17.7.2008 | 19:22
I´m alive
Elsku vinir mikið er nú gaman að það er rekið á eftir manni að blogga. Málið sem veldur þessu bloggleysi er að ég fór suður til Rvíkur eða (Krimmaborgar) í gær að sækja hkúsgögn fyrir vinkonu mína sem ég hamast við að fá til að flytja en hún hefur búið við ömurlegar aðstæður í rúmt ár og á betra skilið. Nú jæja en það hefur síðustu daga verið mitt aukasjálfboðsdjobb að finna handa henni eitt og annað í búið eins og t.d. rúm, unglingarúm, skrifborð, sófa, sjónvarp og skáp með. Þetta sótti ég í gær í höfuðstaðinn og hafði í eftirdragi stóra kerru jú takk alein. Nú þar sem ég á góðan mág þá hjálpaði hann mér að ferma kerruskrattann út um allan bæ þessi elska. Og strekkja allt vel niður. Svo var sonurinn pikkaður upp frá pabba sínum en hann var búinn að dvelja hjá kallinum í 4 daga. Nú svo var brunað norður með herlegheitin og komið fyrir hjá nágrannanum en vinkonan er einmitt að flytja þangað. Ja sko ekki inná kallinn sem kærasta eða þannig heldur leigir hún efrihæðina hjá honum. Hann býr einn í risa húsi. Og þetta var eina og besta lausnin. Fá hana út úr hinu húsinu og inn í þetta jamm og já skyttir fjarlægðina á milli okkar um rúma 20 km.
Í þessari ferð minni komst ég að leiðinlegri staðreynd um Rvík sem ég blogga um síðar elsku vinir.
En núna ætla ég að klára að láta rollubókhaldið drepa mig hihihi.....
Athugasemdir
Gott að þú gast hjálpað vinkonu þinni. Það er ekki nógu oft sem maður getur aðstoðað eins og maður vildi.
Þú kannski sendir mér símanúmerið þitt í sms. Ég reikna með að leggja af stað á sama tíma og venjulega, um hádegi. Svo er spurning hvenær hádegi verður. Stundum vill því seinka og seinkar okkur bara eitthvað. En hlakka til að sjá þig.
Anna Guðný , 17.7.2008 kl. 21:31
Vinkona þín er heppin að eiga þig að Það er líka ljúfast í heimi að geta gert eitthvað fyrir vini sína.
Ég var annars á ferðinni í Hrútafirðinum um daginn og velti því fyrir mér á hvaða bæ konan væri
Ein-stök, 17.7.2008 kl. 23:28
Það má nú kanna stöðuna á manni þegar þú átt leið framhjá, það er lítið mál að veita aðstoð ef þörf er á. Annars er alltaf hægt að fá eitthvað uppáhellt hérna.
Þú lætur kannski vita þegar þú kemur suður næst, Kópavogur er allt annað en krimmaborgin eins og þú kallar hana en þú veist væntanlega allt um það.
Vilhjálmur Óli Valsson, 17.7.2008 kl. 23:52
Nei elsku músin mín; þetta kallast ekki "krimmaborg" - þetta er nefnilega menning...knús í köku
Heiða Þórðar, 18.7.2008 kl. 00:15
gott ad eiga góda ad , eins og thig vinur i raun.
Hafdu thad sem best i sveitinni og góda helgi
María Guðmundsdóttir, 18.7.2008 kl. 07:27
grenilega það er gott að hafa þig sem vinkonu
gengi vinkonu þinni allt í haginn,
knús frá Krimmaborg
Renata, 18.7.2008 kl. 12:26
Það er ekki að spyrja að því með þig ljúfust - gott að eiga þig að sem vin segi ég bara.
Þú hefðir bara átt að hóa okkur bloggvinum saman í borg óttans til að hjálpa þér með búslóðina sko! Maður hefði sko komið og hjálpað til ...
Knús á þig skottan mín og láttu rolluskjáturnar ekki ganga alveg frá þér - hlakka til að lesa um óvæntar staðreyndir um Rvík ...
Tiger, 18.7.2008 kl. 18:39
Anna - Gaman að sjá ykkur í dag. Knús og takk fyrir innlitið.
