1.4.2009 | 11:04
gamalsdags brandari
Búðarþjónninn í krambúðinni var að taka náttföt upp og setja þau í hillur frammi í búðinni. Bóndi einn stóð og horfði á búðarmanninn eins og naut á nývirki.
- Hvað er nú þetta? spurði hann.
- Þetta eru náttföt.
- Náttföt? hváði bóndinn. Til hvers notar maður þau?
- Til þess að vera í á nóttunni, svaraði búðarmaðurinn. Viltu kaupa eins og ein?
- Hvað ætti ég svo sem að gera við þau, svaraði bóndinn fullur fyrirlitningar, ég fer ekkert á nóttunni, nema í rúmið.
Athugasemdir
Kannast við þennan
Anna Guðný , 1.4.2009 kl. 13:47
hahahahaha...góður!
Renata, 1.4.2009 kl. 15:14
heyr heyr..!! list vel á kallinn..svona á thad bara ad vera..natural sko.
hafdu thad gott skvís, knús og kram hédan
María Guðmundsdóttir, 1.4.2009 kl. 18:58
múhahahah þessi er snilld darling
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 2.4.2009 kl. 10:24
Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.