Enn er bakað....

Á þessum tíma hrökkva allir í jólagírinn ....eða flestir allavega....og skreyta og hengja upp seríur út um allt.  Ég aftur geri það nú venjulega ekki alveg svona snemma en þó í byrjun aðventu eða svona eftir því hvað tíminn er að vinna með manni.  Nú en þessa dagana hrökk ég í bakaragírinn og baka nú bara útí eitt .....ekki vandræði....aldrei þessu vant.....  Gerði brúna lagköku um daginn, nú svo var það hvíta lagkakan í gær og núna er ég að purfa köku úr Kökublaði Gestgjafans.  Rauð flaueliskaka.  Verður spennandi að smakka á eftir en hún er í þessum skrifuðu orðum að dingla sér í ofninum. 

Annars bara góð þó er töluvert kalt úti ....birrr.... eiginlega bara skítkalt en þó er logn .......og hver sagði svo að það væri alltaf rok í Hrútó ????

Jæja ætla að halda áfram að meika köku.....ciao.

good_morning-fixb-w500-h500good_morning_583417632_1205031361_magiii


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

betra er ad baka køkur en vandrædi segdu  meiri dugnadurinn i thér alltaf hreint...ég ætla ad setja bakarahúfuna á mig i næstu viku..rólega vikan sko.. og langar ad prófa uppskriftina sem thú sendir mér,takk fyrir thad  

hafdu thad gott og njóttu lognsins..thá sjaldan thad lætur sjá sig á klakanum góda

María Guðmundsdóttir, 26.11.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Anna Guðný

Sammála Maríu,líst mun betur á kökurnar.

Ég er aðeins búin að baka en það kláraðist allt.

Gangi þér vel baksturskona.

Anna Guðný , 26.11.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Brynja skordal

jæja loksins komin í netsamband aftur sem betur fer sko!! Lag kökur eru alltaf góðar finnst alltaf eitthvað jólalegt við þær þó maður sjái þær á borðum allt árið svo sem en hvernig smakkaðist Flauels kakan? væri kannski ljúft að splæsa uppskrift hér inn??? Ha logn í Hrútafirði hummm getur ekki verið(smá djók) hafðu það ljúft og góða nótt ljúfust

Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 00:19

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Í minni sveit er alltaf logn !!.. það fer bara mis hratt yfir.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.11.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband