Balabað er lausnin.

Þar sem baðherbergið okkar er mjög lítið þá er ekki hægt að troða þar inn baði svo það er bara stór sturta. En þar sem að það er ekki í tísku að vera með djúpa sturtubotna lengur þá er bara tásugrunnur botn svo það þarf að hafa önnur ráð til að börnin geti sullað í baði. Nú það var snilldarlausn að fara í bað í bala fannst Litla manninum  og vill helst dvelja þar tímum saman. Ó  já er sko að slaka á segir hann. En þetta er bali Litlu konunnar en þegar sullið varð of spennandi þá varð að hætta að nota skiptiborðið. (en það er bað undir) Nú jæja þar sem Litli maðurinn er að fara í bað vill sú stutta ólm með í sturtu en hún sælir stíft inn á baðherbergið annað hvort til að pissa í klósettið eða til að fá að fara í sturtu. (pihh pihh eða duhduh) Já hún er farin að tala helling (eða þannig) gerir sig skiljanlega því það eru mörg orð sem skiljast. En skvísan fékk að fara í bað með bróa.

DSC03221
Hey hvað ertu með þarna???
Svo eftir heilmikið pot og tog kom.....

DSC03212
Systkinaknús.

Stóri maðurinn fór með pabba sínum í morgun í smá ferð. En pabbi hans er að rútast um með túrista og var á leið á Strandir og hafði tök á að taka hann með. Svo er bara að vona að þeir fái gott veður svo að hann nái 4 dögum með honum en það gætu orðið bara 2 dagar en sjáum til. Góða ferð feðgar.

ButterflyThoughts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 ædisleg mynd af theim i balanum. Thetta gerum vid hér lika, sú stutta i balanum i badi og fílar thad vel vildi stundum óska ad væri til STÓR bali handa mér ad liggja i sko kannski bara útá stofugólfi..hehe..

En knus i sveitina og hafdu thad gott 

María Guðmundsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Þau eru svo sæt. Ég á einmitt við sama ,,baðvandamál" að stríða.  Baða litluna í bala en frumburðurinn fer bara í sturtu. 

Væri samt alveg til í að hafa RISASTÓRA baðið og sturtuna með útvarpinu sem við höfðum á síðasta stað sem við bjuggum á.  En koma tímar, koma ráð.

Þórhildur Daðadóttir, 12.7.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Anna Guðný

Vá hvað þetta er flott mynd af þeim.  Og vonandi ná þeir feðgar góðum tíma saman.

Anna Guðný , 12.7.2008 kl. 22:54

4 identicon

Ég vissi ekki ad þessari síðu, fann hana í gegnum síðuna hjá tengamömmu (christinemarie.blog.is)

Æðisleg mynd af þeim, ekkert smá krúttleg :)

Á eftir að kíkja inn oft oft,

knús á línuna ..

SandraJóhannsd úr Borgarnesinu

Sandra :) (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

hæ krútta. Hvað þetta eru yndisleg systkin. Hvar áttu svo heima þegar ég keyri framhjá með nýja fellihýsið mitt jamm keypti svoleiðis og fer vestur næstu helgi og svo norður þar næstu

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 13.7.2008 kl. 01:08

6 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

ertu með msn?

gudrunanna32@hotmail.com 

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 13.7.2008 kl. 01:15

7 Smámynd: Tiger

  Alveg yndislegar myndir hjá þér - þau eru dásamlega falleg þarna í balanum systkynin!

Ég fór nú sjálfur í bala þegar ég var yngri - hafði sko gaman af því - minnir mig - allavega til mynd af því og ég í það minnsta skellibrosandi, eða þannig.

Knús á þig skottið mitt og hafðu yndislegan sunnudag.

Tiger, 13.7.2008 kl. 02:29

8 Smámynd: Tína

Það jafngildir orkupústi að kíkja inn á síðuna þína . Takk fyrir góðar kveðjur á blogginu mínu. Hikaðu ekki við að kíkja í kaffi ef þú rennur einhvern tímann í gegnum Selfoss. Því þú ert nefnilega kona sem ég vildi meira en lítið fá tækifæri til að kynnast .

