27.11.2008 | 13:29
Rautt flauel....
Af því að ég hef ekkert að gera og nenni engu þá ákvað skólastjórinn hér í sveit að nenna ekki neinu heldur og aflýsti skólahaldi í dag.....jey eins og það sé einmitt það sem maður óskaði sér.....? Málið er að það er ekki einu sinni "brjálað" veður bara týpískt íslenskt veður. En allavega þá er fúlt veður í Húnaþingi og enginn skóli þar svo hér er fylgt á eftir. Svo.....að hér er einn happý með fríið og einn fúll með að það sé "brjálað" veður og enginn skóli. Já maður færi ekki alltaf það sem maður vill......heheheh.... Verið er að leggja lokahönd á fjárhúsin hjá gamla settinu svo nú ætti að vera hægt að ná rollurössunum inn fyrir myrkur enda veðurfýla úti og alveg kominn tími á að taka inn. Gamli kláraði að moka út í gær .....og var feginn að hafa gert það þegar hann sá út í morgun hehehe...
Nú jæja að kjarna málsins......rauða flaueliskakan......ummmmmmm..... sem ég bakaði í gær og OMG hvað hún er góð. "sæll" eigum við að ræða það eitthvað nánar......leyfðu mér að hugsa.........eehhhh já.
Rauð flaueliskaka. Red Velvet Cake
250 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsóti
1/2 tsk. salt
2 msk. kakó
120 gr. smjörvi
270 gr. sykur
3 egg
240 ml. súrmjólk
2 msk. rauður matarlitur
1 tsk. vanilludropar
Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóta, salt og kakó saman í skál og geymið. Hrærið smjör í ca. 2 mín og bætið svo sykri samn við og hrærið áfram í ca. 2-3 mín. Setjið egg saman við, eitt í einu og hrærið vel á milli. Hellið súrmjólk í skál og blandið matarlitnum samanvið ásamt vanilludropunum. Hellið þessu svo í til skiptis á við þurrefnin í skálina bara að passa að hræra ekki of lengi/mikið. Skipta deiginu í 2 24 cm form (smurð eða með bökunarpappír) bakið í u.þ.b. 20 mín á 180 °C (Einnig er hægt að gera 3 botna ef vill og verður þá kakan reisulegri en þá gæti verið gott að tvöfalda uppskriftina)Kælið kökuna vel áður en kremið er sett á. Gott að skella henni í poka og í frystinn í 1 klst. og þá verður auðveldara að setja kremið á.
Krem.
1 dós stór hreinn rjómaostur
4 msk. smjör
1 tsk. vanilludropar
250 gr. flórsykur
2 1/2 dl. þeyttur rjómi.
Hrærið rjómaostinn í nokkrar mín eða þar til hann er orðinn mjúkur, bætið þá smjörinu saman við ásamt vanilludropum. Skafið niður og bætið flórsykri útí og hrærið. Hrærið rjómann varlega saman við að lokum. Geymið í kæli ca. 1 klst. eða þar til kremið er orðið nógu stíft til að setja á kökuna. Setjið vel af kreminu á milli og hyljið svo kökuna alla. Skreytið kökuna með kókos ef vill.
Ciao.
Athugasemdir
je minn hvað hún er girnileg þessi kaka slef verð að prufa þessa sem fyrst takk fyrir uppskrift Gott að allt gengur vel hjá ykkur og hafið það gott í sveitinni ljúfust
Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 14:11
Vá flott.
Sendirðu í póstkröfu?
Anna Guðný , 27.11.2008 kl. 16:04
Ekki málið Brynja (svona blogga ég oft)
hahahahaha Anna mín þú ert æði. Kannski ég sendi bara eins og eina norður til þín með rútunni ehhehehehehehehehe......
JEG, 27.11.2008 kl. 16:17
Uhmm, ef veðrið væri ekki að flýta sér svona í dag kæmi ég í kaffi
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.11.2008 kl. 16:44
Ég ætla að prófa þess
Sigrún (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:10
usss..thessi er girnileg..og kremid... madur minn!! takk fyrir uppskriftina min kæra..og nú bara kveikja á kertum og hafa thad huggulegt i óvedrinu
kreist og kram til thin og hafdu góda helgi
María Guðmundsdóttir, 28.11.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.