17.10.2008 | 23:44
Minnig....
Eins og ég var búin að minnast á þá var fyrrverandi tengdapabbi minn að deyja í síðustu viku. Þar missti elsti sonur minn afa sinn. Hann þekkti hann ekki mikið enda ekki of mikill samgangur þar á milli því miður. En þó samt af og til. Guðmundur var jarðaður á miðvikudaginn og fór ég suður til að fylgja honum til grafar. Voru margir hissa á að ég kæmi spes suður til þess en hann var jú afi sonar míns og hann var mér góður. Nú svo þar sem kistulagt var rétt áður þá þurfti einhver að vera með Gunnar á meðan. En það var sameiginleg ákvörðun mín og pabba hans að hann yrði ekki viðstaddur. En þar sem ég var jú í þessari fjölskyldu í 6 og 1/2 ár þá fannst mér sjálfsagt að fylgja honum. Nú svo þurfti ég nú að vera með syninum því faðir hans var jú burðarmaður svo ekki gat gaurinn setið einn bara. Nú svo fór ég auðvitað með upp í garð enda þekki ég þetta fólk mjög vel og því fannst mér ég alveg eiga erindi þangað. Og var jú auðvitað velkomin þangað. Svo var farið í kaffi.
Gunnar stóð sig eins og hetja við jarðaförina það var aftur ég sem átti erfitt á köflum því það voru spiluð lög sem mér voru kær frá því að amma var jörðuð og vakti það upp minningar um hana. Nú og Gunnar skynjaði það. Hann brotnaði ekki fyrr en kistan var borin út í bíl. Svo var allt í lagi upp í garð þannig að hann er alger nagli og fékk sko að heyra það að afi hans væri sko stoltur af honum fyrir það hvað hann væri duglegur. Ég átti sannarlega ekki vona á því að hann myndi standa sig svona vel.
Nú svo var auðvitað spjallað og skrafað því fyrrverandi mágkona mín var jú eitt sinn besta vinkona mín. Og fyrrverandi mágur er enn í sambandi við mig.
Afsakið þessa langloku en ég ætla að enda þetta hér.
Hvíl í friði Guðmundur minn og takk fyrir að hafa tekið mér svona vel á sínum tíma.
Athugasemdir
Mér finnst gott hjá þér að fara í þessa jarðaför enda eins og þú bendir réttilega á þá áttir þú þangað fullt erindi eins og aðrir sem þarna voru. Gott að heyra að Gunnar hafi staðið sig eins og hetja. Kannski ekki við öðru að búast þar sem "ungur nemur gamall temur" og mamma hans er jú hetja af bestu gerð sjálf.
Knús á þig yndið mitt
Tína, 18.10.2008 kl. 08:45
Já enda stóð aldrei annað til en að fylgja gamla manninum. En fyrrverandi var samt hissa á að ég ætlaði uppí garð. En ég var jú með syni mínum þarna og ekki átti hann bara að standa einn meðan pabbi hans bæri kistuna og léti síga ?
En mér láðist að taka fram að Guðmundur var jú orðinn gamall maður. Hann var orðinn 84 ára.
Knús til baka á þig Tína mín
JEG, 18.10.2008 kl. 09:52
bara gott hjá thér ad fara med stráknum thinum og thú sjálf áttir jú erindi sem fyrrum tengdadóttir. Skil ekki ad vera hissa ad thú færir í gardinn lika.. passar bara alveg.
En gott ad eiga gódar minningar um gott fólk og ad minnast theirra reglulega.
kvedja i sveitina og hafdu thad sem best
María Guðmundsdóttir, 18.10.2008 kl. 10:38
Svo var jú systir Guðmundar gáttuð á dugnaðinum í mér að bruna suður ein til að vera við jarðaförina. Eins og það sé stór mál að keyra 170km. einn. En ég hef nú gert það slatti oft *hóst*
Já það var einmitt það sem var málið að við vildum ekki að Gunnar yrði við kistulagninguna því að okkur fannst betra að hann myndi muna afa sinn eins og hann var en ekki sem lík í kistu. Svo þegar upp var staðið þá var það líka eins gott.
Knús á þig María mín. (en fyrrum mágkona mín heitir jú einmitt María Guðmundsd. hehe)
JEG, 18.10.2008 kl. 11:49
Mér finnst alveg rétt hjá thér ad standa svona ad málum í sambandi vid Gunnar, og gamla manninum hefdi ørugglega thótt vænt um ad thú værir med. kær kvedja úr rigningunni
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:00
Alltaf ömurlegt þegar svona gerist, en Jóna mín bara samhryggist þér ekkert smá mikið og láttu þér og Gunnari líða vel. Ég veit hvað þú getur verið sterk, svo bara haltu því áfram ;**
Renata, 19.10.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.