Upprifjun :)

Já hellingur hefur nú átt sér stað síðan síðast ég skrifaði eitthvað af viti........t.d. 2ja ára afmæli prinsessunnar þann 15. apríl.

DSC04642Haldið var smá veislukaffi :)

DSC04647Ekkert smá sátt með það sem Erla amma prjónaði handa henni :)

Nú svo komu páskarnir.  Gunnar fór til pabba síns og var þar allt páskafríið og var Jónas orðinn ansi leiður á að hafa ekki bróðir sinn til að leika og rífast við :)  Og voru miklir fagnaðarfundir hjá krökkunum þegar Gunnar var sóttur á rútuna. 

DSC04651Verið að kjamsa á innihaldi páskaeggsins :)

DSC04654Verið að fá sér karamellu ;)

Nú svo síðasta vetrardag fór ég á Reunion með samnemendum mínum úr Gaggó Mos.  Mikið var nú gaman að hitta allt fólkið aftur en það eru liðin 10 ár síðan síðast......sem er allt of langt.  Byrjað var á að fara rúnt um skólann en mikið breyting hefur átt sér stað síðan við vorum í 9. bekk.  Skólinn hefur verið stækkaður og komið er mötuneyti og fl.  Þó er sumt sem hefur ekki mikið breyst .....ef þá nokkuð :)  Hefði verið gaman að sjá fleirri en margir eru erlendis þó svo að sumir létu það ekki stoppa sig. 

DSC04669Flestir þeir sem mættu á skólaröltið.  Og var myndataka í stiganum svona til að rifja upp :)

Nú og á meðan ég var á þessu bæjarbrölti .....en ég tók Jónas með mér og var hann hjá frænku sinni í Kjósinni en við gistum þar ........byrjaði sauðburðurinn....:)  Já og núna viku síðar eru 40 ær bornar.  En það er fín útkoma á fyrsta holli í sæðingum vetrarins.  Nú er 1-3 daga pása og svo byrjar næsta holl.....og þar með venjulegur sauðburður. 

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med litlu prinsessuna   og bara finar myndir hjá thér  

er svooooooooo gaman ad fara á svona reunion, hitta alla gømlu bekkjarfélagana aftur, missti af minu sidast og sé enn eftir thvi..alltof langt á milli. Gott hjá thér ad skella thér skvís  

en gangi ykkur vel i saudburdi, thad er alltaf nóg ad gera á bænum  knús og krammar hédan

María Guðmundsdóttir, 28.4.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Til hamingju með litlu prinsessuna. Hún tekur sig vel út í lopapeysunni.

Það byrjar snemma hjá ykkur burðurinn. Vonandi gengur allt vel.Sauðburður er bara yndislegur. Ég fer á æskuslóðirnar eftir viku að taka á móti lömbum. Hlakka svoooo mikið til

Guðrún Una Jónsdóttir, 28.4.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Renata

Til hamingju með yngsta afkvæmi...sætust, og Jónas litli eins og alltaf svo mikið krútt.

Skoðaði myndinar þínar á facebookini...það var fjör hjá ykkur!! gaman gaman!!!

knús á línuna

Renata, 30.4.2009 kl. 09:13

4 Smámynd: JEG

Takk takk .....heheh....já Renata sumir geta skoðað mann meira en aðrir þar hehehe.... en já þetta var bara gaman. 

Knús á alla. 

JEG, 30.4.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:06

6 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Knúsi knús á þig og fallegu börnin þín.

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:35

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 1.5.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband