Sá hlær best sem ......

Einu sinni var gömul kona, sterk í trúnni, sem gekk í gegnum erfiða tíma.  Hún  var bænheit og lofaði sinn guð á hverjum degi.
Eitt sinn þegar matarleysið hafði hrjáð hana of lengi lagðist hún á bæn og bað guð um að bjarga sér um smá síðubita og mjölpoka, hún væri svo hræðilega svöng.

Illkvittni, og jafnframt ríkasti maðurinn í þorpinu átti leið framhjá koti kerlingar og heyrði bænataut gömlu konunnar og skaut niður hugmynd í kollinn á honum að hrekkja nú gömlu smá.  Fór hann og keypti síðubita og mjölpoka og lét góssið síga niður um strompinn.

Lá hann svo á hleri og beið.  Þegar sú gamla uppgötvaði herlegheitin í arni sínum hrópaði hún upp yfir sig og lofaði Drottinn í bak og fyrir.  Hljóp síðan niður að torgi þorpsins og leyfði öllum sem heyra vildu um sendinguna frá guði.

Þá hljóp sá illkvittni fram og hlakkaði í honum þegar hann greindi þorpsbúum , og gömlu konunni frá því að það hefði verið hann, en ekki guð sem lét kjetið og mjölið síga niður í arinstæðið.

Svo hló hann hátt að einfeldni konunnar og allir þorpsbúar með.  Gamla konan snéri sér hægt við, leit yfir mannskapinn og sagði:

Má vera að Skrattinn hafi verið sendillinn... en það var samt guð sem gaf.

mansbestfriend


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

GÓÐUR!!! 

Þórhildur Daðadóttir, 6.10.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. jújú.. satt er það að Guð hefur sínar leiðir til að bænheyra hvern og þann sem til hans leitar. Þarna notaði hann skrattakollinn sannarlega til að uppfylla ósk bænheitu konunnar .. góður brandari en samt með heilmikla speki ef maður pælir í því. Knús á þig lambakjötið mitt og hafðu ljúfa viku framundan!

Tiger, 6.10.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ekki vitlaus thessi  og gódur i thokkabót  

hafdu gódan dag i sveitinni min kæra og vonandi gengur vel

María Guðmundsdóttir, 7.10.2008 kl. 05:11

4 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Hahaha góður knús og kremj úr Kefló

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:08

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knúsi-knús-kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:15

6 Smámynd: Anna Guðný

Þessi er með þeim betri. Verð að nappa honum

Hafðu það gott í dag ljúfan

Anna Guðný , 7.10.2008 kl. 09:55

7 identicon

Knús í krús

Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:35

8 Smámynd: Renata

 hihihi...*stórt bros*

Renata, 7.10.2008 kl. 12:23

9 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

haha takk fyrir brandarann, veitir ekki af ad hlægja smá. kk. Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 18:23

10 Smámynd: Tína

HAHAHA þessi var nú alveg í mínum anda!!! Góður brandari en eins og Tiger segir að þá er nokkuð mikil speki í honum líka.

Hvernig gengur annars hjá þér dúllan mín og hvernig er heilsan á þínum bæ???

Hef alltaf hugann reglulega hjá þér þó ég hafi ekki haft tíma til að fara neitt á netið undanfarið.

Knús á þig dúllan mín og kærleikskossar til viðbótar

Tína, 10.10.2008 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband