Ný vika....

Jæja þá er komin ný vika enda ekki við öðru að búast því tíminn líður eins og hann fái sko vel greitt fyrir ......já ekki kreppan á þeim bænum.  Ó nei.  En síðustu dagar hafa farið í að græja kjötið sem á að reykja og verður nú ráðist í að pækla í dag.  Svo þarf þetta að lyggja í pæklinum ca. 6 daga eða svo.  Nú svo verður farið að smóka jólakétið.


Strákarnir fóru í afmæli um helgina á næsta bæ en þar var 2falt afmæli í gangi og var heljarinnar fjör.  Enda allur skólinn mættur á einn stað.  Svo verður þetta víst næstu helgar.   Úff ég er nú bara fegin að ég lét mig hafa það að halda afmælið fyrir Jónas í sept.  þó svo maður væri á kafi í fjárragi og kallinn á spítala.  Því það er nú bara þannig að það er ekkert betra að geyma svona.  Enda var litli maðurinn sko ekki að samþykkja það að fresta veislunni neitt.  Var nú alveg nóg að þurfa að fresta um nokkra daga þar sem hann átti afmæli á miðvikudegi en ég hélt veisluna á laugardegi.  Hann var nú ekki alveg sáttur .......ja ekki á meðan hann beið sko.


Annars er allt fínt bara, kallinn er bara góður og fór hann í tékk á Akureyri í síðustu viku og losnaði víð spelkuna.  Sem hann var farinn að bíða spenntur eftir þar sem hún var farin að bögga hann.   Og nú er bara málið að halda áfram að passa sig en hann má fara að ganga meira en ekki beita fætinum því það er ekki þorandi enn.  Annars er dáldið skondið mál varðandi kallinn minn.  Ég þekki mann sem er í góðu sambandi yfir .....ef þið skiljið mig .....hann fær s.s. skilaboð að handan og hann einmitt fékk slík skilaboð þegar ég átti við hann samtal um daginn.....reyndar dáldið síðan sko.  En það barst jú í tal að kallinn hefði slasað sig og farið í aðgerð.  Og þá kom svona djúp þögn í símann og svo sagði hann yfirvegaðri röddu "já hann er í góðum málum, það er fylgst vel með honum"  Ha sagði ég nú bara, en þá einmitt fór hann að segja mér frá því að það væri sko fullt af góðu fólki sem passaði uppá hann.  Og það var sko aukalæknir viðstaddur aðgerðina takk.....jamm virtur bæklunarlæknir sem var á Landakoti.  Ekki amalegt.  Nú jæja svo í dag þegar ég er að úrbeina kjöt sem ég var að fara að hakka hringir síminn og það er einmitt þessi vinur minn en þar sem ég var jú fitug og blóðug á höndunum bað ég manninn minn bara um að svara í símann meðan ég væri að þvo mér.  Og spjalla þeir smá stund ......og fékk minn maður þau skilaboð .....að handan..... að hann væri sko að gera meira en hann mætti.  Já takk hann fékk sko bara einn gúmorenn beint í æð.  Já svona er það nú, en ekki finn ég eða kallinn mikið fyrir því að fylgst sé með okkur en það er gott til þess að vita að það er vakað yfir manni.  Svona er eitthvað sem maður trúir ekki alveg fyrr en það feisar mann og maður getur ekki þrætt.  Því sumt er jú þannig að það vita ekki allir.  Þórhallur miðill kjaftaði t.d. í tengdó þegar ég var ólétt af Guðveigu hummmm.... neyðarlegt ha.?

Jæja farin að sofa, góða nótt kæru vinir og dreymi ykkur vel.

gn005  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thad er sko alveg á hreinu ad thad er vakad yfir okkur. Thvi hef ég trúad sídan ég var barn og lesid margar bækur um thessi mál. Thótt madur sjái ekki hluti berum augum tharf thad ekki ad thýda ad their séu til..

En alltaf er jafn mikid ad gera hjá thér kona, thú rumpar øllu af eins og ekkert séen thad er gott ad kallinn er ad koma til, en jú,borgar sig ekki ad fara of geyst svo hann fái ekki annan "gúmoren"  their eru svo threytandi thessir gúmorenar..hef fengid thá nokkra gegnum tidina..

En hafid thad gott i sveitinni, gangi thér vel i jólaketinu. Kreist og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 08:01

2 Smámynd: Brynja skordal

það er alltaf nóg að gera í sveitinni og gott að bóndinn þinn er að koma til og fær góða leiðsögn að handan ekki verra  Ætla kannski að skreppa á næstu helgi norður í bitruna ef kallinn kemst á rjúpu ef veður verður hagstætt fyrir það allt í skoðun þá flauta ég þegar ég renni fram hjá húsinu þínu hafið það gott í sveitasælunni Elskuleg

Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Renata

vó, vó, ég verð að segja að ég hef oft opinberlega sagt að ég trúi ekki á svona "hjálp" , svo þegar maður er alein í myrkri hef ég oft að gleypa stóra orðið , hehehe...

hafðu það gott elskan

Renata, 11.11.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Tína

Hmmmmm ætli við eigum sama vin?????  En ég hef líka fengið svona skilaboð og er reyndar enn að fá svona.

Knús á þig elskan mín og farðu nú vel með þig ha

Tína, 11.11.2008 kl. 21:55

5 Smámynd: JEG

Knús og klemm á ykkur krúttur og takk fyrir þessi yndislegu kvitt.  Þið eruð æði 

JEG, 11.11.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Anna Guðný

Mér finnst þetta alveg frábært. Það er nefninlega svoleiðis að fólk tekur mun meira mark á því sem kemur lengra frá heldur en heimilisfólkinu.

Þórhallur er rosalegur. Ég mátti nú bara vera heppin að hafa náð að segja eiginmanninum frá óléttunni minni áður en Þórhallur sá það. Hittist á að ég var að vinna með honum þegar ég var rétt komin af stað og enginn mátti vita. Munaði engu að hann segði samstafsfólkinu okkar frá því. Annars kallar hann þetta: Að barna í beinni.

En gott að eiginmanninum líður betur.

Anna Guðný , 12.11.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband