Smá saga

Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 43 ára:

Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast
kærasta.

Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða.
Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir
lífinu og tilverunni.

Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of
tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og
hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri
traustur og jarðbundinn.

Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var
leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur
yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að
finna mér mann sem að væri spennandi.

Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn
haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á
sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem
honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði
við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur. Þannig að
ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.

Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var
með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur
að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu
vinkonu minni.



Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

HAHAHAHA Góður, jamm, maður verður að gæta hvers maður óskar sér...það gæti ræst...

Heyrðu, já, ég er sko á Skaganum, konfekt í frystinum og alltaf heitt á könnunni

Hef heyrt ýmsar sögur úr firðinum þínum...maðurinn minn var sko einn af Reykvísku villingunum sem voru sendir á Reykjaskóla...

SigrúnSveitó, 30.5.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  GÓDUR !!!!!!!!!  eigdu góda helgi og vonandi færdu blíduna sem ég sendi thér

María Guðmundsdóttir, 30.5.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er greinilega vandlifað í þessum heimi :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.5.2008 kl. 07:57

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og Bestu kveðjur annars til þín frá mér

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:28

5 Smámynd: Adda bloggar

Weekend Glitter Graphics 

hafðu það sem allra allra best þessa helgi mín kæra bloggvinkonakv adda.

Hug Graphics

Adda bloggar, 31.5.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Hahaha Þessi er skemmtilegur

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 14:26

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Frábær

Heiða Þórðar, 31.5.2008 kl. 15:56

8 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... brilljant bara. Aldrei ánægðar þessar kerlur sko ... eða þannig! Knús á Þig og eigðu ljúfan sunnudag!

Tiger, 1.6.2008 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband