28.9.2008 | 12:01
Þá er það búið.....
Þá er þetta afmæli afstaðið og heppnaðist bara vel. En lætin maður minn ......hólý mólý. Það heyrðist ekki hvað nokkur maður sagði og manni leið eins og maður væri staddur í fuglabjargi á varptíma nú eða í fjárhúsi á gjafatíma. Litli maðurinn var sæll og glaður með daginn og pakkana sína. Enda ekki á hverjum degi sem krakkar koma í heimsókn til hans. Þessir koma allavega ekki nema 1x - 2x á ári svo það er stuð þegar það gerist.
Kökurnar.
Afmælisdrengurinn.
Svo er kallinn bara að koma heim. Já hann er víst svo leiðinlegur sjúklingur að þeir ákváðu að útskrifa hann þó það væir sunnudagur en það er ekki gert öllu jöfnu á sunnudögum. Nei nei málið er að hann fær ekki þessa verki sem allir eru að bíða eftir svo þetta lítur betur út en talið var í upphafi. Svo nú verður brátt kátt í höllinni sérstaklega hjá krökkunum sem farin eru að sakna kallsins verulega.
Athugasemdir
O mikið krútt þessir Englar þínirknús á þig elskulegust og góða nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:18
Til lukku með afmælisdrenginn þinn
Og að karlinn sé að koma heim
Knús
SigrúnSveitó, 29.9.2008 kl. 07:53
fallegur afmælisdrengur já og fyrirgefdu køkurnar halló..slurp og slef hérna megin..enda ekki islenskar køkur á bodstólnum mikid...myndarskapur i thér kona!
flott ad heyra ad thetta litur betur út med kallhólkinn thinn, alveg agalegt ad hafa thá ekki stand by og til i tuskid.
gangi thér vel med det hele, knús og krammar hédan
María Guðmundsdóttir, 29.9.2008 kl. 14:07
mmmm. þvílikar kræsingar :)
og svo sætur sonurinn þín.
Til hamingju með hann.
Renata, 29.9.2008 kl. 15:19
Brynja skordal, 30.9.2008 kl. 02:09
Shit hvað mig langar í hlaðborð til þín tjelling. Ekkert smá freistandi kökur á boðstolnum.
En mikið óska ég þess að þú sért loksins komin með smá aðstoð við öll verkin þín og líka að bóndanum þínum líði betur. En umfram allt vona ég að þú hafir það alveg rosalega gott.
Knús inn í daginn þinn hjartans Jóna mín
Tína, 30.9.2008 kl. 06:58
Takk allar þið eruð yndislegar. Blogga fljótlega eða þegar þessi törn verður búin og ég get tekið smá pásu.
JEG, 30.9.2008 kl. 09:31
Til hamingju med strákinn, og heimkomu bóndans. Gott ad heyra ad hann hafi thad framar vonum. Ég hugsa til thín. Bestu kvedjur úr danaveldi.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.