Lífið....

Jæja lífið gengur sinn vana gang hér í sveitinni eins og venjulega ..........þ.e. að það er alltaf eitthvað sem er að ef svo má segja.  Nú það er búið að senda flest öll sláturlömbin svo það er vel en það á eftir að fara í gengnum allar rolluskjáturnar sem eru jú þónokkuð margar eða um 800 kvikindi.  Nú svo var hringt í gær og veturgamli graddinn sem kallinn á og var með í sumarbúðum ef svo má kalla var að slasast og kallað var á Dýra til að sauma o.þ.h. sem þýddi það að við urðum að fara og sækja gaurinn takk.  Meira baslið og alltaf eitthvað til að kæta mann.

Nú svo var elsti sonur minn að missa afa sinn svo hann fór til pabba síns um helgina og verður fram að  jarðaför.  Ég fer einmitt suður þá og tek hann heim.  Svo til að allt sé nú í takt þá átti ég einmitt að fara með litlu skottuna í 18 mánaða skoðunina á miðvikudaginn en verð að fá annan tíma því ekki nenni ég að vera að keyra í stressi fyrst á Hvammstanga og svo heim skilja hana eftir og bruna í bæinn og vera komin nógu tímanlega til að taka Gunnar fyrir jarðaförina.  En það á að kistuleggja rétt fyrir jarðaför og okkur kom saman um að hann yrði ekki viðstaddur enda var þessi afi hans ekki mjög náinn honum.  Og Gunnar viðkvæmur fyrir öllu svona.  Svo það er betra að hann muni afa sinn eins og hann var.

En  nú ætla ég að fara og drattast til að gera eitthvað af viti hér innandyra því ekki gerist neitt af sjálfu sér því kallinn á nóg með að passa skvísuna og hann sem má ekki gera neitt en skvísan tekur sko ekki tillit til þess.

rettlaeti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gangi thér sem best í øllu thessu stússi í sveitinni. Passadu upp á sjálfa thig. kær kvedja úr sundunum hans Fridriks.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Jussus, það er í nógu að snúast hjá þér, mín kæra. 800 skjátur! Það er nú alveg slatti!

Knús til þín.

SigrúnSveitó, 11.10.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já greinilega alltaf nóg ad gera á stóru heimili  en já,gangi thér vel i thessu øllu sem framundan er.

knús og kvedja i sveitina

María Guðmundsdóttir, 11.10.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Renata

Þú ert sterk kona Jóna mín !!

gengi þér allt í hagin  og hafðu það alla best í sveitini

kveðja úr Reykjó

Renata, 11.10.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: JEG

TAkk Sólveig.  Já nú fer maður aðeins að slaka á þó alltaf sé eitthvað um að vera.

Sigrún sko við eigum ekki allar þessar 800 skjátur heldur það sem er í gangi er að við og foreldrar mínir erum með tvíbýli í sambýli og skiptist 60/40 þ.e. að við eigum 60 % og það eru venjulega um 900 hausar á fóðrum yfir veturinn.

María já þú þekkir það .....hvernig er að vera með stórt heimili hehehe....  Takk takk.

Takk Renata mín elskuleg.

Knús á línuna.

JEG, 11.10.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Anna Guðný

Úff, ég verð bara þreytt á að lesa þetta. Það er aldeilis um að vera hjá þér. En hvernig líður eiginmanninum að þurfa að liggja bara og horfa á?Get nú ímyndað mér að það sé erfitt.

Hafðu það gott ljúfan og sendi þér orkubúst í formi  knúsa og kossa.

Anna Guðný , 12.10.2008 kl. 09:30

7 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Hæ frænka. Ég er kominn til baka eftir ritstífluna miklu. Ég sé að það hefur ekki verið lognmolla í kringum þig frekar en venjulega. Merkilegt hvað hlutir þurfa að gerast svona í bylgjum.

En gangi þér og ykkur sem allra best og vonandi ganga allir hlutir upp eins og til er ætlast úr þessu.

Vilhjálmur Óli Valsson, 12.10.2008 kl. 11:09

8 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Knús á ykkur og gangi þér sem allra best með heimili og bú. Kannast aðeins við það að hafa stórt heimili en bú þekki ég ekki svo vel. EN samt sem áður knús í sveitina Jóna mín og hafðu það sem allra best þú og húsbandið

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 12.10.2008 kl. 12:55

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Já það er sko mikið að gera á stóru heimili...... og mér sýnist þér farnast það bara asskoti vel.... knús á þig sveitamær...

Fanney Björg Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband