Tæknifrjóvgun......!

Þessa dagana eru bændur í óðaönn að sæða rollurassana sína.....og þar á meðal við.  Sem þýðir það að farið er með einn hrút í bandi og hann leiddur um krærnar og "þefa" uppi rollurassa sem eru að blæsma......já s.s. til í tuskið ......nema hann færi ekki að tuska þær neibb......bara þefa.  Skepnuskapur .......ja kannski.  Svo þegar búið er að finna nógu marga rassa sem eru í stuði er byrjað að "sæða".  Þá er það "töskuhrúturinn" eða kannski væri "brúsahrúturinn" meira viðeigandi þar sem sæðið er geymt í köldu vatni í hitabrúsa.  En þetta "tösku" tal er nú frekar notað þegar verið er að sæða kýr.  En þá er talað um "töskutudda" svona til að hafa þetta stuðlað.  En það er frekar flókið að stuðla hrúta.....heheheh.....  En allavega þá bý ég svo vel að þurfa ekki að kaupa þessa þjónustu því faðir minn er með réttindi til að sæða rollurassa.  Og á til þess gerðar græjur......sem er einkar hentugt.  Nú svo er bara að vona að hrútagreyin verði ekki þunglyndir á því að fá bara að horfa og þefa.  En það styttist jú í að þeir fá að ota sínum tota því hleypt verður til uppúr 10. des. og hefst þá fjörið......og stendur fram í janúar.....!

Annars er allt í góðu bara.  Snjór og skítakuldi.  Alveg eins og uppskriftin segir.  Bakað 2 sortir á sunnudaginn rétt svona til að geta sagt að ég væri búin að baka "smá"kökur og fyrir valinu urðu piparkökurnar (sem verða ekki skreyttar bara étnar) og marmaraspesíur. 

En nú er víst rétt að fara að setja sig  í stellingar og vera viðbúinn því að ráðunauturinn hringi og tilkynni að sæðið sé komið því það þarf að sækja það í Staðarskála.

Caio.

frosin tunga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband