Konubrandari.........

Konan fór með vinkonum sínum á barinn eftir vinnu.  
Þær sátu og drukku kokteila þegar hávaxinn, myndarlegur og ótrúlega kynæsandi maður á besta aldri gekk inn á barinn.  

Hann var svo sláandi myndarlegur að konurnar hreinlega gláptu á hann.


Maðurinn myndarlegi tók eftir augnaráði konunnar og gekk beint til hennar (eins og allir karlmenn hefðu gert).


Áður en hún gat beðist afsökunar á því að hafa starað á hann, hallaði hann sér að henni og hvíslaði: "Ég geri hvað sem er, og ég meina algjörlega hvað sem er, fyrir þig, alveg sama hversu kinkí það er, fyrir 2 þúsund kall... með einu skilyrði..."


Konan var algjörlega slegin út af laginu, næstum orðlaus (sem gerist nú ekki oft) en stundi að lokum upp spurningu um hvert skilyrðið væri.  

Maðurinn svaraði: "Þú þarft að segja mér hvað þú vilt í hvorki fleiri né færri en þremur orðum."


Konan íhugaði tilboðið eitt augnablik, dró síðan tvo þúsundkalla upp úr veskinu sínu, þrýsti þeim í lófa mannsins, ásamt heimilisfanginu sínu, horfði svo djúpt í seiðandi augu hans og sagði hægt en ákveðið...




...."Þrífðu húsið mitt"


Konur eru engir kjánar ;)
 

friendshipday-fixb-w500-h500friendshipday_631976669_1217454811_THE_WOMAN__


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hahahahahahaha...kona ad minu skapi  

hafdu thad gott kella, vonandi ertu ekki á haus i bakstri..ég er alveg ad fara á stad med thad...svona svona..thad kemur..

hafdu thad sem best min kæra..kreist og kram á thig

María Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: JEG

Nei ekki á haus en á hnjánum kannski hehehehe....

knús back to you

JEG, 3.12.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Anna Guðný

Gaman að heyra þennan aftur. Langt síðan síðast.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 3.12.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... tjellingar sko! Aldrei hægt að daðra við þær sko - þær bara standa fast í jörðina, með báða fætur! Snilldar joke skvísa ... knús og kram á þig í Hrútó!

Tiger, 4.12.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Renata

ó my! ég myndi vilja hitta þennann gaur, hann myndi fá líka svipaða ósk frá mér. það er allt á hvolfi eins og er

Renata, 4.12.2008 kl. 08:05

6 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 4.12.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband