Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Tönn nr. 3

Loksins loksins er hún komin.
3ja tönnin hjá skvísunni.
Sú vinstri varð á undan en hin verður ekki langt á eftir.
Þannig að nú verða þessar 2 niðri ekki lengur einar og strákarnir meiga fara að passa sig ef fýkur í litlu konuna.
Hún á eflaust eftir að nota pörin vel á þá.

barn

Kúmenbrauð

Kúmenbrauð.

2 1/2 dl sjóðandi vatn

100gr smjörlíki

200gr sykur

2 stk egg

2msk kúmen

1tsk salt

    Hrært vel.

500 gr hveiti

2tsk matarsóti

Blandað samanvið.

Bakað við 180°C þar til ekki festist á prjóni.

Rosalega gott með smjöri.

lovya


Jæja já.

Já allt tekur lengri tíma en sagt er.  Því er ver.  En maður dokar bara aðeins lengur og reynir að anda með nefinu.  Eins og maður geri það hvorteð er ekki ha!

Ekki sosum mikið í fréttum nema að maður er að jafna sig eftir afmælissprengjuna um helgina.  Já það þurftu allir að halda uppá afmæli á laugardaginn úffff.... Ég komst nú ekki nema í 2 enda var eitt hér fyrir norðan og eitt í Borgarnesi og svo eitt hjá systu fyrir sunnan. Ég prjónaði kjóla á skotturnar í gjöf en fékk smá aðstoð þar sem tíminn tók mig í rassgatið og tengdó hespaði 2 kjólum af fyrir mig en þeir eru 5 í heildina.  Sá síðasti er að klárast og ætla ég að skella inn myndum af þeim þegar síðasti er klár.

En nú ætla ég að halda áfram að prjóna og doka.

no-sex


Skipulagt kaos í Höfuðborginni.

Jæja !

Þessar 2 ferðir mínar til Höfuðborgarinnar til að sækja húsgögn urðu til þess að ég komst að leiðinlegri staðreynd um Höfuðstaðinn.  Og hún er sú að allar þessar nýbyggingar og stækkun hverfa ja og öll þessi viðbótarhverfi eru ..... ILLA SKIPULÖGÐ.  Það er ekki með nokkru móti hægt að fara "short cut" styttri leiðina að neinu eða frá neinu. Og merkingarnar maður minn úfffff. Ef maður er hreinlega ekki með GPS í bílnum þá er maður bara í vanda staddur.

Nýja hverfið í Kópavogi (Lindir - Salir - Kórar - Hvörf) er nú alveg fáránlega kjánalegt ....eins og Bjúga í laginu. Inn og út á endunum og halló maður er annað hvort í Smáranum eða takk kærlega í Víðidalnum - Elliðavatni þegar maður finnur hinn endann Shocking  Engin leið að komast úr miðju hverfinu yfir í Seljahverfið og Mjóddina. Neibb of heilagt þetta svæði á milli sko .....skólasvæði en ég hlélt að skólarnir væru nú ekki þarna sem ég hefði viljað sjá Tengibraut.  Sem btw lítur út fyrir að vera þegar maður skoðar kortin í símaskránni.   Og tafði þetta mig um ca 1 klst. þar sem að ég var jú með kerru og allt þetta vesen að halda að maður væri að fara betri leið en að fara til baka sömu leið.  Nú það sem sótt var í þessari ferð var allt á vísum stað í rótgrónum hverfum nema það var jú einn hlutur sem þurfti að sækja í Salahverfi og þar með fór mín gleði á annars sólríkum degi.

Nú í næstu ferð varð smá misskilningur hjá mér með götuheiti í Hafnarfirði en þar er jú líka ný hverfi sem ekki allir þekkja.  En þeir sem þar búa halda að allir séu sko á hreinu með þetta allt saman.  En ég þurfti í Vangana og Börðin og var búin að stimmpla inn hjá mér að ég væri að fara að sækja sófa í Vangana  líka en neibb það var nú ekki.  Því þegar ég hringji í manninn og tilkynni mig þá var það nú barasta Vellir takk.  Og ég var í nágernninu rétt áður ooohhhh..... bara svekkjandi.  En það varð bara að taka því. Og var brunað til baka og inní Vallahverfi sem btw er illa skipulagt og asnalega merkt því að gatan sem ég þurfti í er inní hverfinu og ekkert sem bendir til þess að það séu inngötur frá hliðargötunum ef þið skiljið mig.  Og svo var það líka misskilningur að maðurinn hélt að ég væri stödd við VallarBónus en ekki VangaBónus svo að ég var jú lengur á leiðinni.  Og töfin kom svo algerlega þegar ég ætlaði til baka OMG ég þurti nánast að fara inní hesthúsahverfið í Sörla til að komast á Reykjanesbrautina aftur.  Fáránlegt. 

Hvenig nennir fólk að búa í svona hverfum??? Ég bara spyr.  Og hvað er málið með allar þessar byggingar ???? Er virkilega svona margt fólk á Skerinu ?  Og er fólk virkilega svona fjáð ?  Hvar er þessi kreppa og peningaleysi sem allir eru að væla um?  'EG er bara ekki að botna þetta enda bara "sveitakjelling"

pluto


Bloggboðorðin 10

 

1101943439r562kj.jpg

1 - Ég er bloggið þitt. Þú skalt ekki önnur blogg hafa.

2 - Heiðra skaltu föður þinn og móður. Sá sem stelur hugmynd frá öðrum og birtir á bloggi sínu ætti að hunskast til að tengja á heimildina eða hrósa höfundi fyrir hugmyndaflug.

3 - Halda skaltu hvíldardaginn heilagan Sá sem bloggar á sunnudögum og birtir það, lifir sennilega tilbreytingalausu lífi. Tilvalið er að semja allar færslur vikunnar á sunnudögum og drita þeim inn eftir geðþótta á virkum dögum til að lesendur haldi að bloggarinn hafi ekkert fyrir þessu.

4 - Þú skalt leyfa athugasemdir. Blogg án athugasemda eru eins og fólk án kynfæra. Flott útlit en engir möguleikar á gagnvirkni. Munum að Óskar Nafnleyndar gerir langflestar athugasemdir á bloggum og það jaðrar við rasisma að meina honum og systrum hans að hella úr skálum heimsku sinnar og greindar í ríkum mæli.

5. - Þú skalt eigi mannorð deyða. Þótt einhver liggi vel við höggi og auðvelt sé að fá far með vinsældavagninum, jafnvel mæta á kertavökuna, skal forðast að lífláta fólk með gífuryrðum á blogginu. Munum Lúkasinn.

6. - Þú skalt eigi drýgja hór. Ef þú skoðar klámsíður, skaltu ekki halda því á lofti nema meðal fólks sem er hrifið af slíkri iðju. Ef þú hlakkaðir til að mæta á klámþingið á Hótel Sögu, skaltu ekki hafa orð á því.

7. - Þú skalt eigi stela. Hvað er þetta boðorð eiginlega að gera hérna? Er hægt að stela bloggi? Kannski útliti þess.

8. - Þú skalt eigi sníkjublogga. Að setjast að í kommentakerfi annarra með langar færslur og tjá þig um alla mögulega hluti, án þess að halda úti eigin bloggi, er frekar ófínt, nema hýsillinn fagni því á sama hátt og átvagl gleðst yfir súkkulaðikremi á hveitibrauðssneiðina sína. Gott sníkjublogg getur orðið list.

9. - Ekki girnast blogg náunga þíns, bloggvini hans eða neitt sem tilheyrir bloggi náunga þíns.. Byrjaðu bara að blogga á eigin spýtur.

10. -Þú skalt ekki tilbiðja falsblogg. Best er að hafa byrjað að blogga áður en allir fóru að blogga, tilheyra ekki bloggsamfélagi og frábiðja sér margar heimsóknir á síðuna því það er svo gott að tilheyra litlum og notalegum hópi. Mundu að á Vísirs blogginu eru Farísear, tollheimtumenn og annað pakk.

… hér var birting stöðvuð tímabundið meðan beðið er álits biskups…

good-morning_9


Enn á ný

Jæja þá er verið að leggja í aðra húsgagnaferð. En það var ekki hægt að taka allt síðast. Þannig að nú er ég að fara og sækja sófa fyrir vinkonu mína. Og í leiðinni ætla ég að sækja 2 Lasyboy fyrir gamla settið en það var að fjárfesta í þeim helegheitum. Enda alger nauðsyn að eiga slíkar mublur.

En allavega þá er ég að skjótast suður og jú með allan barnahópinn með mér og ætlum við að gista hjá systu eina nótt.

Þar til næst.

GD


Sló í gegn.

Á föstudaginn kíkti við hjá mér ein bloggvinkona mín. Óvænt og skemmtilegt. En það er jú þannig að þegar maður er búinn að lesa blogg hjá einhverjum og sjá myndir af börnunum og sonna þá finnst manni maður þekkja viðkomandi þó maður þekki hann ekki neitt. Allavega þá var tekið smá stopp og sötrað kaffi. Nú þar sem ég gerist stundum svo myndarleg að baka þá bakaði ég jú einmitt með kaffinu Skonsur sem er eitt það vinsælasta hér á bæ. Fengu börnin svo skonsur í nesti og er mikið búið að tala um ágæti þeirra. Þannig að Anna mín nú er bara að fara að æfa sig að baka skonsur þegar maður kemur heim og set ég því uppskriftina hér fyrir þig.

SKONSUR

2 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsóti

1/2 bolli sykur

2 egg

súrmjólk eða mjólk

Deigið á að vera svipað og vöffludeig að þykkt.(alls ekki þynnra)

Steikt eins og pönnukökur nema á minni hita og hafa frekar þykkar.

Verði ykkur að góðu.

Ég nota aldrei nema 1/2 bolla af sykri þó ég 2faldi uppskriftina eins er ég farin að setja smá matarolíu í deigið.

baka pönnsu


I´m alive

Elsku vinir mikið er nú gaman að það er rekið á eftir manni að blogga. Málið sem veldur þessu bloggleysi er að ég fór suður til Rvíkur eða (Krimmaborgar) í gær að sækja hkúsgögn fyrir vinkonu mína sem ég hamast við að fá til að flytja en hún hefur búið við ömurlegar aðstæður í rúmt ár og á betra skilið. Nú jæja en það hefur síðustu daga verið mitt aukasjálfboðsdjobb að finna handa henni eitt og annað í búið eins og t.d. rúm, unglingarúm, skrifborð, sófa, sjónvarp og skáp með. Þetta sótti ég í gær í höfuðstaðinn og hafði í eftirdragi stóra kerru jú takk alein. Nú þar sem ég á góðan mág þá hjálpaði hann mér að ferma kerruskrattann út um allan bæ þessi elska. Og strekkja allt vel niður. Svo var sonurinn pikkaður upp frá pabba sínum en hann var búinn að dvelja hjá kallinum í 4 daga. Nú svo var brunað norður með herlegheitin og komið fyrir hjá nágrannanum en vinkonan er einmitt að flytja þangað. Ja sko ekki inná kallinn sem kærasta eða þannig heldur leigir hún efrihæðina hjá honum. Hann býr einn í risa húsi. Og þetta var eina og besta lausnin. Fá hana út úr hinu húsinu og inn í þetta jamm og já skyttir fjarlægðina á milli okkar um rúma 20 km. Wink

Í þessari ferð minni komst ég að leiðinlegri staðreynd um Rvík sem ég blogga um síðar elsku vinir.

En núna ætla ég að klára að láta rollubókhaldið drepa mig hihihi.....

random-4


Ooohhhh smá púst......

Sæmilega sem ég er orðin þreytt á þessu pikki á Fjárvís.is já þetta er fáránlegt oohhh..... Ef ég hefði hannað þetta væri ég sennilega búin en neinei ekki svo einfallt. Þeim þessum forriturum og gagnagrunnshönnurum fannst að þetta ætti að vera einfallt í sniði svo að þetta keyrðist hraðar en halló þeir nota líka ekki nema brot af kerfinu. Ég myndi sko hafa þetta þannig að geta skráð allt á einum stað í stað þessa að þurfa að tví og þrískrá sömu skepnuna því ég þarf jú alltaf að bíða x sek. í færslubið svo whay not að auka um 2-4 sek. og full skráning á sér stað og málið dautt. Aaarrrgghhh oki ég er búin að pústa í bili.
Caio.

regn

Svona hafa síðustu dagar verið.

tolvuguru


Balabað er lausnin.

Þar sem baðherbergið okkar er mjög lítið þá er ekki hægt að troða þar inn baði svo það er bara stór sturta. En þar sem að það er ekki í tísku að vera með djúpa sturtubotna lengur þá er bara tásugrunnur botn svo það þarf að hafa önnur ráð til að börnin geti sullað í baði. Nú það var snilldarlausn að fara í bað í bala fannst Litla manninum  og vill helst dvelja þar tímum saman. Ó  já er sko að slaka á segir hann. En þetta er bali Litlu konunnar en þegar sullið varð of spennandi þá varð að hætta að nota skiptiborðið. (en það er bað undir) Nú jæja þar sem Litli maðurinn er að fara í bað vill sú stutta ólm með í sturtu en hún sælir stíft inn á baðherbergið annað hvort til að pissa í klósettið eða til að fá að fara í sturtu. (pihh pihh eða duhduh) Já hún er farin að tala helling (eða þannig) gerir sig skiljanlega því það eru mörg orð sem skiljast. En skvísan fékk að fara í bað með bróa.

DSC03221
Hey hvað ertu með þarna???
Svo eftir heilmikið pot og tog kom.....

DSC03212
Systkinaknús.

Stóri maðurinn fór með pabba sínum í morgun í smá ferð. En pabbi hans er að rútast um með túrista og var á leið á Strandir og hafði tök á að taka hann með. Svo er bara að vona að þeir fái gott veður svo að hann nái 4 dögum með honum en það gætu orðið bara 2 dagar en sjáum til. Góða ferð feðgar.

ButterflyThoughts


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband