5.12.2008 | 14:57
Góðar hugmyndir
Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og gera dagana meira spennandi og innihaldsríkari, mæli ég með að þú gerir eitt/fleiri/öll eftirtalin atriði reglulega....
1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum með sólgleraugu. Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.
2. Kallaðu sjálfa þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta rödd þinni.
3. Stattu föst á því að netfangið þitt sé:
Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca
4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu "má bjóða þér franskar með þessu?"
5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir "Innbox"
6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við prjónadót
7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.
8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.
9. Ljúktu öllum setningum þínum með; Samkvæmt spádómum.
10. Ekki nota punkta.
11. Eins oft og mögulega hægt; hoppa í stað þess að ganga
12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur svarað.
13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntun þín sé "taka með".
14. Syngdu með í óperunni
15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan ryþma.
16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af diski alla daga.
17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú sért ekki alveg upplögð.
18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafni þínu, Rock Hard.
19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar þú "Ég vann! Ég vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"
Og að lokum, síðasta ráðið til að halda uppi mátulegri geðveiki í
hversdagsleikanum:
20. Sentu þetta bréf áfram til allra í netfangaskrá þinni, líka þeim sem hafa sent þér þetta og einkum þó þeim sem hafa sérstaklega frábeðið sér ÖLL svona bréf.
'·.¸¸.·´¯'·.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸ ><((((º>
.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸ ><((((º>
Syntu í friði...
Athugasemdir
Vá flott flott
Hafðu það gott um helgina
Anna Guðný , 5.12.2008 kl. 15:30
Gaman að þessu sko. Enda nota ég nr 9 endalaust mikið núna. Peppa upp jákvæðnina með þessu skilurðu
Knús á þig vinkona
Tína, 5.12.2008 kl. 23:23
Knús á ykkur kæru konur.
JEG, 5.12.2008 kl. 23:45
Þessi er meiriháttar verst að við séum ekki að vinna úti bara heima en þú getur prófað þetta á rollurnar og ég á krakkana múhahahaha risaknús á þig og þína.
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 6.12.2008 kl. 10:12
Góða helgi elsku Jóna...skal byrja á punkti á mánudag
Renata, 6.12.2008 kl. 17:53
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:07
Kvitt kæra frænka og kveðja í sveitina.
Vilhjálmur Óli Valsson, 7.12.2008 kl. 09:45
helviti gódar uppástungur tharna sko væri ekki vitlaust ad prufa eina eda tvær.. allt til ad lifga uppá andann.
vonandi hefurdu gódan sunnudag og ert ekki á haus ad gera eitthvad...sem thú alltaf ert kreist og kram til thin
María Guðmundsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.