Meira grín....:)

Bisnessmaður sendi konu sinni fax :

“Til elskulegrar eiginkonu minnar:

Þar sem þú ert 54 ára og skilur væntanlega, eftir 30 ár í hjónabandi, þá eru ákveðnar þarfir sem þú getur ekki lengur uppfyllt. Ég er mjög hamingjusamur með þér og virði þig sem góða eiginkonu. Þess vegna vona ég að eftir að hafa lesið þetta fax, munir þú ekki gera mikið úr þeirri staðreynd að ég mun eyða kvöldinu með 18 ára gömlum ritara mínum á Hótel Borg. Góða mín farðu nú ekki í uppnám yfir þessu. Ég mun verða kominn heim fyrir miðnætti”.

Þegar maðurinn kom heim, fann hann eftirfarandi skilaboð á borðstofuborðinu:

“Minn kæri eiginmaður :

Ég hef mótttekið faxið frá þér og þakka hreinskilnina. Ég vil nota tækifærið og minna þig á að þú ert líka 54 ára. Í leiðinni langar mig að segja þér að þegar þú lest þetta verð ég á Hótel Holti með tenniskennaranum mínum honum Mikhael, sem eins og ritarinn þinn er líka 18 ára.

Sem gamalreyndur bisnessmaður og með þína frábæru þekkingu í stærðfræði, muntu sjá að við erum í samskonar málum … þó með einum smá mun :

18 gengur oftar (upp) í 54 heldur en 54 í 18 …. og því verð ég ekki komin heim fyrr en um hádegi á morgun!

Koss og knús frá eiginkonu þinni, sem virkilega skilur þig …”

sex-20


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Góður

Sigrún Óskars, 15.4.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 takk fyrir ad lyfta lundinni hjá manni

María Guðmundsdóttir, 15.4.2009 kl. 18:24

3 Smámynd: Anna Guðný

Þessi er sko með þeim betri sem ég hef heyrt.

Anna Guðný , 16.4.2009 kl. 01:53

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:47

5 identicon

Algjörlega frábær!

Vona að þú hafir það sem best

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband