12.12.2008 | 23:47
Ekki hætt að blogga bara busy woman.....:)
Rétt svona til að láta ykkur vita þá er ég ekki hætt að blogga sko ......sleppið nú ekki við það neitt.....
En eins og síðasta færsla bar með sér þá skrapp ég suður að versla og jú gékk það vel. Gat reddað svo til öllu en sumt var bara hreinlega ekki til svo það reddast síðar. Hefði viljað hafa meiri tíma en það var ekki í boði svo ég gaf mér ekki tíma í neitt auka stúss eins og kaffiheimsóknir sem alltaf er verið að krefja mann um. En svona er lífið .....eintóm kapphlaup við klukkuna. Ég er svo viss um það að hún gengur hraðar þarna fyrir sunnan en hér í sveitinni .....allavega þegar ég er í bænum. Maður er varla kominn inn í einhverja verslun þegar maður sér að maður ætlaði að vera kominn í þá næstu. Að loknu verslunarflækinginum á miðvikudaginn var farið heim til systu og gist. Nú svo var mætt niður á BSÍ kl 11:00 til að sækja pakka með "hrútasæði" sem var verið að panta sérstaklega af Suðurlandinu og ferðin meðalannars gerð út á. Brunað svo með smá stoppi hér og þar að pikka upp eitt og annað sem vantaði í viðbót á leiðinni heim. Rétt skreið heim á undan strákunum úr skólanum. Rústaði öllu út úr bílunum sem ég hafði notaben helling fyrir að raða inn svo færi sem best um allt. Þrumaði í fjárhúsin .....skipti auðvitað um föt .....maður fer jú ekki í betrigallanum í húsin..... og hjálpaði gamla að hlaða sæðingabyssuna. Og svo þurfti að ganga frá öllum herlegheitunum sem ég var búin að handfjatla hvað eftir annað ....í körfuna...í poka....í bílinn ....úr bílnum og halló líka í skápa og hillur takk því þetta bara gerist ekki sjálft. Nú svo í dag er allt búið að vera á fullu í að flokka rollurassa svo og hleypa til en það hafðist að koma 5 hrútum í í dag. Og heldur brjálæðið áfram á morgun. Ættum að ná að klára það sem þarf svona í fyrstu lotu. Þannig að nú ætla ég að fara og skoða tilboðin í draumalandi ....góða nótt allir.
Athugasemdir
En fyndid. ég læri helling um sveitalíf, vid ad lesa sumar færslurnar thínar. Hrútasædi, sædingabyssuna,..... hvad erud thid eiginlega ad gera tharna í sveitinni, bara spyr. Mig langadi svo ad búa í sveit sem barn, og langar enn ad prófa. Verd ad heimsækja thig einhvern tíma thegar ég kem til landsins. Thekki annars EKKERT fólk búsett í sveit. Gódan jólaundirbúning. Bestu kvedjur.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.12.2008 kl. 00:59
Ó Sólveig ég vildi að ég lærið eins mikið í dönsku á að lesa þitt blogg hehehehe..... en ég sökka í lestri erlendra mála Já vertu velkomin í sveitina ef þú kemur á skerið. Knús back to you.
JEG, 13.12.2008 kl. 01:17
í Færeyjum heitir þetta brundatíð
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.12.2008 kl. 08:37
hahaha...enga princesustælar á bænum hjá þér :)
ég verð að taka undir hjá Sólveigu að ég er á einhverskonar námskeiði þegar ég les blogið hjá þér :)
gaman gaman, eigðu frábæra lambahelgi
Renata, 13.12.2008 kl. 08:44
já sama segi ég, alger frædsla um lifid i sveitinni hér takk, ég fila thad vel. Enda oft langad ad prufa ad búa i sveitinni, svo thad er ágætt ad madur læri adeins um hvad thad snýst Takk fyrir thad min kæra. Já thad er annad timabelti i henni stórborg,thad er alveg deginum ljósara,mikid sammála thvi.
hafdu thad gott elsku sveitakona og njóttu helgar
María Guðmundsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:49
Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:40
Gangi þér vel með hrútarómantíkina í sveitinni mín kæra Takk fyrir öll faðmlögin undanfarið, hlýju orðin og peppið. Knús á þig
Ein-stök, 14.12.2008 kl. 20:41
þú ert svo dugleg elskan. knús á ykkur
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 15.12.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.