6.4.2009 | 22:36
Þá sjaldan maður......!
Bregður sér af bæ.
En það var nú einmitt gert núna um helgina. Sem er merkilegt af því leyti að það er jú ekki oft ......eiginlega mjög sjaldgæft að við förum eitthvað .......saman sko. Því það þarf að stunda vinnu utan búsins og sonna. En núna var árshátíð hjá N1 og þar sem stóð vel á var ákveðið að skella sér. Byrjaði ég á að droppa inn í búð til að reyna að finna á mig einhverja fík og held ég hafi mátað allt sem ég komst í þarna í búðinni. Var nokkuð sátt með útkomuna þó svo ég hafi ekki verslað mér galakjól eða þannig. Heldur fór ég þægilegu leiðina og jafnframt þá hafkvæmustu. Og fyrst ég var byrjuð að máta þá lét ég eftir mér smá auka :) Nú þar sem við erum utan af landi þá fylgdi frítt hótelherbergi í boði N1. Var árshátíðin alveg ágæt skemmtun en um miðnætti var nú ansi farið að fækka fólkinu í salnum. En þetta voru jú rúmlega 700 mannns í Vodafone höllinni. Maturinn var þokkalegur þó svo ég hefði aldrei valið Önd í aðalrétt fyrir svona stórann hóp. Skemmtiatriðin ágæt og Veislustjórinn Freyr Eyjólfsson fór á kostum og var með......þema ......já sko kynlífsþema heheheh....góður. Hljómsveitin Klaufarnir spiluðu svo fyrir dansi..... ágætir en við fórum fljótlega eftir að þeir fóru að spila .....því hugur okkar lá á Nasa en Paparnir voru að spila þar. Systir mín og vinkonur hennar voru einmitt á leið þangað. Tókum við svo rúnntinn svona í leiðinni fyrst maður var að þessu bæjarrölti á annað borð :) En við fórum á bílnum þar sem það var jú mun gáfulegra heheheh... Nú svo var farið upp á hótel en ekki náði maður nú miklum svefni þar sem losa þarf herbergin fyrir hádegi. Kítum í heimsókn og svo í búðir .....sem tekur jú alltaf tíma. Lentum ekki heima fyrr en rúmlega 19:00 svo sunnudagsmaturinn var eldaður á methraða hihihi......
Börnin voru öll á sitt hvorum staðnum. Gunnar fór með okkur suður en hann verður hjá pabba sínum um páskana. Jónas gisti á næsta bæ hjá vinkonu sinni og Guðveig var hér heima hjá múttu. En hún greyið er enn kvefuð og já enn kvefaðri nú en þegar við fórum svo það er búið að pannta tíma hjá doksa á morgun til að láta kíkja á skottuna. Bara svona til að vera save.
Jæja ætli ég láti þetta ekki duga af uppdeiti vikunnar :)
Athugasemdir
Var þetta samt ekki gott og gaman að komast aðeins tvö burt frá öllu stóðinu?
knús og kram í sveitina þína
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 7.4.2009 kl. 10:39
Jú það var óneitanlega næs. :)
JEG, 7.4.2009 kl. 11:38
já bara gott hjá ykkur ad bregda ykkur af bæ thá sjaldan madur lyftir sér upp..
Hafdu góda viku, knús i sveitina
María Guðmundsdóttir, 8.4.2009 kl. 04:16
Frábært hjá þér :)
Var leita eftir þér á djamminnu, var á Thorvaldsen ...hahaha...komst ekki lengra til Nasa eða í næsta hurð
kveðjur frá snjóþakkinn Reykjavík
Eigðu yndislega Páska...
Renata, 8.4.2009 kl. 09:25
Takk María mín.
Hehehehe.... já það hefði verið skemmtilegt að hitta á þig Renata. Við fórum bara á Nasa og ekkert annað .......gáði ekki einu sinni á aðra staði .....og ég veit nú varla hvað þeir heita. T.d. voru ekki svona margir skemmtistaðir við Laugarveginn síðast þegar ég vissi. Kannski 2 eða 3 en núna er varla hægt að labba fyrir biðröðum á pöbbana ! Ótrúlegt hvernig þessir staðir lifa svona hver ofaní öðrum....og það er "KREPPA"
Eigið ljúfa páska sjálfar
JEG, 8.4.2009 kl. 13:00
Gott að heyra að þið höfðuð það fínt í borginni. Verð að vera þér sammála með öndina. Ekki eitthvað sem passar í aðalrétt í svona stórri veislu. Hvar fengu þeir annars svona margar endur?
Hefði nú verið gaman fyrir ykkur Renötu að hittast.
Ég gat ekki séð neitt kreppulegt þegar ég keyrði fram hjá ríkinu hér í bæ í dag. Röð langt út á gangstétt, öryggisverðir kallaðir til og hleypt inn í hollum.
Eru að vísu margir gestir hér um páskana en mér er sama.
Annars bara Gleðilega páska og hafðu það gott
Anna Guðný , 9.4.2009 kl. 01:18
Gott að þið gátuð skemmt ykkur saman hjónin. Við gerum þetta skammarlega sjaldan. Fórum síðast á Ladda skemmtunina í Borgarleikhúsinu í apríl í fyrra rétt áður en Haukur fæddist....Vona að prinsessunni batni sem fyrst..knús til ykkar og gleðilega páska
Sigrún Fjóla (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:17
Gleðilega Páska og ljúfar notalegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:58
Innlitskvitt og páskakveðjur
Sigrún Óskars, 12.4.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.