Alltaf eitthvað.

Jæja heilir og sælir kæru bloggvinir.  Það er vægast sagt búið að vera botnlaust að gera og hefur maður nánast skriðið inn á kvöldin af þreytu.  Komið krökkunum niður en því fylgir jú alltaf þetta venjulega hátta - bursta - og sú stutta fær svæfingu.  Því kallinn er jú ekki í standi til þess.  Svo var nú verið að skoða líflömbin á föstudaginn og gékk það bærilega.  Og að venju skreið maður inn að því loknu með bækur og blöð til að skoða nú niðurstöðuna.  En hvað jú sæll og takk kærlega mín fann þessa líka fínu flensu sko og er ég nú búin að vera algerlega drulluslöpp og það eru sko tæp 4 ár síðan ég varð svona kvefslöpp síðast.  Djöfull bara því ég mátti ekkert vera að þessu núna því foreldrar mínir eru ekki á svæðinu (eru að stússa í restini af sínu fyrir sunnan með systu) og það er búið að taka öll lömb inn því hér snjóaði svo að beitin bara hvarf og restin dó.  Þannig að ég þarf að skrölta út 2x á dag til að gefa draslinu og svo fara á rúntinn um túnin því þessar rollupjásur er alveg snillingar að rúlla sér á bakið og drepst fljótt ef ekki berst hjálp nú og tala nú ekki um Krumma hann er snöggur að koma og gata þær.  Svo á maður eftir að fara yfir það hvað maður ætlar að halda eftir af þessu lambadóti því það á að senda á fimmtudaginn og maður þarf að klára að velja.

Kallinn er furðu brattur en fær lítinn frið fyrir litlu skvísu að vera sjúklingur því hún gersamlega gúdderaði ekki ömmu sína þó pabbi væir inni.  Alger pabba stelpa núna eftir að hann fór á spítalann.

Annars er maður bara nokkuð góður ef svo má segja.  Er allavega á lífi svo ég kem til með að blogga áfram hihihihi.......aumingja þið !

En nóg í bili essgurnar.

lengi-getur-vont-versnad


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Aymingja thú. Thad á bara ekki af ykkur ad ganga. Vona ad ástandid á bænum fari ad batna og thú hressist fljótt af flensunni. kvedja frá sundinu.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ greyid mitt ekki var nú á thad bætandi. Átt alla mina samúd, en sendi thér svadalega styrktar hugsanir og vonandi hressistu bara einn tveir og bingó  

knús og kram i sveitina...sem aldrei sefur

María Guðmundsdóttir, 5.10.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk fyrir innlitið elskan mín og alltaf ertu jafn ljúf og yndisleg við migmér þykir þú alltaf svo dugleg og þú mátt vera stolt af sjálfum þér það eru ekki allir svona duglegir ,mér finnst þú yndisleg og bara fallegust,ég vona að það gangi allt upp hjá þér elskan mín og ég sendi þér risaknús inn í góða viku

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Anna Guðný

Elsku kellingin mín, það á ekki af ykkur að ganga. En þú getur jú huggað þig við að varla verður það verra. Sendi þér hér með heilt tonn af styrk og þoli í formi hugskeyta. Vona að það virki eitthvað.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 5.10.2008 kl. 17:31

5 Smámynd: Renata

Æ elskan mín, það virðist allt ganga á afturfótunum hjá þér, sendi þér jákvæðar straumar og eins og Sigrún fyrir ofan sagði, ég myndi vilja hjálpa þér ef þú myndir ekki vera svona langt í burtu

Renata, 5.10.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: JEG

Æææjjj takk stelpur þið eruð bestastar í heimi sko.  Finn bara hvernig hleðst inn á batteríin þegar ég les þessi fallegu og hughreystandi komment.

 

JEG, 5.10.2008 kl. 20:03

7 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Kvitt

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 6.10.2008 kl. 14:06

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband