11.7.2008 | 00:05
Sumarnótt
Rakst á þetta fallega ljóð á netinu og langaði að deila því með ykkur kæru bloggvinir.
Og yrði suðrænt sólskin
á sumardegi björtum
of heitt tveim ungum hjörtum,
þá heldur ekki brást það,
að nóttin kæmi að austan
með fangið fullt af stjörnum
handa feimnum jarðarbörnum
til að unnast við og dást að. T.G.
Athugasemdir
knus i sveitina
María Guðmundsdóttir, 11.7.2008 kl. 04:39
Takk, fallegt sumarljóð
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 09:09
Hæ,
Þar sem lítið sást til þín, þá var ekki hægt að bjóða þér í flug :|
En hér koma myndir úr ferðinni, sá að þú varst með mynd af einum félaga okkar úr flugferðinni um Vestfirði og Hrútafjörð.
Hér koma myndir úr umræddri ferð þar sem flogi var um Vestfirði og m.a. gist á Laugarbakka í Miðfirði. Myndin er af TF-108 (Lárus Halldórsson)
Flugmenn og flygildi í ferðinni voru
KPS TF-133
Þórhallur Óskarsson TF-159
Emil Guðjónsson TF-111
Lárus Halldórsson TF-108
Frosti Heimisson TF-134
Elvar Antonsson TF-149
Reykjavík - Norðurárdalur - Brú - Hrútafjörður
Myndir
http://www.photo.is/08/07/3/index.html
GPS slóði
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=160009
Brú - Hólmavík - Gjögur - Norðurfjörður - Drangajökull - Steingrímsfjörður - Hvammstangi
Myndir
http://www.photo.is/08/07/4/index.html
GPS slóði
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=160011
Laugarbakki - Húsafell - Glymur - Reykjavík
Myndir
http://www.photo.is/08/07/5/index.html
GPS slóði
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=160012
Þetta var frábær ferð þrátt fyrir smá þoku á köflum
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.7.2008 kl. 09:15
Knús knús og bestu óskir um góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.