JEG, 18.7.2008 kl. 23:01
Anna - Gaman að sjá ykkur í dag. Knús og takk fyrir innlitið.
Ein - stök - Já ég vona að hún sé heppin. Ef þú varst að koma úr Rvík þá keyrðir þú hinumegin fjarðar. En fljótlega verð ég við þjóðveg 1 (er verið að breyta veginum)
Villi - Já takk kæri frændi ég þarf að gera aðra svoan 3ja daga ferð eins og um daginn og hitta alla hina sem ég náði ekki að hitta þá. En veistu Kópavogur er nú bara orðinn lítið skárri sko.
Heiða - Menning oki þá er ég svona ómenningarlega sinnuð heheheh.....
María - Ég segji það líka ÉG vil að vinir séu vinir mínir hitt eru kunningjar.
Renata - Ég vona að það sé það. Takk fyrir.
Tigercopper - Það er nú það sem maður vill vera "góður vinur" Blessaður nú veistu ekki hvað þú ert að kalla yfir þig góði. Ég þarf aðra ferð í næstu viku til að sækja meira. Þá veit ég í hvern ég hringi
Sigrún - Já spennan magnast ég er að smíða í huganum sko eins krassansi og ég get hihihihi.... Sko ég kem farm við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig. Maður uppsker eins og maður sáir en það er stundum bara svo slæmur jarðvegur að það vex ekki baun í bala.
KNús á ykkur öll þið eruð æði.
JEG, 18.7.2008 kl. 23:13
Aha.. þá þrengist nú hringurinn. Sá einmitt hvar vegurinn á að liggja. Ég á líklega eftir að fara aðra ferð fyrir haustið svo þá horfi ég vel og vandlega yfir fjörðinn
Ein-stök, 18.7.2008 kl. 23:31
Ja sko það verður búið að tengja þá örugglega. Allavega verður Brúarskálanum lokað eftir Versló svo að það er nú farið að styttast í að hitt klárist.
Já þá á ég bara eftir að komast að því hvar þú ert ??? hummm..... Knús á þig essgan.
JEG, 19.7.2008 kl. 00:01
Takk kærlega fyrir móttökurnar í dag. Virkilega gaman að heilsa upp á ykkur. Skonsurnar gerðu heldur betur lukku.Gaman að sjá myndina af gullmolunum þínum á forsíðunni og þekkja alla með nafni. Eiginmaðurinn er búinn að fá lánaða peysu af mömmu svo þú geymir hina bara fyrir hann. En nú höfum við ástæðu til að koma við aftur á leiðinni heim.
Kveðja úr Ólafsvík
Anna Guðný , 19.7.2008 kl. 00:01
Já takk kærlega fyrir innlitið mín kæra. Hehehehe... já þú verður að fara að baka þegar þú kemur heim. Gott að kallinn kelur ekki á meðan hann er í Ólafsvíkinni hehe... já það er alltaf betra að hafa ástæðu sko til að kíkja.
Knús og kveðja og akið varlega.
JEG, 19.7.2008 kl. 00:08
hehe.. já þú gætir byrjað á því að rannsaka nýseldar fasteignir á landsbyggðinni norðanverðri..
Ein-stök, 19.7.2008 kl. 00:22
Bíddu við , það gerir mig forvitna. Verð að fara að kíkja á Ein-staka.
Anna Guðný , 19.7.2008 kl. 00:41
Ástarkveðjur og góða nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:28
Já Ein-stök ég gæti það ef ég vissi hverju ég ætti að goggla en það eru jú bara óseldar eignir sem koma upp ekki seldar *humpffff..* Svo ég bíð bara spennt eftri hint.
Eigið góðan dag allir sem einn.
JEG, 19.7.2008 kl. 14:02
Knús á þig, falelga kona. Vinkona þín er sko lánsöm að eiga þig að. Ég tala af reynslu þegar ég segi að það er ómetanlegt að eiga góða að þegar maður býr við erfiðar aðstæður.
Kærleiksljós til þín, mín kæra.
SigrúnSveitó, 20.7.2008 kl. 12:10
Það er fátt sem jafnast á við að eiga vin í raun. Og þú virðist svo sannarlega vera þannig vinur JEG.
Farðu vel með þig elskulegust.
Tína, 21.7.2008 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.