski vil þín Bloggvinur Fljúgandi að bjóða mér með í svona flug?
hafðu það gott í sveitó...
Renata, 7.7.2008 kl. 13:35
Ég ætla ekki að fljúga yfir hjá þér en kanski ef allt gegnur þá keyri ég framhjá með nýja fellihýsið mitt
knús úr kefló.
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 7.7.2008 kl. 17:18
Ég verð lofthrædd bara að horfa á svona. Hef einu sinni farið í kláf og hélt ég myndi ekki hafa það af. Mér myndi trúlega líða svipað í þessu tæki.
Hafðu það gott.
Anna Guðný , 7.7.2008 kl. 22:01
Hér koma myndir úr umræddri ferð þar sem flogi var um Vestfirði og m.a. gist á Laugarbakka í Miðfirði. Myndin er af TF-108 (Lárus Halldórsson)
Flugmenn og flygildi í ferðinni voru
KPS TF-133
Þórhallur Óskarsson TF-159
Emil Guðjónsson TF-111
Lárus Halldórsson TF-108
Frosti Heimisson TF-134
Elvar Antonsson TF-149
Reykjavík - Norðurárdalur - Brú - Hrútafjörður
Myndir
http://www.photo.is/08/07/3/index.html
GPS slóði
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=160009
Brú - Hólmavík - Gjögur - Norðurfjörður - Drangajökull - Steingrímsfjörður - Hvammstangi
Myndir
http://www.photo.is/08/07/4/index.html
GPS slóði
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=160011
Laugarbakki - Húsafell - Glymur - Reykjavík
Myndir
http://www.photo.is/08/07/5/index.html
GPS slóði
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=160012
Þetta var frábær ferð þrátt fyrir smá þoku á köflum
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.7.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.