Knús á þig elsku bloggvinkona.

Tína, 13.7.2008 kl. 10:42

9 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Hehe. Það verður að segjast eins og er frænka að þessar myndir vekja upp minnigar úr barnæsku. Á einhverjum tímapunktum í minni æsku var þetta akkúrat aðferðin sem notuð var til að skola náttúruóhreinindin af manni.

Ég taldi reyndar víst að þessi aðferð væri aflögð með öllu nema þá fyrir ungabörn en ég baða ennþá mína yngstu í bala. Hún er að vísu bara 9 mánaða.

Millibörnin (fimm og tæplega þriggja) nýta baðið saman en það er ennþá þannig hjá mér að baðkar er í notkun. Það er ekki búið að taka baðherbergið í gegn og setja sturtuklefa. Eftir að þessi orð þín og myndir komu fyrir augu, þá verður líklega ekki skipt út fyrr en krakkarnir eru hættir að vilja fara í bað. Sturtuplönin eru víst bara fyrir okkur hjónin og elsta barnið.

Kveðja í sveitina

Vilhjálmur Óli Valsson, 13.7.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: JEG

María - Já væri flott að eiga risabala sko. Eða bara stórt baðherbergi. hihihi....

Sigrún - Hihihi... já þau eru svo yndisleg á þessum aldri svooooo hreinskilin. En minn litli mann er sko á með á hreinu að hún er ekki með spotta eða "pippaling" eins og hann segir. Hún er sko með "pullu" hahahaha.....

Þórhhildur - Já þetta er nefnilega eiginlega vandamál sko.

Anna - Takk takk. Já ég vona að tíminn verði góður enda nær hann 4 dögum.

Guðrún Anna - Ég er fyrsti bær á Strandir. Búin að adda þér á MSN.

Tigercopperer - Já þá eigum við svipaðar minningar úr æskunni nema ég fór í bað í eldhúsvaskinum. Hihihihi....

Tína - Takk fyrir álit þitt á mér mín kæra. Geri það já ef ég verð á ferðinni en amma býr einmitt rétt utan við Selfoss. Og fer maður alltof sjaldan þangað enda orðið langt að skreppa.  Já það væri meira en lítið gaman að kynnsat þér meira. Knús sömuleiðis og farðu vel með þig.

Villi - Jú þetta var víða notað. En það er verið að taka þetta upp víða þar sem sturturnar eru að kollríða öllum baðkörum ja nema nuddböðum og hornböðum. En þegar plássið er lítið verður að vanda valið á baðið. Það var bara nánast ómögulegt að breyta mínu baði í baðkarsbað en það var þannig fyrir margt löngu en fyrri eigandi breytti þvi fyrir 20 árum eða svo. Og þar sem plássið er lítið er heppileg stærð af baði ekki í boð nema sérpöntuð. Og umtuna öllu á baðinu svo við fórum einföldu leiðina.  Kveðja til baka.

TAkk allir saman. Knús á línuna.

JEG, 13.7.2008 kl. 15:07

11 Smámynd: Renata

æðislegt börn sem þú eigir og svo fallegt mynd af þeim

knús knús knús úr sveitinni í höfuðborg, hihihi 

Renata, 13.7.2008 kl. 20:36

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndisleg börn og yndisleg móðirknús á þig elsku vinkona mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:29

13 Smámynd: Anna Guðný

Hvað segirðu, ertu heima á föstudag?

Anna Guðný , 15.7.2008 kl. 14:06

14 Smámynd: JEG

Já veit ekki betur en ég verði það .

JEG, 15.7.2008 kl. 14:14

15 Smámynd: Anna Guðný

Hvað er e-mailið þitt?

Anna Guðný , 15.7.2008 kl. 14:41

16 Smámynd: JEG

JEG, 15.7.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband