25.7.2008 | 12:30
Bloggboðorðin 10
1 - Ég er bloggið þitt. Þú skalt ekki önnur blogg hafa.
2 - Heiðra skaltu föður þinn og móður. Sá sem stelur hugmynd frá öðrum og birtir á bloggi sínu ætti að hunskast til að tengja á heimildina eða hrósa höfundi fyrir hugmyndaflug.
3 - Halda skaltu hvíldardaginn heilagan Sá sem bloggar á sunnudögum og birtir það, lifir sennilega tilbreytingalausu lífi. Tilvalið er að semja allar færslur vikunnar á sunnudögum og drita þeim inn eftir geðþótta á virkum dögum til að lesendur haldi að bloggarinn hafi ekkert fyrir þessu.
4 - Þú skalt leyfa athugasemdir. Blogg án athugasemda eru eins og fólk án kynfæra. Flott útlit en engir möguleikar á gagnvirkni. Munum að Óskar Nafnleyndar gerir langflestar athugasemdir á bloggum og það jaðrar við rasisma að meina honum og systrum hans að hella úr skálum heimsku sinnar og greindar í ríkum mæli.
5. - Þú skalt eigi mannorð deyða. Þótt einhver liggi vel við höggi og auðvelt sé að fá far með vinsældavagninum, jafnvel mæta á kertavökuna, skal forðast að lífláta fólk með gífuryrðum á blogginu. Munum Lúkasinn.
6. - Þú skalt eigi drýgja hór. Ef þú skoðar klámsíður, skaltu ekki halda því á lofti nema meðal fólks sem er hrifið af slíkri iðju. Ef þú hlakkaðir til að mæta á klámþingið á Hótel Sögu, skaltu ekki hafa orð á því.
7. - Þú skalt eigi stela. Hvað er þetta boðorð eiginlega að gera hérna? Er hægt að stela bloggi? Kannski útliti þess.
8. - Þú skalt eigi sníkjublogga. Að setjast að í kommentakerfi annarra með langar færslur og tjá þig um alla mögulega hluti, án þess að halda úti eigin bloggi, er frekar ófínt, nema hýsillinn fagni því á sama hátt og átvagl gleðst yfir súkkulaðikremi á hveitibrauðssneiðina sína. Gott sníkjublogg getur orðið list.
9. - Ekki girnast blogg náunga þíns, bloggvini hans eða neitt sem tilheyrir bloggi náunga þíns.. Byrjaðu bara að blogga á eigin spýtur.
10. -Þú skalt ekki tilbiðja falsblogg. Best er að hafa byrjað að blogga áður en allir fóru að blogga, tilheyra ekki bloggsamfélagi og frábiðja sér margar heimsóknir á síðuna því það er svo gott að tilheyra litlum og notalegum hópi. Mundu að á Vísirs blogginu eru Farísear, tollheimtumenn og annað pakk.
hér var birting stöðvuð tímabundið meðan beðið er álits biskups
Athugasemdir
your unbelíveble sko!!!!! meid mæ dei...takk fyrir thad..vantadi smá fruss i daginn og thú klikkar ekki á thvi frekar en fyrri daginn eigdu góda helgi i sveitinni og knus til thin og thinna
María Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:20
Góðuuuur!!!! Verð nú að viðurkenna að ég hef brotið þetta nr. 2 gagnvart þér í nokkur skipti. Og hef hugsað mér að gera það enn á ný núna
Hafðu það gott
Anna Guðný , 25.7.2008 kl. 20:20
Þarna bjargaðir þú nú bara helginni fyrir mig. Gott ef ekki bara vikuna!!
Hafðu það sem allra best ljúfust.
Tína, 26.7.2008 kl. 12:47
Hahaha ... alveg brilljant bara. Sérstaklega um að girnast ekki blogg náungans - en ég girnist kannski frekar fléttingar náungans, þeirra sem hafa þúsundir fléttinga allavega... not! Ég elska bara mitt blogg og elska líka pínu þitt blogg - og bloggvina minna - og læt það duga mér ...
Knús á þig ljúflingurinn minn og hafðu ljúfa helgi ..
Tiger, 26.7.2008 kl. 16:13
Knús til þín elskulegust og sólarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:18
Knús...
SigrúnSveitó, 27.7.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.