28.3.2009 | 17:16
Update.....!
Jæja kannski maður fari nú að blogga eitthvað misgáfulegt ? Sko annað en hrukkuvaldara. Þó það sé nú ósköp hollt að hlæja af og til.
Nú eins og kom fram fyrir nokkrum bloggum síðan fór ég ásamt börnum í fremingu um daginn og gékk sú ferð vel þó svo að veðrið hafi reynt að hræða okkur á heimleiðinni. En þar sem maður er jú alinn upp í vetrarríki þá þarf nú dáldið meira til að hræða mig. Og komumst við heim án teljandi vandræða. Fermingarbarnið.......eða stúlkan .....því hún telst jú ekki barn lengur.....var gullfalleg hin prúðasta stúlka. Ánægð með daginn sinn svo best ég veit. En eins og allir vita eru þessi blessuð börn orðin æði kröfuhörð á þessum degi því miður. Verð að lauma hér inn mynd af henni.
Nú svo er yfirstaðin Árshátíðin í skólanum á Borðeyri. Tókst hún mjög vel og var virkilega vönduð og vel æfð atriði. Fá og góð. Krakkarnir tóku rómann úr Kardimommubænum og svo var Mamma Mía show. Já það dugar nú ekkert minna í sveitinni sko.
Þá er búið að ræna Soffíu frænku.
Hvar er ..... mín? Hvar er ..... mitt? Og hitt?
Já nei Soffía vill ekkert aftur heim.
Minn maður var nú ekki á því að taka þátt í þessum söng þar sem honum fer illa að bíða og dagvistunarbörnin voru á milli stóru atriðanna. Og púkinn náði yfirhöndinni.
Látum þetta duga.
Ciao.
Athugasemdir
greinilega verid hin besta skemmtun gódar myndirnar af listafólkinu. Til hamingju med frænkuna. hér lidur ad "stóra" deginum...úha..
og hér er sko ekkert komid vor heldur....gekk á med heljarinnar haglélum i gær...djøs leidindi bara.
Hafdu góda helgarrest, knús og kram til thin
María Guðmundsdóttir, 28.3.2009 kl. 17:54
Mjög fallegar myndir hjá þér, gaman að skoða það. Þú getur verið stolt af börnum og unga fermingadömu.
betstu kveðjur
Renata, 31.3.2009 kl. 13:46
Sá ég ekki glitta í þinn mann þarna einhvers staðar í kokkafötum..greinilega rosalega flott hátið og mikil vinna lögð í sviðsmynd og slíkt...það er alltaf svo gaman að þvi sem börnin eru að gera.....gott að þið komust heil heim... dfgjaædæfk...þetta var kveðja frá Hauki litla en hann er hér í fangi og vill skrifa líka....annars finnast vaxlitir hér í bleyjum...litla skottan mín er nýfarin að vilja teikna og nýfarin að geta teiknað annað en "abstraktverk"...hér fæðast líka aðallega prinsessur og síðhærðar mömmur (ég er ekki síðhærð)...skil ekki þetta prinsessugen í henni dóttur minni því þetta er alls ekki alið upp í henni...virðist vera meðfætt..hún vill ekki ganga í neinu nema bleiku þessa dagana
Sigrún (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:28
Jú passar Gunnar var kokkurinn í Kardemommubæ. Já þetta var alveg frábært hjá þeim. Betra en í fyrra sko. Meira lagt í og styttra sem er jú bara í lagi.
Já hann er efnilegur guttinn heheheh.... Guðveig er barasta sjúk í að lita og teikna og gæti eflaust gert það allan daginn. Hér er nú þetta bleika ekki enn komið en gæti eflaust farið að koma. Þó er pæjan í henni virk því ég fékk svo mikið af pæjufötum frá sysir minni og það verður nú að nota þetta :) Og eins fékk hún svo mikið af bleiku þvi það er ekki mikið um stelpur í famelýunni hans...(mágs míns) eigilega engin bara .....man ekki eftir neinni. Svo hér þarf mín ekki að ganga í strákafötum :) Og það er jú nýtt fyrir mér hehehe....svona kjóla og pilsa eitthvað. En bleikaveikin er víst bráðsmitandi um 3ja ára aldurinn.
Knús á ykkur skvísur.
JEG, 1.4.2009 kl. 16:18
Ekki svo langt síðan ég var á árshátíð líka hjá heimasætunni. Mjög gaman, hún lék í einhverskonar ævintýrasúpu sem kallaðist Hver er flottastur ? Svo var uppsetning á gamla góða Grease sem yljaði manni um hjartarætur. Eigið góða helgi :-)
Guðrún Una Jónsdóttir, 4.4.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.