Staðreyndir.

Þú þarft ekki að svara spurningunum. 
Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst: 

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum. 
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu. 
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin. 
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta ári. 

Hvernig gekk þér? 

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki 
annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði. En klappið deyr 
út. Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og 
skírteinin eru grafin með eigendum sínum. 

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær: 

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu. 
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum. 
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt. 
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum. 
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast. 

Auðveldara? 

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin. Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli. 

hugand kisses


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hæ, thad er alveg rétt. Madur tharf ad muna hvad er mikilvægast hér í lífinu, og thad er fólkid manns. hafdu thad rosalega gott. kær kvedja frá dk.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Anna Guðný

Oh, hvað þetta er mikið rétt. Alveg synd hvað það eru margir að gleyma því í dag. En samt eru fleiri og fleiri að koma inn.

Hafðu það gott ljúfan.

Anna Guðný , 12.10.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Tína

Dásamlega sönn og góð færsla hjá þér Jóna mín. Það góða við þessa erfiðu tíma sem við upplifum nú er að nú rifjast upp (og sumir komast að því í fyrsta sinn) hvað það er sem RAUNVERULEGA skiptir máli. Þegar upp er staðið að þá eru dagarnir að mestu leyti bara nokkuð góðir ekki satt?

Knús á þig yndilega vinkona mín.

Tína, 13.10.2008 kl. 07:22

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ofsalega satt og rétt  madur tharf stundum ad minna sig á ad detta ekki i svartsýni og th.leidindi, bara njóta thess ad vera til og thakka fyrir thad sem madur á..madur er fjári ríkur bara..fjøgur børn og heilbrigd. Thá tharf madur ekki ad kvarta yfir neinu.

knús i sveitina

María Guðmundsdóttir, 13.10.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Renata

Þetta var gott að lesa, takk fyrir það. Í góðerii gleymdist oft að fjölskylda og vini er það sem er mikilvægast, enda talið sem sjálfsagur "hlutur".

Knús á þig Jóna, vonandi ertu komin til heilsuna

Renata, 13.10.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband