1.7.2009 | 11:27
Gulrótarkaka :)
Jæja var víst búin að lofa þessu fyrir löngu svo það er víst betra að fara að standa við það :)
Gulrótarkaka.
300 gr. Púðursykur
4 stk. egg
250 gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsóti
1/2 tsk. salt
2 tsk. kanill
1/2 tsk múskat
2 tsk. vanillusykur
100 gr. valhnetur (saxaðar)
300 gr (ca) rifnar gulrætur
2 dl. matarolía
Sumir setja 1/2 dós af kurluðum ananas líka en mér finnst það ekki gott svo ég sleppi því eins dregur það úr geymsluþolinu.
Þeyta egg og púðursykur vel. Svo er öllu nema gulrótum og hnetum bætt útí og hrært saman. Að lokum bætið hnetum og gulrótum og hrærið með sleif. Bakað í 1 klst. á 160°C (passar í stórt springform eða ferkantað og 2föld er passleg í heila ofnskúffu)
Ostakrem.
375 gr. rjómaostur hreinn
750 gr. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
1 msk. sítrónusafi (ef vill)
Gott er að henda kökunni í frost til að fá kremið til að stífna svo þarf að geyma hana í kæli.
Verði ykkur að góðu :)
Athugasemdir
takk fyrir þetta á örugglega eftir að prófa, en er muskatið nauðsynlegt?
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.7.2009 kl. 14:48
Nei múskat er ekki nauðsyn. Ég blandaði saman 2 uppskriftum. Múskatið er það lítið að það finnst varla fyrir púðursykri og kanell. Eins má sleppa hnetum. Ég nota aldrei anannas en hann er í annari uppskriftinni sem ég mixaði í þessa. Bæði finnst mér það vont og ananas súrnar fljótt.
JEG, 1.7.2009 kl. 16:31
Girnilegt
hafdu thad gott , knús og kram hédan
María Guðmundsdóttir, 2.7.2009 kl. 08:00
þessi er æði, takk fyrir uppskrift :)
Renata, 6.7.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.