23.12.2008 | 18:26
Snjókastið.....
Lítill drengur kemur rennandi blautur og útataður í snjó inn í húsið. Hvað kom fyrir þig? spurði móðir hans.
Þessir íllkvitnu strákar hinu megin við götuna, komu og hentu í mig snjóboltum í allavegana tuttugu mínútur! svaraði drengurinn.
Elskan mín sagði móðir hans full samúðar, af hverju komstu ekki inn og náðir í mig þegar þetta byrjaði?
Strákurinn setti hendur á mjaðmir sér, leit á hana og svaraði: Til hvers hefði það verið, það vita allir að þú myndir ekki hitta kú með snóbolta, þó þú héldir í halann á henni!
Athugasemdir
nokkud til i thessu hjá gutta.
Gledileg jólin kæra min, vonandi hefur thú og thin fjølskylda thad sem best um hátídina og megi nýtt ár færa thér eintóma gledi bara vid stólum á thad erthakkí??? Ekkert kreppuvæl hér.. enda ég í útløndum...flaut flaut..
En allavega, jólakvedjur til thin sveitakona, knús og kram og det hele
María Guðmundsdóttir, 23.12.2008 kl. 18:51
Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja
Linda og Fjölskylda :):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:51
Gleðilega hátíð mín kæra JEG - megi friður og ljúfleiki fylgja þér og þínum um jól og áramót, sem og alltaf bara! Knús og kram á ykkur öll ..
Tiger, 24.12.2008 kl. 20:28
Gleðileg jól, yndið mitt.
SigrúnSveitó, 25.12.2008 kl. 00:00
Gleðileg jól Jóna mín og hafið þú og þín fjölskylda það gott um jólin.
Anna Guðný , 25.12.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.