22.12.2008 | 13:47
Bréfið....
Ární fékk loforð frá jólasveininum:
Ef þú verður stilltur í heilt ár þá máttu
senda Jesúsi bréf og segja hvað þig langar í jólagjöf. Um jólin tekur Árni
Pappír og penna og byrjar svo að skrifa:
Kæri Jesús. Mig langar rosalega mikið í fjallahjól í jólagjöf og útaf því að ég var svo stillturá árinu þá en svo stoppar hann því hann veit að hann var ekkert of þægur á árinu. Hann hendir bréfinu í ruslið og byrjar á öðru:
Góði Jesús, mig langar í fjallahjól í jólagjöf. Ég var svolítið óþægur.. en
hann stoppar og segir við sjálfan sig að hann var ROSALEGA ÓÞÆGUR á árinu. Hann nennir ekki að skrifa meira og fær sér því göngutúr. Þegar hann er búinn að labba drjúgan spöl stendur hann hjá kirkjunni og ákveður að fara inn. Presturinn er að tala við kirkjuvörðinn en þá sér Árni litla styttu af Maríu Mey, grípur hana og hleypur út. Þegar heim er komið skrifar hann bréf:
Kæri Jesús, Ég er með mömmu þína í fangelsi heima hjá mér. Ef þú gefur mér ekki fjallahjól þá fer illa fyrir henni, Virðingarfyllst Árni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.