1.8.2008 | 18:41
Hverjir gera það og hvernig ?
Afgreiðslumenn gera það umbúðalaust.
Augnlæknar gera það sýnilega.
Einstein gerði það afstætt.
Einstæðir gera það að skilnaði.
Fjallgöngumenn gera það hátt uppi.
Flugmenn gera það í loftinu.
Fréttamenn gera það stuttlega.
Galdramenn gera það óskiljanlega.
Grínistar gera það með glöðu geði.
Gullsmiðir gera það fínlega.
Göngugarpar gera það rösklega.
Hárgreiðslufólk gerir það snyrtilega.
Heimspekingar gera það spyrjandi.
Hermenn gera það í takt.
Kennarar gera það af kunnáttu.
Kóngar gera það höfðinglega.
Íhaldsmenn gera það reglufast.
Ívan gerði það grimmilega.
Lauslátir gera það frjálslega.
Ljósmyndarar gera það í myrkri.
Málfræðingar gera það - að sögn.
Popparar gera það taktfast.
Prentarar gera það hástöfum.
Róttækir gera það fram á rauðan dag.
Sérfræðingar gera það ítarlega.
Sóldýrkendur gera það berlega.
Stærðfræðingar gera það hnitmiðað.
Svæfingarlæknar gera það ómeðvitað.
Tortryggnir gera það grunsamlega.
Verkfræðingar gera það vélrænt.
Þjóðverjar gera það að einhverju marki.
Athugasemdir
Þú ert ótrúleg
Anna Guðný , 1.8.2008 kl. 18:46
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 07:35
SNILLD!!!
Þórhildur Daðadóttir, 2.8.2008 kl. 10:30
hvar grefurdu allt thetta upp kona???? léttir lundina svona á laugardegi sko..hahahaha...og gott ad hafa thetta á hreinu...
eigdu gódan dag i sveitinni
María Guðmundsdóttir, 2.8.2008 kl. 11:02
Þú ert nú alveg frábær Jóna og klikkar ekki frekar en fyrri daginn
Knús á þig yndislegust og eigðu ljúfa helgi
Tína, 2.8.2008 kl. 12:18
Já maður verður að skemmta sér við eitthvað þegar maður er heima á svona helgi.
María - ég er duglega að copy - paste þegar ég finn góða brandara á netinu. Þeir leynast víða. Nokkrir góðir bankar sem ég hef fundið.
Knús á ykkur og njótið helgarinnar.
JEG, 2.8.2008 kl. 12:59
Ferlega er thetta gott.
Kær kvedja og góda helgi.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 13:02
Muhahahahahahahahaha. Þetta er bara brilljant kona. Hvar finnur þú tíma í að grafa þetta upp eiginlega????
Er málið bara að gúggla nóg eða hvað? Ég prófaði að gúggla gera það og hvað kom upp.....nú auðvitað þessi síða heheh
Vilhjálmur Óli Valsson, 2.8.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.